Evrópumót Unglinga í Ísrael

Evrópumót unglinga í ólympískum lyftingum (U17) var haldið í Ísrael á dögunum.
Yfir 500 keppendur voru skráðir á mótið og eitt stærsta sem hefur haldið í Ísrael.

Birta Líf Þórarinsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í -71 kílóa þyngdarflokki sem var
afar sterkur flokkur. Í honum keppti m.a. Aino Luostarinenn sem oft er kölluð finnska undrið. Var þetta fyrsta stórmót Birtu og tók það vel á taugarnar.
Norska liðið gerði sér lítið fyrir og mætti til að fylgjast með og kvetja Birtu sem hlýjaði Íslendingunum um hjartarætur. Sænska liðið tók einnig undir hvatninguna hjá Norskla liðinu og allt í einu var eins og Birta væri mætt á heimavöllinn sinn. Þetta var ómetanlegur stuðningur og Birta skilaði svo sannarlega sínu.

Birta tók 80 kg í snörun og 94 kg í jafnhendingu. Þetta skilaði henni 9. sæti sem er frábær árangur fyrir fyrsta stórmót. Beint eftir riðilinn var svo farið í að njóta sólarinnar og góða veðursins á meðan stormurinn reið yfir Ísland. Birta fer sátt frá borði, reynslunni ríkari og spennt að taka þátt í næsta móti.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s