Brynjar Ari Magnússon á HM U17

Brynjar Ari Magnússon með 110 kg í snörun á HM í Jeddah, Sádí Arabíu

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) keppti í A hóp í 89 kg flokki drengja á Heimsmeistaramóti Youth (U17) í Sádí Arabíu klukkan 13:00 í gærdag. Brynjar opnaði snörunina með eldsnöggum 110 kg sem flugu hratt og örugglega upp. Í næstu snörun hoppaði hann upp um 5 kg og tók 115 kg með full miklum krafti og missti stöngina aftur fyrir sig. Í þriðju og loka snöruninni hoppaði hann upp um önnur 5 kg og þá með 120 kg á stönginni, sem hefði verið jöfnun á junior íslandsmeti í hans flokki (U20). Brynjar náði að halda þyngdinni í botnsstöðu en missir stöðuleikan á leiðinni upp, gengur nokkur skref fram og missir hana aftur fyrir sig. Í fyrstu jafnhendingu opnaði hann í 130 kg en var það 5 kg frá hans besta árangri í jafnhendingu hingað til á móti. Í annari lyftunni hoppaði hann frekar hátt stökk um 10 kg uppí 140 kg. Þar náði hann cleaninu frekar vel en náði ekki alveg undir þyngdina í jerkinu sem hefði endað í press out á olnboga og henti því stönginni frá sér. Í þriðju tilraun í jafnhendingu náði hann cleaninu aftur mjög vel og nær undir stöngina með beina olnboga í jafnhendingunni en hittir ekki alveg á réttan stað undir stöngina og fellur hún aftur fyrir. Þessi árangur gaf Brynjari 110 kg í snörun, 130 kg í jafnhendingu og 240 kg í samanlögðu, vigtaðist hann sem 86.55 kg sem skilaði sér í 282,55 sinclair stigum sem var aðeins undir þeim árangri sem hann lagði upp með að ná á mótinu en allt er þetta lærdómur fyrir ungan lyftara og óskum við honum til hamingju með mótið. Brynjar Ari Magnússon á mikið eftir inni og hlökkum til að sjá hvað hann nær á Norðurlandamótinu í Noregi í næsta mánuði.

Þið getið horft á mótshluta Brynjars HÉR

Brynjar Ari að hita upp fyrir snörun á upphitunarsvæði HM

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s