Úrslit Smáþjóðleikanna – 3. SÆTI!

e.f.v Daníel Róbertsson, Einar Ingi Jónsson, Árni Rúnar Baldursson og Ingi Gunnar Ólafsson
n.f.v. Eygló Fanndal Sturludóttir og Amalía Ósk Sigurðardóttir

Íslands átti svo sannarlega frábæran keppnisdag á Smáþjóðleikunum laugardaginn 16.okt! Smáþjóðleikarnir eru liðakeppni í Sinclair stigum en fyrir þá sem vita það ekki þá eru sinclair stig þau stig sem reiknast út frá samanlögðum árangri keppenda og líkamsþyngd hans. Í liðakeppnum eins og smáþjóðleikunum eru síðan öllum stigum landsliðsins tekin saman og ákvarðar sú tala hvar liðið endar á palli. Á Smáþjóðleikunum í ár endaði Ísland í 3. sæti og erum við hæst ánægð með okkar fólk! Til hamingju Ísland!

Eygló Fanndal Sturludóttir stigahæst kvenna á Smáþjóðleikum 2021

Afrek Smáþjóðleikana

Eygló Fanndal Sturludóttir setti nýtt íslandsmet í snörun í 71 kg flokki kvenna þá í Senior, U23 og U20 með 90 kg í snörun, einnig setti hún 106 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 196 kg samanlögðum árangri. Má einnig nefna á Eygló reyndi við 112 kg í jafnhendingu sem hefði skilað henni hæsta samanlagða árangri sem íslensk kona hefur tekið, en stöngin lenti illa á öxlunum í botnstöðunni og snérist því aðeins upp á líkaman og hún náði ekki stöðuleikanum til að ná stönginni upp en sást þó vel að Eygló á þessa lyftu vel inni og spurning hvort hún taki hana á Norðurlandamóti fullorðinna 12-14. nóvember næstkomandi. Þessi árangur skilaði Eygló hæsta sinclairstiga árangri kvenna á mótinu. Til hamingju með árangurinn Eygló!

Amalía Ósk Sigurðardóttir bætti árangur sinn í snörun um 1 kg og náði 81 kg í snörun og svo 101 kg í jafnhendingu sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðum árangri með 62,2 kg líkamsþyngd sem skilaði henni 240,4 Sinclair stigum og er þá Amalía komin með C lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember, til hamingju með árangurinn Amalía!

Árni Rúnar Baldursson bjargaði sér með ótrúlegustu lyftu sem pistlaskirfandi hefur séð. Enn þannig var það að hann hafði fengið ógildar fyrstu tvær lyfturnar og var þetta þriðja og seinasta tilraunin sem bjargaðist svona rosalega. Lang flottasta lyfta árins!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s