Úlfhildur Arna Unnarsdóttir á HM U17

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 77 kg í snörun á HM U17 í Sádí Arabíu

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) átti stórkostlegan dag á Heimsmeitaramóti Youth (U17) í Jeddah í Sádí Arabíu kl: 7:00 í gær morgun á íslenskum tíma. Úlfhildur keppti í 71 kg flokki meyja og fékk allar sínar lyftur gildar sem er gífurlegur árangur útaf fyrir sig á stórmóti en náði Úlfhildur íslandsmeti í snörun með 81 kg sem var þyngsta snörunin í hennar hóp en einnig setti hún 96 kg í jafnhendingu sem er aðeins 1 kg frá núverandi íslandsmeti en með því jafnaði hún íslandsmetið í samanlögðum árangri með 177 kg og hafnaði í 9.sæti á mótinu. Úlfhildur vigtaðist inn í 71 kg flokk sem 70,55 kg og náði því 217,53 Sinclair stigum en hefur þá hækkað hæsta stiga árangur sinn um 6,91 stig. Þetta þýðir einnig að Úlfhildur hefur núna 15 mánuði til þess að bæta sig um 2,6 stig til þess að ná hæstu sinclair stiga tölu sem skráðst hefur í U17 kvenna á íslandi en í dag stendur talan í 220,05 stigum. Til þess að ná þeim árangri, ef Úlfhildur væri þyngdst í sínum þyngdarflokki og þá 71 kg, þá þyrfti hún að ná 180 kg í samanlögðum árangri en væri það bæting um ein lítil 3 kg og því pæling hvort Úlfhildur nái því á Norðurlandamóti Unglinga í næsta mánuði. Til hamingju með árangurinn Úlfhildur!

Þú getur horft á mótshluta Úlfhildar HÉR

Fylgið Úlfhildi á Instagram HÉR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s