Evrópumeistaramót Senior 2021

Nú hefur seinasti mótshluti íslendinga átt sér stað á Evrópumeistaramóti Senior 2021 í Rússlandi sem haldið er 3-11. apríl og því nokkrir dagar eftir á mótinu. Fóru fjórir keppendur á mótið, þau Þuríður Erla Helgadóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson með Hrund Scheving fyrrum heimsmeistara öldunga sem þjálfara.
Til hamingju með frábært mót kæru keppendur og þökkum við Hrund Scheving sérstaklega vel fyrir allt utan umhald, stuðning og hjálpsemi.
Þið getið séð úrslit íslensku keppandana á results.lsi.is eða allra keppenda HÉR

Þuríður Erla Helgadóttir

f.v. Hrund Scheving, Þuríður Erla Helgadóttir og Einar Ingi Jónsson

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í 59kg flokki kvenna á EM í B hópi 5. apríl. Þuríður er fremsta lyftingakona landsins og kláraði mótshluta sinn með 262,2 Sinclair stig, 83 kg í snörun, með nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 108 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 191 kg en var þetta næst besti samanlagði árangur sem Þuríður hefur náð á sínum ferli frá 2011 en best hefur hún þó náð 194 kg á heimsmeistaramóti Senior 2017 og endaði þar í 10. sæti en var það fyrir þyngarflokkabreytingar innan alþjóðasambandsins 2018. EM 2021 var fjórða Evrópumeistaramótið sem Þuríður keppti á og skilaði hún sínum besta árangri hingað til á Evrópumeistaramóti og náði 10. sæti en náði hún 14. sæti árið 2019, 13. sæti árið 2017 og 14. sæti árið 2016. Þau 262,2 Sinclair stig sem Þuríður náði núna á EM 2021 er næst hæsta Sinclair stigatala sem Þuríður hefur náð á sínum ferli og næst hæsta Sinclair stigatala sem Íslensk kona hefur náð í lyftingum en á hún þó einnig þá hæstu. Þuríður er búin að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) tók þátt í fyrsta sinn á Evrópumeistaramóti 6.apríl síðast liðin í 64 kg flokki kvenna og náði þar 235,3 Sinclair stigum með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu og lenti í 17. sæti. Amalía ein af fremstu lyftingakonum landins með 235,97 Sinclair stig undir sínu belti sem hún tók á Haustmóti LSÍ 2020. Amalía meiddist í úlnlið í vetur og talaði um að hún hafði haft erfitt með snörun eftir meiðslin en þó var árangurinn á EM hennar næst besti árangur á móti og aðeins 0,67 Sinclair stigum frá hennar besta árangri.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppti í 73 kg flokki karla 6. apríl síðastliðin og endaði með 114 kg í Snörun, 145 kg í jafnhendingu, 259 kg í samanlögðu og 333,5 Sinclair stig og lenti í 16. sæti. EM 2021 var þriðja Evrópumeistaramótið sem Einar keppti á en er hann einnig búinn að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.
Þú getur horft á mótshluta Einars Inga HÉR

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson (f. 1991) tók þátt á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti 8. apríl í 89 kg flokki karla. Þar náði hann 125 kg í snörun en því miður náði hann ekki gildir jafnhendingu og féll því úr keppni. Eins og það er alltaf jafn leiðinlegt að hrasa á mótum og þá sérstaklega stórmótum þá skilgreinir það okkur ekki þegar við hrösum heldur hvort við stöndum upp aftur. Daníel á mikið inni og hlökkum við til að sjá hvert hann nær í framtíðinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s