Haustmót LSÍ 2021 – Úrslit

Emil Ragnar Ægisson með 130 kg í snörun. Bætti hann snörun sína um 15 kg frá seinasta móti.

Haustmót Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið að þessu sinni af Lyftingafélagi Garðabæjar (LFG) í húsnæði Crossfit XY að Miðhrauni 2 í Garðabæ 18. september.
Mótið gekk vonum framar þar sem keppendur jafnt og starfsmenn stóðu sig með mestu prýði. Framúrskarandi árangur keppenda skiluðu sér í 67 íslandsmetum sem voru sett í unglinga-, öldunga- og fullorðinsflokki. Jafnframt voru margir keppendur að bæta sinn persónulega árangur og óskum við öllum til hamingju með vel heppnað mót. Næsta mót verður 23. október haldið af Lyfingafélagi Reykjavíkur sem er Íslandsmeistaramót unglinga og verður haldið í húsnæði crossfit Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Sjá helstu úrslit hér fyrir neðan en öll úrslit mótsins
eru að finna HÉR

Kvennaflokkur

Guðbjörg Valdirmarsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Íris Rut Jónsdóttir
 1. sæti
  Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f. 1984) frá Lyftingafélagi Garðabæjar með 238,6 Sinclair stig. Hjördís keppti í -71 kg flokki kvenna og lyfti 80 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og því 185 kg í samanlögðu. Aðeins vantaði 1 kg uppá að taka Senior íslandsmetið í jafnhendingu. Hún setti íslandsmet í öldungaflokki (Masters 35) í þremur lyftum. Hjördís reyndi einnig við 110 kg í jafnhendingu sem tókst ekki en sú lyfta gefði henni 190 kg í samanlögðum árangri. Aðeins sjö aðrar íslenskar konur hafa náð 190kg af samanlögðum árangri eða meira á lyfingarmóti. Hjördís var að keppa í fyrsta skipti síðan 2016 með stórkostlegum árangri og verður gaman að fylgjast með henni á komandi mótum. Þessi árangur er næst stigahæsti árangur síðustu tveggja ára og sjötti stiga hæsti árangur sem íslensk kona hefur náð frá byrjun skráninga. Til hamingju Hjördís!
 2. sæti
  Íris Rut Jónsdóttir (f. 1991) frá Massa (UMFN) með 226,2 Sinclair stig. Íris keppti í -64 kg flokki kvenna og lyfti 73 kg í snörun sem er bæting um 1 kg og 100 kg í jafnhendingu sem náði henni 173 kg í samanlögðum árangri sem er besti árangur sem Íris hefur náð á lyftingarmóti. Til hamingju Íris!
 3. sæti
  Guðbjörg Valdimarsdóttir (f. 1996) frá Hengli með 212,4 Sinclair stig. Var þetta þriðja mót Guðbjargar en keppti hún í -76 kg flokki kvenna og tók 76 kg í snörun og 100 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 176 kg í samanlögðum árangri. Bætti Guðbjörg samanlagðan árangur sinn um 20 kg frá því á Íslandsmeistaramóti Senior í mars síðastliðinn. Til hamingju Guðbjörg!

Karlaflokkur

Gerald Brimir Einarsson, Emil Ragnar Ægisson og Brynjar Logi Halldórsson
 1. sæti
  Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá Massa (UMFN) með 338,8 Sinclair stig. Emil keppti í -89kg flokki karla og náði 130 kg í snörun og 160 kg í jafnhendingu sem gaf honum samanlagt 290 kg í samalögðum árangri sem er 23 kg bæting frá árangri frá því á Reykjavíkurleikunum í janúar 2021. Með þessum árangri setti Emil íslandsmet í jafnhendingu í senior flokki og bætti sitt persónulega met í snörun um 15kg. Þessi árangur Emils setur hann í áttunda stigahæsta karl frá árinu 1998. Til hamingju Emil!
 2. sæti
  Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR með 315,3 Sinclair stig. Brynjar keppir vanalega í -81kg flokki en keppti að þessu sinni í -89 kg flokki karla en hann mældist 81.4kg en bætti þrátt fyrir sitt persónulega met í jafnhendingu um 2 kg. Hann setti íslandsmet í snörun í -89 kg flokki pilta (U20) með 120 kg. Til hamingju Brynjar. í næstu viku mun Brynjar fljúga til Finnlands með tveimur öðrum keppendum að taka þátt á Evrópumeistaramóti Junior (U20) og U23 og óskum við honum alls hins besta.
 3. sæti
  Gerald Brimir Einarsson (f. 1998) frá LFG með 307,9 Sinclair stig. Gerald keppti í -89 kg flokki karla og var þetta þriðja mót Geralds en lyfti hann 110 kg í snörun og 146 kg í jafnhendingu sem gera 256 kg í samanlögðum árangri. Jafnaði Gerald samanlagðan árangur sinn frá seinasta móti en hækkaði Sinclair stiga töluna sína um 2,9 stig. Til hamingju Gerald!

Íslandsmet

Senior met

Emil Ragnar Ægisson

Margur man seinast í janúar þegar mikil barátta lá á milli Emils og Arnórs Gauta að ná 160 kg í jafnhendingu á Reykjavíkurleikunum en þá hafði hvorugur lyftuna. En var það þó hann Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá UMFN-Massa sem setti íslandsmetið í -89kg flokki karla með 160 kg í jafnhendingu í dag. Til hamingju með árangurinn Emil!

U23

Erika M. Jónsdóttir

Erika M. Jónsdóttir (f. 1999) frá Hengli kom sterk inn eftir 4 ára keppnispásu og gerði sér lítið fyrir og setti 3 íslandsmet á mótinu í -87 kg flokki kvenna í U23 með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu. Til hamingju með þetta Erika!

Indíana Lind Gylfadóttir

Indíana Lind Gylfadóttir (f. 2000) frá LFG bætti snörunina sína um 5 kg síðan á ÍM í mars síðastliðinn og hreppti íslandsmet í leiðinni með 79 kg í snörun í +87kg flokki kvenna. Til hamingju Indíana!

Junior (U20) met

Bjarki Breiðfjörð Björnsson

Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) frá UMFSelfoss setti nýtt met í snörun í 73 kg flokki pilta með 102 kg. Reyndi hann einnig við annað íslandsmet í U20 þá 120 kg í jafnhendingu en hafði ekki, það munum við vonandi sjá fara upp á næsta móti. Til hamingju Bjarki!

Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR setti nýtt met í -89kg flokki pilta með 120 kg í snörun. Til hamingju Brynjar!

U15 met

Bergrós Björnsdóttir

Bergrós Björnsdóttir (f. 2007) frá UMFSelfoss setti met í 71 kg flokki meyja með 91 kg í jafnhendingu 14 ára gömul. Bætti Bergrós samanlagðan árangur sinn á móti um 26 kg með 75 kg í snörun og 91 kg í jafnhendingu og þá 166 kg í samanlögðum árangri en keppti hún seinast á Norðurlandamóti Youth og Junior í desember í fyrra í -64 kg flokki.
Til hamingju með þennan frábæra árangur Bergrós!

Öldungamet

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f.1984) frá LFG setti fimm met í 71 kg flokki Masters 35 sem endaði í 80 í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 185 kg í samanlögðum árangri.
Til hamingju með Hjördís og velkomin aftur á pallinn!

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson (f. 1946) frá LFM var aðal stjarna dagsins en keppti hann í -102 kg flokki karla í Masters 75. Setti Guðmundur íslandsmet í öllum þeim lyftum sem hann náði sem endaði í 67 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu og 163 kg í samanlögðum árangri. Guðmundur setti í raun 54 íslandsmet í gær í Masters 35-75 og tvíbætti heimsmet í jafnhendingu í Masters 75 og reyndi við heimsmetið í snörun í Masters 75. Fær hann metið sitt þó ekki gillt sem heimsmet nema á vissum mótum og því spurning hvort Guðmundur slái til og fari á Heimsmeistaramót Masters á næsta ári og sigri með stæl. Til hamingu Guðmundur, þú ert algjörlega einstakur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s