
Nokkrar breytingar hafa orðið á mótum á Mótaskrá LSÍ 2021
Dagsettningar Norðurlandamóta Youth/Junior og Senior komu inn og þurfti því að færa Jólamót LSÍ fyrr í mánuðinn og á dagsettningu sem hentaði mótshaldara. Sett var dagsetning fyrir Íslandsmeistaramót Unglinga sem verður 23.október og ætla þau í Lyftingafélagi Reykjavíkur að halda mótið.
Lágmörk á erlend mót eru að finna undir flipanum „Lög og reglugerðir“ og þar undir „Lágmörk“.
Minnum á að Mótaskrá getur breyst fyrirvaralaust og þá sérstaklega vegna COVID. Hætt var við mörg mót erlendis í fyrra og þurfum við að vera viðbúin því einnig á þessu ári.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna vegna mótanna á lsi@lsi.is