Lyftingafólk ársins

 Lyftingafólks ársins 2018

Lyftingafólk ársins 2018 hefur verið valið af Lyftingasambandi Íslands, sérsambandi ÍSÍ um ólympískar lyftingar. Viðburðarríkt ár er senn á enda en Jólamót sambandins sem jafnframt er síðasta mót ársins fer fram núna um helgina frá 10-17 á laugardag hjá Stjörnunni í Garðabæ en 45 keppendur eru skráðir til leiks. Liðabikar sambandsins verður afhentur í mótslok.

IMG_7988

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2018 og er þetta fjórða árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti viðburðríkt keppnisár en bestum árangri á árinu náði hún á RIG í Janúar sem hún sigraði með því að lyfta 185kg samanlagt. Hún varð einnig stigahæst á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum með 247 Sinclair stig. Hún endaði í þriðja sæti í sterkum -58kg flokk á Norðurlandamótinu aðeins 2kg frá gullverðlaunum. Hún lauk síðan árinu með keppni á Heimsmeistaramótinu í Túrkmenistan þar sem keppt var í nýjum þyngdarflokkum, þar endaði Þuríður í 26.sæti í -59kg flokk kvenna þar sem hún snaraði 79kg og jafnhenti 105kg og eru það íslandsmet í þessum nýja flokk. Þuríður var ein af 8 íslenskum íþróttamönnum sem hlaut ólympíusamhjálp fyrir undirbúning við Tokyo 2020.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar Erlu: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

einar ingi

Einar Ingi Jónsson (f.1996) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingakarl ársins 2018. Einar keppti á sex mótum á árinu, allt alþjóðlegum. Hann sigraði á RIG 2018 þegar hann lyfti 264kg samanlagt. Bestum árangri ársins náði hann á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Rúmeníu þar sem hann snaraði nýju íslandsmeti 123kg og jafnhenti 150kg í -77kg flokk og samanlagður árangur 273kg var einnig nýtt íslandsmet. Einar var einnig stigahæstur keppenda á Smáþjóðleikunum þar sem hann var 0.2 stigum frá næsta keppanda. Einar var þriðji á stigum á alþjóðlegu móti í Ísrael og annar í -77kg flokk á Norðurlandameistaramótinu. Einar lauk árinu með keppni á HM í Túrkmenistan þar sem hann keppti meiddur á úlnlið en náði þó að ljúka keppni með 251kg samanlagt sem setti hann í 40.sæti í -81kg flokk, en mótið var það fyrsta í röðinni að undankeppni fyrir Tokyo 2020.

Yfirlit yfir árangur Einars: http://results.lsi.is/lifter/einar-ingi-jonsson

Einnig hefur lyftingasambandi útnefnt ungmenni ársins 2018

birna

Birna Aradóttir (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í kvennaflokki. Birna keppti á sex mótum á árinu, hún hóf árið með keppni á RIG þar sem hún endaði í 4.sæti. Hún varð íslandsmeistari í -63kg flokki þar sem hún lyfti 80kg í snörun og 90kg í jafnhendingu. Hún keppti einnig á alþjóðlegu móti í Ísrael þar sem hún lyfti sömu þyngdum og á íslandsmótinu og varð önnur stigahæst. Hún féll úr keppni á norðurlandamóti unglinga en kom sterk til baka á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri þar sem hún snaraði nýju íslandsmeti unglinga 81kg og jafnhenti 88kg sem dugði henni í 11.sæti í snörun og 14.sæti í samanlögðu.

Yfirlit yfir árangur Birnu: http://results.lsi.is/lifter/birna-aradottir

axel

Axel Máni Hilmarsson (f. 1999), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í karlaflokki. Axel Máni var eina ungmennið 20 ára og yngri sem náði yfir 300 Sinclair stigum á árinu en það gerði hann þegar hann varð í 4.sæti á Norðurlandameistaramóti Unglinga í Finnlandi í -85kg flokk aðeins 1kg frá bronsverðlaunum. Hann snaraði 113kg og jafnhenti 135kg á norðurlandameistaramótinu. Hann varð einnig íslandsmeistari unglinga í -85kg flokk.

Yfirlit yfir árangur Axel Mána: http://results.lsi.is/lifter/axel-mani-hilmarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s