Lyftingafólk og Ungmenni ársins

Frá vinstri: Brynjar Ari Magnússon, Erika Eir Antonsdóttir, Bergrós Björnsdóttir, Bjarki Þórðarson, Arnór Gauti Haraldsson, Ingi Gunnar Ólafsson Yfir landsliðsþjálfari fyrir hönd Þuríðar Erlu Helgadóttur, Katla Björk Ketilsdóttir, Símon Gestur Ragnarsson og Magnús B. Þórðarson, Formaður LSÍ.

Verðlaun fyrir lyftingafólk og Ungmenni ársins voru gefin í dag eftir seinasta mótshluta Norðurlandamótsins.

Lyftingafólk ársins 2020

Arnór Gauti Haraldsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson.

Arnór Gauti Haraldsson (1998) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar í -89 kg flokki. 
Arnór náði hæstu Sinclair stigum ársins á Sumarmóti LSÍ þann 25. júlí síðastliðin með 350,8 stig er hann setti þrjú ný íslandsmet á mótinu í miklu einvígi við Daníel Róbertsson, Lyftingamann ársins 2019. Í jafnhendingu lyfti hann 159 kg, snörun 135 kg og þá 294 kg í samanlögðu. Arnór heldur nú 6 íslandsmetum. Þremur metum í -89 kg flokki senior og þremur metum í -89 kg flokki U23. Arnór tók þátt á sínu fyrsta móti 2014 og þá 16 ára á Haustmóti LSÍ sem haldið var Sporthúsinu í Kópavogi. Þá keppti Arnór í gamla -69 kg flokknum og náði 65 kg í snörun, reyndi við 85 kg í jafnhendingu en fékk ógilar allar 3 tilraunir. Arnór er nú orðinn fjórði stigahæsti lyftingamaður frá 1998 þegar þyngdarflokkum var breytt, aðeins 22 ára gamall og hlökkum við mikið til að sjá hvað framtíðinn ber í skauti sér fyrir hann. 

Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ og Arnór Gauti Haraldsson Lyftingamaður ársins 2020

Lyftingakona ársins

Þuríður Erla Helgadóttir (1991) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -59 kg flokki. Seinustu tvö ár hefur Þuríður einungis keppt á erlendum mótum fyrir hönd Íslands og stefnir á Ólympíuleikana í Tokyo 2021. Þuríður tók þátt á sínu fyrsta móti árið 2011 á fyrsta mótinu í Ólympískum lyftingum eftir endurvakningu Lyftingasambandsins 2010 og var ein kvenna á því móti og þá í -58 kg flokki sem var og hét. Setti hún þá íslandsmet í öllum lyftum sem endaði í 52 kg í snörun, 70 kg í jafnhendingu, 122 kg í saman lögðu og 174,3 Sinclair stigum. Síðan þá hefur Þuríður tekið þátt á 33 mótum í Ólympískum lyftingum samkvæmt results.lsi.is. Þuríður náði hæstu Sinclair stigum ársins 2020 á Roma World Cup sem var úrtökumót fyrir ólympíuleikana haldið í Róm þann 28. janúar með 249,9 stig. Þuríður er fremsta lyftingakona Íslands frá byrjun skráningar og heldur þremur Íslandsmetum í -59 kg flokki Senior með 87 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 189 kg í samanlögðu

Andri Stefánsson Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs. Arnór Gauti Haraldsson, Ingi Gunnar Ólafsson Yfir landsliðsþjálfari fyrir hönd Þuríðar Erlu Helgadóttur og Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ.

Ungmenni ársins 2020

Ungmenni ársins U20

Símon Gestur Ragnarsson á Sumarmóti LSÍ 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Símon Gestur Ragnarsson (2001) keppir fyrir hönd UMFSelfoss nú í -96 kg flokki, en hefur einnig keppt í -89 kg flokki fyrr á árinu. Símon hefur keppt í Ólympískum lyftingum síðan í febrúar 2019 er hann tók þátt á Íslandsmeistaramótinu það ár, en þá tók hann 95 kg í snörun, en féll á jafnhendingunni og skráðist því sjálfkrafa úr keppni. Í dag á Símon íslandsmetið í Snörun bæði í -89 kg flokki Junior (20 ára og yngri) með 119 kg og í -96 kg flokki Junior og U23 með 121 kg. Best á hann í dag 135 kg í jafnhendingu á móti. Má get þess að í dag 20. des varð Símon Gestur Norðurlandameistari í -96 kg flokki 20 ára og yngri. Besta mót Símons var á Íslandsmeistaramóti Unglinga í ár í -89 kg flokki. Þar setti hann íslandsmetið í snörun 119 kg og 132 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 292 sinclair stigum.

Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ og Símon Gestur Ragnarsson.
Katla Björk Ketilsdóttir á Sumarmóti LSÍ. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Katla Björk Ketilsdóttir (2000) keppir fyrir hönd Massa í Njarðvík í -64 kg flokki. Katla heldur engum metum í dag en hefur sett ein 84 íslandsmet á sínum ferli en hefur hún keppt í ólympískum lyftingum frá 2016. Best á Katla þyngdir frá Reykjavíkurleikum 2020 í janúar með 78 kg í snörun og 91 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 222,35 Sinclair stigum en var það hennar fyrsta mót í heilt ár. Fyrir utan það að vera stiga hæst unglinga 2020 er Katla fjórða stigahæsta konan 2020.

Magnús B. Þórðarson og Katla Björk Ketilsdóttir

Ungmenni ársins U17

Brynjar Ari Magnússon á NM Unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Brynjar Ari Magnússon (2004) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur í -89 kg flokki. Brynjar heldur nú 12 Íslandsmetum og þá í U15 og U17 í -81 kg flokki og -89 kg flokki en hefur sett önnur 46 met. Brynjar hefur keppt í Ólympískum lyftingum frá árinu 2016 þá aðeins á tólfta aldursári og þá í -69 kg flokki. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á hans fyrsta móti tók Brynjar 50 kg í snörun og 55 kg í jafnhendingu með þá 105 kg í samanlögðu og 144,4 Sinclair stig. Brynjar tók sitt allra besta mót á NM Unglinga 19. desember síðastliðin, þá með 118 kg í snörun, 130 kg í jafnhendingu (en best á hann 135 kg) og 248 kg í samanlögðu og þá með 294,9 Sinclair stig.

Feðgarnir Magnús B. Þórðarson og Brynjar Ari Magnússon
Erika Eik Antonsdóttir á NM unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Erika Eik Antonsdóttir (2003) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -59 kg flokki. Erika hefur aðeins keppt á þremur mótum síðan 2018 en heldur samt 6 metum í -59 kg flokki, þá í U15 og Youth (U17) og hefur sett önnur 6 met. Besta mót Eriku til þessa var á NM Unglinga 2020. Þar tók hún 66 kg í snörun, 76 kg í jafnhendingu og 142 í samanlögðu. Þetta skilaði henni 196,69 Sinclair stigum.

Ungmenni ársins U15

Magnús B. Þórðarson, Bjarki Þórðarson og Maríanna Ástmarsdóttir

Bjarki Þórðarson (2006) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -96 kg flokki. Bjarki tók fyrst þátt á Jólamóti LSÍ 2019 þá á þrettánda aldursári. Bjarki heldur þremur íslandsmetum í -96 kg flokki U15 með 56 kg í snörun, 77 kg í jafnhendingu og 133 kg í samanlögðu með 153,96 Sinclair stig. Þessar tölur setti hann á öðru móti sínu á Íslandsmeistaramóti LSÍ í febrúar síðastliðin.

Bergrós Björnsdóttir á NM Unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Björnsson.

Bergrós Björnsdóttir (2007) keppir fyrir hönd UMFSelfoss í -64 kg flokki. Bergrós tók þátt á sínu fyrsta móti á Jólamóti LSÍ 2019, þá á sínu tólfta aldursári. Bergrós heldur nú 5 Íslandsmetum í U15 og Youth (U17) en þau met setti hún á NM Unglinga 2020, en hefur einnig sett önnur 8 met. Best á hún 65 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu, 140 kg í samanlögðu og 182,6 Sinclair stig. Þessar tölur setti hún á NM Unglinga 2020 og má geta þess að þessi 13 ára mær snaraði 1,5 kg yfir eigin líkamsþyngd.

Magnús B. Þórðarsong og Bergrós Björnsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s