Úrslit NM unglinga

Helgina 16.-17. Nóvember síðastliðin var Norðurlandamót unglinga haldið í Sundsvall í Svíþjóð (e. Youth and Junior). Stór hópur keppenda fór fyrir Íslands hönd eða 14 keppendur á aldrinum 14-20 ára. Samtals 49 íslandsmet voru sett á mótinu og óskum við öllum keppendum til hamingju með frábært mót og ótrúlega árangur. 

Íslandsmet 

U20 KVK

 • Rakel Ragnheiður Jónsdóttir í -59kg þyngdarflokki setti 2 íslandsmet, þá í U20 og U23, og náði 70kg í snörun (e. snatch). 

U20 KK

 • Axel Máni Hilmarsson í -96kg þyngdarflokki setti 10 Íslandsmet, þá 5 met í U20 og 5 met í U23 í snörun, jafnhendingu (e. Clean and Jerk) og samanlögðu (e. total), sem endaði í 120kg í snörun og 150kg í jafnhendingu.

U17 KVK

 • Ásrún Arna Kristmundsdóttir í -64kg þyngdarflokki náði 75kg í jafnhendingu.
 • Úlfhildur Unnarsdóttir í -64 þyngdarflokki setti 9 íslandsmet á mótinu, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í U15 og jafnhendingu í U17 sem endaði í 56kg snörun og 72kg jafnhendingu. Úlfhildur er 15 ára gömul. 
 • Birta Líf Þórarinsdóttir í -76kg þyngdarflokki setti 9 íslandsmet á mótinu, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í U17, U20 og U23 sem endaði í 74kg í snörun og 92kg í jafnhendingu. 

U17 KK

 • Brynjar Ari Magnússon í -89kg þyngdarflokki setti 18 íslandsmet, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. 9 þeirra voru í U15 og önnur 9 í U17, sem endaði í 108kg í snörun og 130kg í jafnhendingu. Brynjar er 15 ára gamall. 

Verðlaunasæti

U20 stelpur

 • Rakel Ragnheiður Jónsdóttir náði 1. Sæti í -59kg þyngdarflokki.
 • Eygló Fanndal Sturludóttir náði í 3. Sæti í -76kg þyngdarflokki.

U20 strákar

 • Snorri Stefnisson náði 3. sæti í -73kg þyngarflokki
 • Róbert Þór Guðmarsson náði 3. sæti í -81kg þyngarflokki
 • Axel Máni Hilmarsson náði 2. sæti í -96kg þyngarflokki
 • Sigurjón Guðnason náði 2. sæti í -109kg þyngarflokki.

U17 stelpur

 • Birta Líf Þórarinsdóttir náði 3.sæti í -76kg þyngdarflokki.

U17 strákar

 • Brynjar Ari Magnússon náði 2. sæti í -89kg þyngdarflokki.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s