Ungmenni ársins 2019

Jólamót LSÍ 2019 er ekki inn í kosningu um lyftingakonu/karl ársins heldur fellur undir næsta ár eða 2020.

U20 (Junior)

Birna Aradóttir

Birna er fædd 1999 og lyftir fyrir hönd Lyftingadeild Stjörnunnar. Hún skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Evrópumeistaramót Unglinga og -23 ára sem haldið var í Búkarest í Rúmeníu með 230 stig og setti þar Íslandsmet í U20 og U23 í jafnhendingu 94kg og samanlögðu 175 kg í -64kg flokki sem hún bætti síðan á U20 met sitt Jólamóti LSÍ með 95kg og 176 kg í samanlögðu. Á Birna einnig íslandsmetið í snörun í U20, U23 og opnum flokk í -64 flokki og þá með 82 kg.

U20 (Junior)

Axel Máni Hilmarsson

Axel Máni er fæddur 1999 og lyftir fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Hann skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Norðurlandamóti Unglinga (Junior og Youth) sem haldið var í Sundsvall í Svíþjóð með 313,5. Setti hann þar 10 Íslandsmet sem endaði í 120 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu og 270 í samanlögðu. Bætti hann íslandsmet sitt á Jólamóti LSÍ með 151 kg.

U17 (Youth)

Birta Líf Þórarinsdóttir

Birta Líf er fædd 2002 og lyftir fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Hún skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Íslandsmeistaramóti unglinga 2019 með 220,05 stig. Þar setti hún 21 íslandsmet í -71 kg flokki þá í U17, U20 og U23 sem endaði í 80 kg í snörun, 97 kg í jafnhendingu og 177 kg í samanlögðu.

U17 (Youth)

Kári Norbu Halldóruson

Kári er fæddur 2003 og lyftir fyrir hönd Lyftingardeild Ármanns. Hann skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Íslandsmeistaramóti unglinga 2019 með 222,2 stig.
Setti hann 5 íslandsmet á Jólamótinu í seinasta mánuði í -102 kg flokki sem endaði í 100 kg í snörun, 125 kg í jafnhendingu og 225 kg í samanlögðu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s