ROMA WORLD CUP 2020

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í Roma World Cup á dögunum en var það 5 mótið sem telur til úrtöku fyrir Ólympíuleikana í ár, en það 6 og seinasta verður Evrópumeistaramótið í Apríl. Þuríður Erla er fremasta lyftingakona landsins, keppir í -59 kg flokki og tókum við smá viðtal við hana í framhaldi af mótinu.

Viðtal

Hvernig gekk í Róm?

Átti ekki minn besta dag í Róm því miður. Snaraði 80 kg í fyrstu tilraun. Tók svo 83 kg í seinni tilraun en missti lásinn. Í þriðju lyftu reyndi ég við 84 kg en missti hana aftur fyrir mig. Ég var óvenju þreytt í fótunum í upphitun fyrir jafnhendingu (e. Clean & Jerk), á góðum degi hefði ég byrjað í 100 kg en ég byrjaði í 97 kg tók svo 100 kg og failaði á cleaninu í 103 kg.

Hvert er næsta mót sem þú ætlar að taka þátt í?

Næsta lyftingamót er Evrópumeistaramótið í Ólympískum í Moskvu í Apríl. Það er gullmót og qualification mót fyrir Ólympíuleikana. Fyrir það tek ég þátt í nokkrum CrossFit mótum. Wodapalooza í Miami núna í febrúar sem er Sanctioned Event fyrir CrossFit Games. Stefnan er að ná eins háum stigum og ég get.

Hver var þín fyrsta keppni í ólympískum lyftingum?

Það var á móti sem kallaðist “Flolli” það var lítið mót sem byrjaði á lyftingamóti, ekki eins strangar reglur og eru með press out til dæmis. Keppnin endaði svo á einu CrossFit workouti. Þetta var 2010 þegar ég var nýbyrjuð í CrossFit og með fyrstu skiptunum sem ég prófaði snörun og jafnhendingu, ég gerði Power Snatch og Power Clean, held eg hafi samt gert Split Jerk frekar en Push Jerk.

Hvað var það við ólympískar lyftingar sem togaði í þig?

Það er mikilvægt að geta lyft þungt í CrossFit og lyftingar og ólympískar lyftingar eru stór hluti af CrossFit. Svo fannst mér bara gaman að keppa á lyftingamótum líka. Ólypmískar lyftingar eru svo ótrúlega tæknilega flóknar og það er það sem gerir þær svo geggjað skemmtilegar að mínu mati.

Hvað hugsarðu þegar þú ert kominn á pallinn?

Ekkert annað en að ég ætla að ná þessari lyftu. Kannski um 1-2 tæknileg atriði, eins og að muna að brace a mig í upphafstöðunni.

Hver er að þjálfa þig og hvernig ertu að æfa?

Árni Freyr Bjarnason gerir prógramið mitt núna síðan sumarið 2018. Ég æfi 2 sinnum á dag 5 sinnum í viku. Fyrri æfingin eru lyftingar/styrkur og seinni æfingin fimleikar og conditioning.

Þú keppir bæði í Crossfit og ólympískum, er erfitt að hagræða þessum íþróttum saman hvað varðar æfingar?

Það getur stundum verið smá púsl, hef samt aldrei leyft því að verða eitthvað vandamál.

Hver eru þín helstu markmið í framhaldinu?

Mín helstu markmið eru að ná lágmörkum á Heimsleikana og/eða Ólympíuleikana.

Hvaða ráð hefurðu til ungra lyftara sem eru að stíga sín fyrstu skref?

Að vera þolinmóð og góðir hlutir gerast hægt. Hugsa líka lengra fram í tímann með því að hugsa fyrirbyggjandi. Ekki byrja að vinna í liðleika og tækni eftir að þú meiðir þig.

Mótið í Róm er hægt að sjá hér fyrir neðan

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s