Heimsmeistaramót Youth (U17) í Sádí Arabíu

f.v. Helga Hlín Hákonardóttir, Úlfhildur Arna Unnarsdóttir, Brynjar Ari Magnússon, Sigurður Darri Rafnsson og Magnús B. Þórðarson, mynd tekin í Jeddah í Sádí Arabíu.

Nú liggur leið lyftingamanna landsins aftur yfir landssteinana alla leið til Jeddah í Sádí Arabíu. Þar munu þau Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Brynjar Ari Magnússon fá að spreyta sig, bæði á sínu fyrsta heimsmeistaramóti erlendis. Auðvitað er flott fylgdarlið með í för en það eru þau Magnús B. Þórðarsson Formaður LSÍ og faðir Brynjars, Helga Hlín Hákonardóttir keppandi og móðir Úlfhildar og er það svo unglingalandsliðsþjálfarinn sjálfur hann Sigurður Darri Rafnsson sem rekur lestina. Óskum við þeim velgengis á mótinu!
Áfram Ísland!

Streymt verður keppninni af Facebook síðu Alþjóðalyftingasambandsins (International Weightlifting Federation – IWF) HÉR

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

keppir í 71 kg flokki í B hóp 9. október kl: 7:00 á íslenskum tíma

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir í botnstöðu í snörun er hún keppti á EM Youth í Póllandi í ágúst síðastliðin

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) hefur keppt í lyftingum frá 12 ára aldri eða síðan 2017 er hún tók þátt í fyrsta sinn á móti á Íslandsmeistaramóti Unglinga en keppti hún þá í 53 kg flokki meyja. Það mót náði Úlfhildur 29 kg í snörun og 44 kg í jafnhendingu og þá með 73 kg í samanlögðum árangri. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en í dag keppir Úlfhildur í 71 kg flokki og á best 80 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 168 kg í samanlögðum árangi. Úlfhildur á hæstu Sinclairstiga tölu í U15 sem skráðst hefur og þriðju hæstu Sinclairstiga tölu í U17 með 210,62 stig. Ekki veit pistlaskrifandi hversu hátt Úlfhildur ætlar á mótinu en telur þó möguleika á því að Úlfhildur taki íslandsmetið í snörun sem Úlfhildur hefur nú þegar jafnað á móti með 80 kg og jafnvel pæling hversu hátt hún nær upp í íslandsmetið í jafnhendingu sem 97 kg í dag eða íslandsmetið í samanlögðum árangri sem er 177 kg. Úlfhildur heldur nú 2 íslandsmetum en hefur sett önnur 24 met á ferlinum.

Brynjar Ari Magnússon

keppir í 89 kg flokki í A hóp þann 9. október kl: 13:00 á íslenskum tíma

Brynjar Ari Magnússon í miðju jarki á Íslandsmeistaramóti Unglinga 2020

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) hefur einnig keppt í lyftingum frá 12 ára aldri eða síðan 2016 þegar hann tók þátt í Íslandsmeistaramóti Unglinga sem haldið var af Lyftingafélagi Hafnarfjarðar sem var og hét. Þá tók Brynjar þátt í 69 kg flokki drengja og náði 50 kg í snörun, 55 kg í jafnhendingu og þá með 105 kg í samanlögðum árangri. Í dag keppir Brynjar í 89 kg flokki drengja og á best 118 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og 248 kg í samanlögðum árangri. Pislta skrifandi veit ekki hversu hátt Brynjar stefnir á mótinu en hefur Brynjar ekki keppt í lyftingum síðan í desember 2020 og því pæling hvort hann reyni við snörunar íslandsmetið í Junior flokki þar sem hann á öll þeirra í Youth nú þegar og er aðeins 3 kg frá því að taka metið í Junior en svo er mál með vexti að Brynjar heldur öllum íslandsmetum í 81 kg flokki og 89 kg flokki í U15 og Youth (U17) eða 12 íslandsmetum og hefur sett önnur 46 met. Einnig á Brynjar hæstu Sinclair stigatöluna í U15 með 288,59 stig og hæstu í Youth (U17) með 294,94 stig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s