Sigurvegarar Jólamótsins!

Sigurvegarar Jólamóts LSÍ voru þau Árni Rúnar Baldursson og Birna Aradóttir

Viljum við byrja á því að þakka kærlega fyrir ótrúlega flott mót. Jólamótið að þessu sinni byrjaði það klukkan 9:00 laugardaginn 14. desember síðastliðinn og stóð í tæplega 10 klukkutíma, tóku 50 keppendur tóku þátt í mótinu og stóðu allir sig með prýði. Jólamót LSÍ eru almennt stærstu mót ársins en þar mæta margir nýliðar að hefja sín fyrstu skref í keppnisumhverfi Ólympískra lyftinga. Hlökkum við til að sjá þau aftur á komandi mótum.
Viljum við þakka öllum sjálfboðaliðum mótsins fyrir frábært samstarf en þá sérstaklega nýliðum okkar. Að standa heilt mót í hvaða hlutverki sem er sem sjálfboðaliði í fyrsta skipti er mikil eldskírn og eiga þau mikið heiður skilið fyrir alla vinnuna.
Jólamót LSÍ er Sinclair stiga mót og gefið er fyrir hæðstu stigin í karla og kvennaflokki.
Íslandsmetin sem sett voru á mótinu voru 116 talsins en nánar um þau er að sjá hér fyrir neðan.

A.T.H. ef einhver hefur myndir af þessu móti sem og öðrum mótum LSÍ má sá hinn sami endilega fá þær LSÍ, myndirnar yrðu síðan settar á vefsíðu LSÍ.

Kvennaflokkur

Frá vinstri: Alma Hrönn Káradóttir, Birna Aradóttir og Amalía Ósk Sigurðardóttir.


Birna Aradóttir sem er í -64 kg flokki tók 1. sætið með 81 kg í snörun og 95 í jafnhendingu og landaði 230.1 stigi 🥇
Amalía Ósk Sigurðardóttir sem er í -64 kg flokki náði 2. sæti með 76 kg í snörun og 96 kg í jafnhendingu og náði 225.7 stigum🥈
Alma Hrönn Káradóttir sem er í -71 kg flokki náði 3. sæti með 76 kg í snörun og 96 kg í jafnhendingu og náði 217.1 stigi 🥉

Karlaflokkur

Frá vinstri: Birkir Örn Jónsson, Árni Rúnar Baldursson og Arnór Gauti Haraldsson

Árni Rúnar Baldursson sem er í -73 kg flokki tók 1. sætið með 116 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu og landaði 330.3 stigum 🥇
Arnór Gauti Haraldsson sem er í -89 kg flokki náði 2. sæti með 131 kg í snörun og 145 kg í jafnhendingu og náði 329.2 stigum 🥈
Birkir Örn Jónsson sem er í -81 kg flokki náði 3. sæti með 113 kg í snörun og 150 kg í jafnhendingu og náði 320.9 stigum 🥉

Íslandsmet

Fjölmörg Íslandsmetin voru sett á Jólamótinu en voru þau 116 talsins og þarf af voru 86 met sett í Masters flokkum, 5 met sett í U15, 9 met sett í U17, önnur 5 í U20, 9 met sett í U23 og 2 met sett í Senior. Til að sjá öll metin sem sett voru getið þið farið á Results síðu LSÍ HÉR en hér fyrir neðan sjáið þið lokatölurnar.

Almennur flokkur (e. Senior)

Birkir Örn Jónsson í -81kg flokki setti 150 kg í jafnhendingu.
Arnór Gauti Haraldsson í -89 kg flokki tók 131 kg í snörun.

U15

Sólveig Þórðardóttir í -71 kg flokki setti 49 kg í snörun.
Brynjar Ari Magnússon í -89 kg flokki setti 110 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og
245 kg í samanlögðu.

U17 (e. Youth)

Brynjar Ari Magnússon í -89 kg flokki setti 110 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og
245 kg í samanlögðu.
Kári Norbu Halldóruson í -102 kg flokki setti 100 kg í snörun, 125 kg í jafnhendingu og
225 kg í samanlögðu.

U20 (e. Junior)

Birna Aradóttir í -64 kg flokki setti 95 kg í jafnhendingu og 176 kg í samanlögðu.
Axel Máni Hilmarsson í -89 kg flokki setti 118 kg í snörun, 151 kg í jafnhendingu og 269 kg í samanlögðu.

U23

Amalía Ósk Sigurðardóttir í -64 kg flokki setti 96 kg í jafnhendingu.
Birna Aradóttir í -64 kg flokki setti 176 kg í samanlögðu.
Arnór Gauti Haraldsson í -89 kg flokki setti 131 í snörun og 276 kg í samanlögðu.
Axel Máni Hilmarssson í -89 flokki setti 151 kg í jafnhendingu.

Öldungar 35 (e. Masters 35)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Alma Hrönn Káradóttir í -71 kg flokki setti 76 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu og 172 kg í samanlögðu.

Öldungar 40 (e. Masters 40)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Hrund Scheving í -71 kg flokki setti 65 kg í snörun, 93 kg í jafnhendingu og 158 kg í samanlögðu.
Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Öldungar 45 (e. Masters 45)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Öldungar 50, 55, 60, 65 og 70 (e. Masters 50, 55, 60, 65 and 70)

Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s