Evrópumeistaramót Masters 2021

f.v. Helga Hlín Hákonardóttir og Anna Guðrún Halldórsdóttir með medalíurnar eftir EM Masters

Anna Guðrún Halldórsdóttir Evrópumeistari í 81 kg flokki Masters 50

Anna Guðrún Halldórsdóttir með sigurverðlaunin á Evrópumeistaramóti Masters 2021

Anna Guðrún Halldórsdóttir (f. 1969) gerði sér lítið fyrir og nældi sér í 1. sæti á Evrópumeistaramóti Masters í Alkmaar í Hollandi í gær, 18. október. Ekki bara það heldur setti hún nýtt evrópu- og heimsmet í snörun í 81 kg flokki kvenna í Masters 50 flokknum með 62 kg og jafnaði heimsmetið í jafnhendingu með 80 kg en bætti þar með evrópumetið í hennar aldurs og þyngdarflokki um 2 kg! Þetta skilaði henni 142 í samanlögðu sem fór 4 kg ofar en seinasta evrópumet og 2 kg ofar en heimsmetið í samanlögðum árangri.
Þrjú evrópumet og tvö heimsmet á fyrsta alþjóðlegamótinu erlendis, allar lyftur gildar 6/6! Til hamingju Anna Guðrún með þennan framúrskarandi árangur,

Anna Guðrún á alls ekki langan lyftingaferil en tók hún þátt á fyrsta mótinu sínu á Haustmóti LSÍ sem haldið var á Selfossi 2020 og náði þar 50 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og þá með 118 kg í samanlögðu. Þetta þýðir að Anna hefur hækkað samanlagðan árangur sinn á móti um 24 kg á einu ári sem er gífurlegur árangur.

Hér getið þið horft á mótshluta Önnu Guðrúnar

Helga Hlín Hákonardóttir
2. sæti í 59 kg flokki Masters 45

Helga Hlín Hákonardóttir með silfrið í 59 kg flokki Masters 45

Helga Hlín Hákonardóttir (f. 1972) lendir í því óláni að rífa upp báða lófa í upphitun á fyrir keppni sem leiddi til þess að vel þurfti að búa um lófana áður en hún fór upp á keppnispall þar sem það blæddi mikið. Hafði þetta mikil áhrif á gripið á stönginni og skilaði það sér í að Helga náði ekki eins góðum árangri og hún hafði hug á. Þrátt fyrir að Helga fór rólegra yfir þá náði árangurinn henni 2. sætinu í 59 kg flokki Masters 45 með 48 kg í snörun, 65 kg í jafnhendingu og þá 113 kg í samanlögðum árangri. Svo mögnuð er þessi kona! Vigtuð 57.7 kg skilaði þessi árangur Helgu Hlínar 156.62 sinclair stigum. Helga á mikið inni það er dagsljóst! Það verður skemmtilegt að sjá hana keppa næst ómeidda og sjá hvert sá árangur skilar henni. Til hamingju með frábært mót Helga Hlín! Þú hefur sko aldeilis bein í nefinu!

Hér getið þið horft á mótshluta Helgu Hlínar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s