NM Senior – Online

Í gær lauk seinni keppnisdegi Norðurlandamótsins í Ólympískum lyftingum. Mótið var tekið upp í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Crossfit Reykjavík um helgina og streymt í gegnum miðla Norska landsambandsins en lyftur hvers keppenda voru teknar upp í þeirra heimalandi. Var þetta í fyrsta sinn sem Norðurlandamótið er haldið með þessu sniði en voru engir áhorfendur og voru einungis hafðir lágmarks starfsmenn á mótinu.

Alls kepptu níu íslendingar yfir tvo daga, þar af fjórar konur og fimm karlar. Fjórir keppendur lentu á verðlaunapalli. Birta Líf Þórarinsdóttir lenti í 2. sæti í -76 kg flokki með 203,4 Sinclair stig. Sigurður Darri Rafnsson lenti í 2. sæti í -81 kg flokki með 311,5 Sinclair stig, Árni Rúnar Baldursson lenti í 3. sæti í -81 kg flokki með 294 Sinclair stig og Birkir Örn Jónsson lenti í 3. sæti í -89 kg flokki með 323,9 Sinclair stig. Úrslit mótisins eru að finna á úrslita og meta síðu Lyftingasambandsins á results.lsi.is.

Þökkum við starfsmönnum mótsins kæralega fyrir sitt framlag og keppendum öllum fyrir frábært mót.

Birkir Örn Jónsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson
Árni Rúnar Baldursson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Íslandsmet

Sett voru fimm íslandsmet á mótinu með þremur lyftum.

Sigurður Darri Rafnsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Sigurður Darri Rafnsson (f.1998) setti íslandsmet í -81kg flokki karla bæði í U23 og í fullorðinsflokki með 120 kg snörun.

Birta Líf Þórarinsdóttir. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) setti íslandsmet í -76kg flokki kvenna í U20 og U23 með 93 kg í jafnhendingu.

Alma Hrönn Káradóttir. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Alma Hrönn Káradóttir (f.1984) setti íslandsmet í -71kg flokki kvenna í Masters 35 flokki með 98 kg í jafnhendingu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s