Þrjár Evrópumeistarar
Sunnudaginn 20. desember komu loks lokatölur úr streymismóti EM Öldunga sem var haldið í seinasta mánuði. Þrjár íslenskar dömur tóku þátt á mótinu. Þær Hrund Scheving í M40 -76 kg flokki, Alma Hrönn Káradóttir í M35 -71 kg flokki og Helga Hlín Hákonardóttir í M45 -59 kg flokki. Vegna eðli mótsins þurftu keppendur að fylgja mikilum ákvæðum um uppsetningu, vigtun og lyfta síðan innan viss tímaramma. Auðvitað skáru dömurnar okkar fram úr á mótinu og allar urðu þær Evrópumeistarar í sínum þyngdar og aldurflokkum.
Geri aðrir betur!
TIL HAMINGJU DÖMUR!
ÞETTA ER FRÁBÆR ÁRANGUR!

Alma Hrönn Káradóttir keppti í M35 ára í -71 kg flokki. Þegar Alma er ekki að keppa fyrir hönd Íslands þá keppir hún fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs. Alma byrjaði að keppa í Ólympískum Lyftingum á Jólamóti LSÍ 2018 og heldur öllum þremur metum í M35 -71 kg flokki og hefur sett önnur 14 met. Á EM Masters náði Alma fyrsta sætinu með 75 kg í snörun, 98 kg í jafnhendingu, sem er jöfnun á eigin íslandsmeti og 173 kg í samanlögðu. Þetta skilaði henni 218 Sinclair stigum. Best á Alma 77 kg í snörun á móti og 174 kg í samanlögðu.

Hrund Scheving keppti í M40 ára í -76 kg flokki. Hrund keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs þegar hún er ekki að keppa fyrir hönd föðurlandsins. Hrund keppti fyrst í Ólympískum lyftingum árið 2013 sem haldið var í Ármanni. Árið 2018 keppir Hrund á HM Masters og verður heimsmeistari í M40 í 69 kg flokki sem þá var og hét. Eftir NM Senior 2018 í september slítur Hrund hásin og keppir ekki vegna meiðslanna í rúmt ár en kemur til baka á jólamóti LSÍ 2019. Hrund lætur ekkert stoppa sig og er því mikil fyrirmynd.
Á EM Masters Virtual tók Hrund 72 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu, 162 í samanlögðu og 197,5 Sinclair stig.

Helga Hlín Hákonardóttir keppir í M45 í -59 kg flokki. Þetta streymismót var aðeins annað mót sem Helga tekur þátt í en samt sem áður heldur Helga 9 íslandsmetum í sínum þyngdarflokki í þremur öldungaflokkum og hefur sett önnur 24. Á steymismóti EM Öldunga tók Helga 52 kg í snörun, 60 kg í jafnhendingu og þá með 112 kg í samanlögðu en gaf þetta henni 155,3 Sinclair stig. Til gaman má geta þess að Helga er móðir Úlfhildar Unnarsdóttir sem tók þátt á NM Unglinga um seinstu helgi og lenti þar í öðru sæti í -71 kg flokki U17 með íslandsmetið á eftir öðru aðeins 15 ára gömul.