Úrslit NM Unglinga – 2020

Brynjar Logi Halldórsson. 1. sæti -81 kg Junior

Seinni dagur Norðurlandamóti ungling lauk í dag. Keppnin fór með prýði eins og viðmátti búast. Engir áhorfendur voru á mótinu en var því streymt frá miðlum Norska landssambandins en voru einungis lágmarks starfsmenn á mótinu vegna Covid19. Dómarar mótsins dæmdu lyfturnar í tölvum hvaðan af á norðurlöndunum í gegnum streymið.

Tóku 12 keppendur þátt í mótinu og þarf af voru þrjár meyjar og fjórir drengir (Youth) og þrjár stúlkur og tveir piltar (Junior). Þar af lentu 11 á verðlaunapalli. Bergrós Björnsdóttir lenti í 3. sæti í -64 kg flokki U17. Úlfhildur Unnarsdóttir lenti í 2. sæti í -71 kg flokki U17. Bjarki Breiðfjörð lenti í 1. sæti -73 kg flokki U17. Birgir Hilmarsson lenti í 3. sæti í -81 kg flokki U17. Brynjar Ari Magnússon lenti í 1. sæti -89 flokki U17. Kári Norbu Halldóruson lenti í 3. sæti í +102kg flokki U17. Kristín Dóra Sigurðardóttir lenti í 2. sæti í -71 kg flokki U20. Birta Líf Þórarinsdóttir lenti í 2. sæti í -76 kg flokki U20. Eygló Fanndal Sturludóttir lenti í 1. sæti í -76 kg flokki U20. Brynjar Logi Halldórsson lenti í 1. sæti í -81 kg flokki U20 og Símon Gestur Ragnarsson lenti í 1. sæti í -96 kg flokki U20

Úrlist mótsins er að finna á results.lsi.is

Þökkum við starfsmönnum mótsins kæralega fyrir sitt framlag og keppendum öllum fyrir frábært mót.

Símon Gestur Ragnarsson. 1. sæti -96 kg flokkur Junior. Ungmenni ársins U20 2020

Íslandsmet

Alls vou 32 íslandsmet sett á mótinu í U15, U17(Youth), U20(Junior) og U23 með 17 lyftum.

Erika Eik Antonsdóttir (f. 2003) var fyrsti keppandinn á svið. Hún Keppti í 59 kg flokki Youth (U17). Erika setti íslandsmet í 4 lyftum af þeim 6 sem hún tók sem endaði í 66 kg í snörun, 76 kg í jafnhendingu og 142 kg í samanlögðu. U17 met.

Bergrós Björnsdóttir (f. 2007) var yngsti keppandi mótsins, aðeins 13 ára gömul og keppti í -64 kg flokki Youth (U17). Bergrós setti íslandsmet í 4 lyftum af 6 sem hún tók sem endaði í 65 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 140 í samanlögðu. U17 og U15 met.

Úlfhildur Unnarsdóttir (f. 2005) keppti í -71 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 5 lyftum af þeim 6 sem hún tók sem endaði í 77 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 167 kg í samanlögðu. U15 met.

Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) keppti í -73 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 4 lyftum af þeim 6 sem hann tók sem endaði í 95 kg í snörun, 106 kg í jafnhendingu og 201 kg í samanlögðu. U17 met.

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) keppti í -89 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 3 lyftum. Þetta endaði í 118 kg í snörun og 130 kg í jafnhendingu. U17 met.

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti í -76 kg flokki Junior (U20) og setti 2 met með einni lyftu í U20 og U23 með 95 kg jafnhendingu og 169 kg í samanlögðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s