Smáþjóðleikar í San Marino 16. október

f.v. Ingi Gunnar Ólafsson, Einar Ingi Jónsson, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Daníel Róbertsson og Árni Rúnar Baldursson

Þá lagði landslið Íslands aftur af stað yfir landssteinana alla leið til San Marino sem er smáríki inní miðri Ítalíu. Flestir okkar keppenda flugu til Bologna í Ítalíu og tóku bílaleigubíl þaðan til San Marino en Árni Rúnar Baldursson var staddur í Martin í Slóvakíu og ákvað að keyra bara alla leiðina, tók ferðalagið hann hálfan sólahring. Frá Íslandi fóru keppendurnir Eygló Fanndal Sturludóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson. En er það landsliðsþjálfarinn sjálfur Ingi Gunnar Ólafsson sem rekur lestina.
Keppnin í Ólympískum lyftingum á smáþjóðleikunum sem haldin er ár hvert er Sinclair stiga liðakeppni sem þýðir að samanlögð sinclairstigatala hvers lands ákvarðar um hvar á pallinum landið lendir. Einnig eru gefin verðlaun fyrir hæstu sinclairstig í karla og kvennaflokki. Óskum við þeim öllum velgengnis á mótinu!

Þið getið fylgst með mótinu á Instagrami okkar HÉR

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) keppir í 64 kg flokki kvenna og á hún en séns á að vinna sér inn lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember. Amalía á best 80 kg í snörun, 103 kg í jafnhendingu og 181 kg í samanlögðum árangri á móti. Hún heldur nú 2 íslandsmetum en hefur sett önnur 9 á ferlinum og verður forvitnilegt að vita hversu hátt hún stefnir á mótinu en sagði hún sjálf frá á Instagram aðgangi sínum að markmiðin væru há! Fylgist með lyftunum á instagrami LSÍ.

Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló Fanndal Sturludóttir á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í september 2021

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppir í 71 kg flokki kvenna. Eygló hefur nú þegar náð B lágmörkum á heimsmeistaramót senior í desember sem hún náði á EM Junior í seinasta mánuði með 197kg í samanlögðum árangri sem er næst hæsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur sett á móti. Vantar henni einungis 5 kg til að toppa hæsta árangurinn sem Sara Sigmundsdóttir setti árið 2017 en voru það ekki meira né minna en 201kg í samanlögðu!

Árni Rúnar Baldursson

Árni Rúnar Baldursson á Norðurlandamóti Senior 2020

Árni Rúnar Baldursson (f. 1995) keppir í 73 kg flokki karla. Árni á best 117 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 260 kg í samanlögðum árangri og heldur hann íslandsmeti í snörun með 117 kg en hefur sett önnur 6 met. Árni hefur verið ótrúlega duglegur að æfa í Martin í Slóvakíu seinustu vikur og keppt þar í landi. Forvitnilegt verður að sjá hvort breyttar aðstæður gefi á pallinum á Smáþjóðleikunum.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson á upphitnarsvæði Evrópumeistaramóts Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppir í 73 kg flokki karla. Einar heldur 7 íslandsmetum en hefur sett önnur 135 metum í gegnum tíðina. Best á hann 123 kg í snörun, 152 kg jafnhendingu og 273 kg í samanlögðum árangri en var það fyrir þyngdarflokka breytingarnar 2018. Á árinu hefur Einar tekið 114 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 259 kg í samanlögðum árangri. Liggja nú íslandsmetin í 117 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu og 266 kg í samanlögðum árangri og pæling hvort Einar reyni við metin á mótinu.

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson á upphitunarsvæðinu á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Daníel Róbertsson (f. 1991) á best 132 kg í snörun, 158 kg í jafnhendingu og 290 kg í samanlögðum árangri í 89 kg flokki karla. Daníel hefur sett 8 íslandsmet í gegnum tíðina og hefur einnig verið kjörin lyftingamaður ársins. Á Smáþjóðleikunum keppir Daníel þó í 81 kg flokki karla en er það í annað sinn sem Daníel keppir í flokknum en seinast var það 2019 á Norðurlandamótinu það ár. Ætli Daníel ráði við íslandsmetin í 81 kg flokki á mótinu? Standa þau nú í 122 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu en hefur enginn náð lágmarkinu í samanlögðum árangri í flokknum til að setja nafn sitt þar við.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s