Evrópumeistaramót Masters (Öldunga)

Keppnissvæði Evrópumeistaramóts Masters í Alkmaar í Hollandi

Það er svo sannarlega mikið að gera í íslenska lyftingaheiminum þessa dagana! En eru það Anna Guðrún Halldórsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir sem eru staddar í Alkmaar í Hollandi á Evrópumeistaramóti Öldunga en er þetta fyrsta stórmót þeirra beggja erlendis.

Þið getið horft á steymið á YouTube síðu Evrópusambands Masters HÉR

Helga Hlín Hákonardóttir keppir mánudaginn 18. okt kl: 13:30 á íslenskum tíma

Helga Hlín Hákonardóttir í upphitun og við hlið hennar stendur
maðurinn hennar og þjálfari Unnar Helgason

Helga Hlín Hákonardóttir (f. 1972) keppir í 59 kg flokki kvenna í Masters 45. Helga Hlín á best 54 kg í snörun, 71 kg í jafnhendingu og 125 kg í samanlögðum árangri. Helga Hlín þarf aðeins upp í evrópumetin en standa þau í 66 kg i snörun, 82 kg í jafnhendingu og 148 kg í samanlögðum árangri. Helga Hlín á þó frekar stuttan keppnisferil í lyftingum og hefur aðeins keppt á þremur mótum frá 2019 en seinast keppti hún í maí á þessu ári á World Masters Weightlifting Championships 2021 sem var keppni haldin yfir alnetið. Forvitnilegt verður að vita hversu átt Helga nær á mótinu í dag.

Anna Guðrún Halldórsdóttir keppir þriðjudaginn 18. okt kl: 10:30 á íslenskum tíma

Anna Guðrún Halldórsdóttir búin að skrá sig inn á EM Masters 2021

Anna Guðrún Halldórsdóttir (f. 1969) keppir í 81 kg flokki kvenna í Masters 50 og kemur frá Lyftingafélaginu Hengli í Hveragerði og keppti á sínu fyrsta móti 2020. Best á Anna Guðrún 59 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 131 kg í samanlögðum árangri. Eins er standa þá er evrópumetin í hennar aldurs og þyngdar flokki í 60 kg í snörun, 78 kg í jafnhendingu og 138 kg í samanlögðum árangri og á Anna Guðrún gott tækifæri á því að koma evrópumetunum í íslenskar hendur. Heimsmetin í hennar aldurs og þyngdarflokki standa í 61 kg í snörun, 80 kg í jafnhendingu og 140 kg í samanlögðu og er Anna heldur ekki svo langt frá þeim metum! Hlökkum við mikið til að sjá hvað býr í henni á þessu móti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s