Norðurlandamótið 2018

nm senior cover

Um 60 keppendur munu mætast á Norðurlandamóti Fullorðinna í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Íþróttahúsi Hveragerðis um helgina.

Fjórtán íslenskir keppendur eru skráðir til keppni sjö konur og sjö karlar en fremsta lyftingakona landsins Þuríður Erla Helgadóttir er skráð til keppni í -63kg flokk þar sem má gera ráð fyrir harðri keppni frá hinni norsku Zekiye Nyland, dönsku Amöndu Poulsen og sænsku Jenny Adolfsson. Svíar og danir eru báðir með fullt kvenna lið og þar er m.a. að finna ríkjandi evrópumeistara í -69kg flokki kvenna Patriciu Strenius og silfurverðlauna hafann frá EM í -58kg flokki Angelicu Roos og bronsverðlauna hafann frá EM í -75kg flokki hina finnsku Meri Ilmarinen sem keppir í -90kg flokki á mótinu.

Í karlaflokki er Einar Ingi Jónsson með besta árangur íslendinga inn í mótið, og mætir hann harðri keppni frá hinum danska Tim Kring í -77kg flokki karla. Gera má ráð fyrir gríðarlega harðri keppni í -105kg flokk og +105kg flokk þar sem hinir sænsku Stefan Ågren og Hampus Lithén, norsku Vebjörn Varlid og Kim Erik Tollefsen, daninn Mikkel Andersen og hinn finnski Eero Retulainen eru skráðir til keppni og munu berjast um gullið.

Margir af keppendunum munu nota mótið sem síðustu keppni fyrir HM í Túrkmenistan sem fram fer í Nóvember þar sem Ísland mun eiga 4 keppendur, HM er fyrsta mótið sem telur sem úrtökumót fyrir ólympíuleikana í Tokyo 2020.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s