Sumarmót LSÍ á Selfossi

Sumarmót Lyftingarsambands Íslands var haldið þetta árið af Lyftingadeild UMFSelfoss í húsnæði Crossfit Selfoss að Eyrarvegi 33, 26. júní. Mótið hófst kl:10:00 á laugardag og stóð til 17:30. Miklar þakkir til starfsmanna mótsins fyrir vel unnin störf sem og þeim sem hlupu í skarðið með mjög litlum fyrirvara, samstaðan gerði mótið gerlegt.
Keppendur mótsins stóðu sig með ágætum og óskum við þeim innilega til hamingju með frábært mót. Þó nokkrir náðu lágmörkum á mót erlendis á árinu og óskum við þeim innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.

SJÁ HEILDAR ÚRSLIT HÉR

Kvennaflokkur

Frá v. Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir og Íris Rut Jónsdóttir

Í 3. sæti með 226,1 Sinclair stig var Íris Rut Jónsdóttir frá UMFN Massa. Íris vigtaðist í 64 kg flokk kvenna kláraði mótið með 72 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og þá 172 kg í samanlögðu. Bætti Íris sig um 1 kg í snörun og 6 kg í jafnhendingu á móti.

Í 2. sæti með 228,1 Sinclair stig var Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir frá Lyftingafélagi Hengli. Stella vigtaðist í 59 kg flokk kvenna og kláraði mótið með 77 kg í snörun og 87 kg í jafnhendingu og þá 164 kg í samanlögðu. Bætti Stella sig um 4 kg í snörun.

Í 1. sæti með 233,5 Sinclair stig var Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar. Amalía vigtaðist í 64 kg flokk kvenna og kláraði mótið með 75 kg í snörun og 103 kg í jafnhendingu. Bætti Amalía sitt eigið Íslandsmet í -64 kg flokki kvenna í jafnhendingu um 2 kg með seinustu lyftu sinni í jafnhendingu sem er þá núna 103 kg.

Anna Guðrún Halldórsdóttir setti 24 íslandsmet í Öldungaflokkum 35-50 ára í -81 kg flokkum kvenna sem endaði í 56 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 131 í samanlögðu.

Karlaflokkur

Frá v. Bjarki Breiðfjörð Björnsson, Brynjar Logi Halldórsson og Gerald Brimir Einarsson

Í 3.sæti með 277,7 Sinclair stig var Bjarki Breiðfjörð Björnsson frá UMFSelfoss. Bjarki vigtaðist inn í 73 kg flokk karla og kláraði mótið með 100 kg í snörun sem var nýtt junior íslandsmet (U20) og 115 kg í jafnhendingu og þá 215 kg í samanlögðu. Bjarki bætti sig um 5 kg í snörun á móti, 9 kg í jafnhendingu og 14 kg í samanlögðu.

Í 2. sæti með 305 Sinclair stig var Gerald Brimir Einarsson frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Gerald vigtaðist inn í 89 kg flokk karla og kláraði mótið með 113 kg í snörun, 143 kg í jafnhendingu og því 256 kg í samanlögðu. Var þetta annað mót Geralds en keppti hann seinast á Sumarmótinu 2019. Hækkaði hann sig um 19 kg í snörun, 15 kg í jafnhendingu og 36 kg í samanlögðu.

Í 1. sæti með 324,2 Sinclair stig var Brynjar Logi Halldórsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Brynjar vigtaðist inn í 81 kg flokk karla og setti íslandsmet í hverri þeirri lyftu sem hann fékk gilda sem endaði í 122 kg í snörun, sem var junior, U23 og senior íslandsmet, hann tók 138 kg í jafnhendingu en með því hreppti hann 260 kg í samanlögðu sem var nýtt junior íslandsmet í samanlögðu í 81 kg flokki pilta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s