Lyftingafólk ársins

 Lyftingafólks ársins 2018

Lyftingafólk ársins 2018 hefur verið valið af Lyftingasambandi Íslands, sérsambandi ÍSÍ um ólympískar lyftingar. Viðburðarríkt ár er senn á enda en Jólamót sambandins sem jafnframt er síðasta mót ársins fer fram núna um helgina frá 10-17 á laugardag hjá Stjörnunni í Garðabæ en 45 keppendur eru skráðir til leiks. Liðabikar sambandsins verður afhentur í mótslok.

IMG_7988

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2018 og er þetta fjórða árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti viðburðríkt keppnisár en bestum árangri á árinu náði hún á RIG í Janúar sem hún sigraði með því að lyfta 185kg samanlagt. Hún varð einnig stigahæst á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum með 247 Sinclair stig. Hún endaði í þriðja sæti í sterkum -58kg flokk á Norðurlandamótinu aðeins 2kg frá gullverðlaunum. Hún lauk síðan árinu með keppni á Heimsmeistaramótinu í Túrkmenistan þar sem keppt var í nýjum þyngdarflokkum, þar endaði Þuríður í 26.sæti í -59kg flokk kvenna þar sem hún snaraði 79kg og jafnhenti 105kg og eru það íslandsmet í þessum nýja flokk. Þuríður var ein af 8 íslenskum íþróttamönnum sem hlaut ólympíusamhjálp fyrir undirbúning við Tokyo 2020.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar Erlu: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

einar ingi

Einar Ingi Jónsson (f.1996) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingakarl ársins 2018. Einar keppti á sex mótum á árinu, allt alþjóðlegum. Hann sigraði á RIG 2018 þegar hann lyfti 264kg samanlagt. Bestum árangri ársins náði hann á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Rúmeníu þar sem hann snaraði nýju íslandsmeti 123kg og jafnhenti 150kg í -77kg flokk og samanlagður árangur 273kg var einnig nýtt íslandsmet. Einar var einnig stigahæstur keppenda á Smáþjóðleikunum þar sem hann var 0.2 stigum frá næsta keppanda. Einar var þriðji á stigum á alþjóðlegu móti í Ísrael og annar í -77kg flokk á Norðurlandameistaramótinu. Einar lauk árinu með keppni á HM í Túrkmenistan þar sem hann keppti meiddur á úlnlið en náði þó að ljúka keppni með 251kg samanlagt sem setti hann í 40.sæti í -81kg flokk, en mótið var það fyrsta í röðinni að undankeppni fyrir Tokyo 2020.

Yfirlit yfir árangur Einars: http://results.lsi.is/lifter/einar-ingi-jonsson

Einnig hefur lyftingasambandi útnefnt ungmenni ársins 2018

birna

Birna Aradóttir (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í kvennaflokki. Birna keppti á sex mótum á árinu, hún hóf árið með keppni á RIG þar sem hún endaði í 4.sæti. Hún varð íslandsmeistari í -63kg flokki þar sem hún lyfti 80kg í snörun og 90kg í jafnhendingu. Hún keppti einnig á alþjóðlegu móti í Ísrael þar sem hún lyfti sömu þyngdum og á íslandsmótinu og varð önnur stigahæst. Hún féll úr keppni á norðurlandamóti unglinga en kom sterk til baka á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri þar sem hún snaraði nýju íslandsmeti unglinga 81kg og jafnhenti 88kg sem dugði henni í 11.sæti í snörun og 14.sæti í samanlögðu.

Yfirlit yfir árangur Birnu: http://results.lsi.is/lifter/birna-aradottir

axel

Axel Máni Hilmarsson (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í karlaflokki. Axel Máni var eina ungmennið 20 ára og yngri sem náði yfir 300 Sinclair stigum á árinu en það gerði hann þegar hann varð í 4.sæti á Norðurlandameistaramóti Unglinga í Finnlandi í -85kg flokk aðeins 1kg frá bronsverðlaunum. Hann snaraði 113kg og jafnhenti 135kg á norðurlandameistaramótinu. Hann varð einnig íslandsmeistari unglinga í -85kg flokk.

Yfirlit yfir árangur Axel Mána: http://results.lsi.is/lifter/axel-mani-hilmarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drög að mótaskrá 2019

Drög að mótaskrá 2019

27.Janúar: Reykjavíkurleikarnir

23-24.febrúar: Íslandsmót

8-15.mars: HM U17 Las Vegas

23-25.mars: Smáþjóðleikarnir, Malta

6-15.apríl: EM senior, Georgia

18-19.maí: Sumarmót

1-8.júní: HM U20, Suva Fiji

8-9.júní: Íslandsmót unglinga

7-15.júlí: EM U20, Moldova

1-4.ágúst: Unglingalandsmót Höfn í Hornafirði

10-11.ágúst: Haustmót

5-14.sept: EM U15 og U17, Constanta, Rúmenía

16-25.sept: HM senior, Pattaya, Thailand

5-6.október: NM junior

12-13.október: NM senior

14-15.des: Jólamót

Úrslit jólamótsins 2018

Jólamótið fór fram á laugardaginn og var mótið í ár haldið af Lyftingafélagi Stjörnunar í Garðabæ.  Alls kepptu 23 konur og 18 karlar á mótinu.

Úrslit karla:

1.sæti: Ingólfur Ævarsson 319,18 sinclair

2.sæti: Emil Ragnar Ægisson 312,25 sinclair

3.sæti: Arnór Gauti Haraldsson 304,04 sinclair

Úrslit kvenna:

1.sæti: Birna Aradóttir 225,2 sinclair

2.sæti: Inga Arna Aradóttir 215,8 sinclair

3.sæti: Birta Líf Þórarinsdóttir 201,4 sinclair

Liðabikarinn í ár fór til Lyftingafélags Reykjavíkur

Fjölmörg met féllu um helgina í U15, U17 og U20 ára flokkum og er gaman að sjá hversu mikil aukning er á ungum keppendum

Öll met má sjá hérna https://results.lsi.is/records

Öll úrslit má sjá inná http://www.results.lsi.is

Dagskrá og ráslistar Jólamótsins 2018

Hérna er dagskrá og ráslistar jólamótsins birt með fyrirvara um breytingar

Laugardagurinn 15.des Íþróttahúsið Ásgarði
8:00-9:00 Vigtun kvk
9:00-10:00 Vigtun kk

Grúbba 1 kvk 10:00-11:50
Grúbba 2 kvk 11:50-13:50
Grúbba 1 kk 14:00-15:30
Grúbba 2 kk 15:30-17:00

Grúbba 1: 10:00-11:50  Þyngdarflokkur Lyftingafélag 
Tinna María Stefnisdóttir -55 LFR
Birta hannesdottir -55 LFR
Birna Blöndal -55 KFA
Úlfhildur Arna Unnarsdóttur -59 LFR
Kristrún Sveindóttir -59 LFK
Ásrún Arna Sch Kristmundsdóttir -59 LFK
Erika Eik Antonsdóttir -59 LFK
Margrét Lilja Burrell -76 LFR
Alma Hrönn Káradóttir -76 LFK
Valdís Bjarnadóttir -81 LFR
Fríðný Bachman -81 Hengill
Grúbba 2: 11:50-13:50 Þyngdarflokkur Lyftingafélag
Inga Arna Aradóttir -64 LFR
Álfrún Tinna Guðnadóttir -64 LFR
Una Ásrún Gísladóttir -64 LFR
Sólveig Þórðardóttir -64 LFK
Fanney Rós MagnúsdóttIR -64 LFK
Steinunn Anna Svansdóttir -64 LFK
Birna Aradóttir -64 LFR
Thelma Hrund Hermannsdóttir -71 Massi
Aþena Eir Jónsdóttir -71 Massi
Þórhildur Kristbjörnsdóttir -71 LFR
Birta Líf Þórarinsdóttir -71 LFR
Arey Rakel Guðnadóttir -71 LFR
Andrea Rún -71 ?
Eygló Fanndal Sturludóttir -71 LFK
Grúbba 1: 14:00-15:30 Þyngdarflokkur Lyftingafélag
Hlynur Smári Magnússon -55 LFR
Rökkva Hrafn Guðnason -67 LFR
Snorri Stefnisson -67 LFR
Brynjar Wilhelm Jochumsson -67 LFG
Arnór Gauti Haraldsson -89 LFH
Magni Mar Magnason -89 Ármann
Þórhallur Andri Guðnason -89 KFA
Andri Ásgeirsson -96 LFH
Arnar Thanachit Phutthang -96 Massi
Grúbba 2: 15:30-17:00 Þyngdarflokkur Lyftingafélag
Róbert Þór Guðmarsson -73 LFH
Guðbjartur Daníelsson -73 Ármann
Árni Rúnar Baldursson -73 Stjarnan
Jóel Kristjánsson -81 LFR
Árni Olsen Jóhannesson -81 Ármann
Brynjar Ari Magnusson -81 LFH
Emil Ragnar Ægisson -81 Massi
Arnar Kári Erlendsson -81 LFK
Fannar Hafsteinsson -81 LFG
Óliver Örn Sverrisson -81 LFR
Ingólfur ævarsson -109 Stjarnan