Haustmót LSÍ á Selfossi

Haustmót LSÍ fór með pompi og prakt hjá Lyftingadeildar Selfossar í húsnæði Crossfit Selfoss í dag. Mótið var haldið með öðru sniði en vanalega þar sem COVID19 ræður ríkjum. Áhorfendur komu inn um aðal inngang en keppendur og starfsmenn fóru gengum hliðarinngang húsins og reynt var að halda fjarlægðinni sem og þurftu allir að notast við grímur. Haustmót LSÍ er Sinclairstigamót og gefin eru verðlaun fyrir þrjú hæstu Sinclair stigin í karla og kvennaflokki. Allar tölur mótsins má finna á results.lsi.is

Þakkarorð

Vil ég byrja að þakka Lyftingadeildar UMFS sem buðust til þess að halda Haustmóti LSÍ þetta árið. Húsnæðið hentaði einstaklega vel fyrir þessa uppsetningu þar sem mótið fór með öðru sniði en vanalega og vorum við einstaklega ánægð með hvernig allt rúllaði og gekk mótið vel. Þökkum öllum starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf undir erfiðum kringumstæðum. Þið stóðuð ykkur með prýði. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdarstjóri LSÍ

Karlaflokkur

  1. sæti var Birkir Örn Jónsson með 318,78 Sinclair stig.
  2. sæti var Örn Davíðsson með 294,16 Sinclair stig.
  3. sæti var Símon Gestur Ragnarsson með 288,43 Sinclair stig.

Kvennaflokkur

  1. sæti var Amalía Ósk Sigurðardóttir með 235,98 Sinclair stig.
  2. sæti var Íris Rut Jónsdóttir með 214,12 Sinclair stig.
  3. sæti var Birta Líf Þórarinsdóttir með 203,77 Sinclair stig.

Íslandsmet

Þó nokkur íslandsmet voru sett á mótinu og voru þau eftirfarandi.

Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar setti met í -64 kg flokki kvenna í U23 og almennum flokki með 101 kg í jafnhendingu.
Birta Líf Þórarinsdóttir frá Lyftingafélagi Reykjavíkur setti met í -76 kg flokki kvenna í U20 og U23. 78 kg í snörun og 168 kg í samanlögðu.
Símon Gestur Ragnarsson Lyftingadeildar UMFSelfoss setti met í -96 kg flokki karla í U20 og U23 með 121 kg í snörun
Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli setti met í -87 kg flokki kvenna í öllum lyftum í Masters 35-50 sem endaði í 50 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og 118 kg í samanlögðu.

Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Gjöf til Hengils

María Rún Þorsteinsdóttir Framkvæmdarstjóri Hengils og Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ

Lyftingafélagið Hengill fékk fyrrum keppnissett LSÍ að gjöf fyrir framlag sitt til Norðurlandamótsins 2018, en var mótið haldið í Hveragerði af Hengli.
Þökkum við þeim kærlega fyrir alla þá frábæru vinnu sem þurfti til að halda mótið.

Stjórn LSÍ

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s