Evrópumeistaramót U15 og Youth

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Mynd: Unnar Helgason

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti á Evrópumeistaramóti Youth á dögunum og þá á hennar fyrsta stórmóti. Úlfhildur hafnaði í 6. sæti í -71 kg flokki meyja með 75 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu sem er einungis 3 kg frá hennar besta árangri á móti en á hún 168 kg í samanlögðu eftir Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn.
Óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæran árangur og hlökkum við mikið til að fylgjast með henni á komandi mánuðum.

Þið getið horft á mótshluta Úlfhildar HÉR

Næst á dagskrá hjá Úlfhildi er að æfa fyrir Heimsmeistaramót Youth (U17) í Sádí Arabíu en þar eru frekar ólíkar aðstæður en hér á norðurslóðum þar sem hitinn er í kringum 37 gráðurnar og fer sjaldnast niður fyrir 24 gráður. Munu tveir keppendur fara fyrir Íslands hönd en með Úlfhildi fer Brynjar Ari Magnússon en keppir hann í -89 kg flokki drengja.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s