RIG 2021 Úrslit

Reykjavíkurleikar 2021 voru haldnir með ágætum í dag. Keppni kvenna hófst kl. 9:00 og var yfirferð mun fljótari en gert var ráð fyrir. Var þetta vegna fækkun keppenda á mótinu vegna meiðsla en aðeins tóku 7 konur þátt á RIG þetta árið af 10 og 8 karlar af 10. Þetta gerði það að verkum að mótshluti LSÍ var lauk 40 mínútum fyrir áætlun.

Viljum við þakka starfsfólki mótsins kærlega fyrir alla vinnu. Þið eruð yndisleg, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Konur

 1. sæti Birna Aradóttir með 218,66 Sinclair stig.
 2. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir með 217,01 Sinclair stig.
  Eygló var að taka þátt á sínum fyrstu Reykjavíkuleikum og er nú orðin 6 stigahæsta kona 2020-2021 og bætti Junior metið -71 kg flokki kvenna í jafnhendingu um 3 kg og tók því
  100 kg í jafnhendingu.
 3. sæti Alma Hrönn Káradóttir með 212,29 Sinclair stig.
Hriklaleg stemning myndaðist í salnum þegar Hrund Sceving, fyrrum heimsmeistari í öldungaflokki reyndi við 95 kg í jafnhendingu. Hrund á best 96 kg í jafnhendingu sem hún tók 2018 rétt áður en hún sleit hásin. Hlökkum við mikið til að sjá hvað í henni býr á Íslandsmeistaramótinu 20. mars næstkomandi.

Karlar

 1. sæti Arnór Gauti Haraldsson með 346,01 Sinclair stig.
 2. sæti Einar Ingi Jónsson með 330,40 Sinclair stig.
 3. sæti Birkir Örn Jónsson með 326,69 Sinclair stig.
  Birkir bætti sinn persónulega árangur í snörun á móti með 121 kg í -89 kg flokki.
Mynd: Emil Ragnar Ægisson. Mikil spenna lá í loftinu þegar þeir Emil Ragnar og Arnór Gauti, sem báðir eru í -89 kg flokki reyndu við 160 kg í jafnhendingu sem hefði þá orðið nýtt íslandsmeit í -89 kg flokki en fór þó ekki upp hjá hvorugum. Hvað verður þó um metið á Íslandsmeistaramótinu 20. mars?
Emil bætti þó árangur sinn á móti bæði í jafnhendingu með 152 kg.
Brynjar Logi Halldórrsson var yngsti keppandi mótsins, fæddur 2002. Brynjar sýndi mikil tilþrif á mótinu þegar hann setti nýtt íslandsmet í -81 kg flokki junior (U20) með 114 kg í snörun. Með lyftunni bætti hann eigið með um 9 kg frá því á Norðurlandamótinu í desember síðastliðinn. Brynjar bætti einnig sitt persónulega met í jafnhendingu á móti, með 125 kg en átti hann áður 120. Bætti hann samanlagða árangur sinn um 14 kg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s