Íslandsmeistaramót Unglina 2021 – Úrslit

Íslandsmeistaramót Unglinga var haldið laugardaginn 23. októbóber af Lyftingafélagi Reykjavíkur í húsnæði Crossfit Reykjavík að Faxafeni 12. Mótið gekk einstaklega vel og stóðu bæði starfsfólk sem og íþróttafólk sig með sóma. Unga íþróttafólkið okkar bætti sinn persónulegan árangur, náðu lágmörkum á mót erlendis og settu íslandsmetið á fætur öðru. Getur Ísland í heild sinni verið einstaklega stolt af ungafólki sínu í ólympíksum lyftingum eftir laugardaginn. Óskum við keppendum til hamingju með frábært mót. Styrkti True Fitness mótið með verðlaunum fyrir stigahæstu keppendur sem og hristibrúsa fyrir alla keppendur. Þökkum við þeim kærlega fyrir gjöfina.

Öll úrslit mótsins eru að finna á results.lsi.is

Stigahæsti árangur Junior (U20)

Stúlknaflokkur

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur og náði stigahæsta árangri stúlkna (U20) með 232,1 Sinclair stig. Eygló keppti í 71 kg flokki stúlkna og reyndi við nýtt íslandsmet í snörun, þá 92 kg sem fór ekki upp og tók hún ekki seinstu jafnhendinguna eftir 100 kg, en gaf það henni 187 kg í samanlögðum árangri sem er aðeins undir hennar besta en á hún best 197 kg sem hún setti á Evrópumeistaramóti Junior í september síðastliðin. Stefnir Eygló bæði á Norðurlandamót Senior í næsta mánuði og á Heimsmeistaramót Senior í desember og væri forvitnilegt að sjá hvort hún taki á öðru hvoru mótinu 92 kg í snörun og 112 í jafnhendingu en reyndi hún við þá lyftu á Smáþjóðleikunum seinustu helgi. Sá árangur myndi gefa henni 204 kg í samanlögðum árangri og yrði þá hæsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur tekið en stendur nú árangurinn í 201 kg.

Piltnaflokkur

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) keppti fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur og náði stigahæsta árangri pilta (U20) með 316,3 Sinclair stig. Brynjar keppti í 89 kg flokki pilta og tók 121 kg í snörun sem var nýtt íslandsmet í flokknum og 141 kg í jafnhendingu sem endaði í 262 kg í samanlögðu sem er besti samanlagði árangur sem Brynjar hefur náð á móti. Best á Brynjar 122 kg í snörun og 143 í jafnhendingu í 81 kg flokk. Einnig má nefna að Brynjar keppti með sýkingu í munni en þrátt fyrir það náði einnum besta samanlagða árangri sem hann hefur náð á móti!

Stigahæsti árangur Youth (U17)

Meyjaflokkur

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og náði lang besta árangri sem hún hefur nokkurntíman náð á móti. Úlfhildur keppti í 71 kg flokki Youth (U17) og setti hún nýtt íslandsmet í snörun með 82 kg í flokknum, nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 98 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 180 kg. Þessi árangur skilaði Úlfhildi 222,6 Sinclair stigum sem er lang stigahæsti árangur sem nokkur íslensk stelpa hefur náð í U17, en hækkaði hún hæsta stigaárangur sinn um 5.1 sinclair stig frá því á Heimsmeistaramóti U17 fyrr í mánuðinum. Úlfhildur hefur nú rúma 14 mánuði í að ná Norðurlandametunum í 71 kg flokki Youth en standa þau núna í 88 kg í snörun, 117 kg í jafnhendingu og 205 k í samanlögðu. Úlfhildur keppir næst á Norðurlandamóti Unglinga seinustu helgina í Nóvember og verður gaman að vita hversu hátt hún fer á því móti.

Drengjaflokkur

Þórbergur Ernir Hlynsson (f. 2005) var að keppa á sínu fyrsta móti í 81 kg flokki drengja (U17) fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur og náði 87 kg í snörun, 113 kg í jafnhendingu og þá með 200 kg í samanlögðum árangri sem skilaði honum 246,5 Sinclair stigum. Ótrúlega flottur árangur og hvað þá á fyrsta móti!

Árangur þyngdarflokkanna

Junior – U20 – Stúlkur

59 kg

 1. sæti Thelma Rún Guðjónsdóttir (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur í 59 kg flokki stúlkna. Keppti Thelma á sínu fyrsta móti og náði hún 48 kg í snörun, 58 kg í jafnhendingu og 110 kg í samanlögðum árangri. Þetta skilaði henni 156,3 Sinclair stigum.

71 kg

 1. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Náði hún 87 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 187 kg í samanlögðum árangri og 232,1 Sinclair stig.
 2. sæti Freyja Stefánsdóttir (f. 2003) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Keppti hún á sínu fyrsta móti og náði 58 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu með 126 kg í samanlögðum árangri og 160,1 Sinclair stig.

76 kg

 1. sæti Kristín Dóra Sigurðardóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Mosfellsbæjar. Skilaði hún af sér lang besta árangri til þessa með 75 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu sem var jafnframt nýtt íslandsmet í Junior (U20) og U23 og þá með 171 í samanlögðum árangri sem var einnig nýtt íslandsmet í Junior (U20) og U23, með 205,9 Sinclair stig. Heldur Kristín Dóra því 4 íslandsmetum eftir mótið. Þess má geta að Kristín Dóra er aðeins 4 kg frá því að eiga einnig íslandsmetið í snörun í báðum flokkum og skemmtilegt að sjá hvort og næli sér í það met áður en árið er búið.
 2. sæti Guðný Björk Stefánsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Garðabæjar. Guðný nældi sér einnig í sinn lang besta árangur til þessa með 75 kg í snörun, 85 kg í jafnhendingu, þá með 160 kg í samanlögðum árangri og 193,2 Sinclair stig. Hækkaði hún besta árangur sinn um 6 kg síðan á Haustmótinu í september.

+87 kg

 1. sæti Erla Ágústsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Kópavogs. Erla bætti snörun sína um 5 kg þegar hún náði 75 kg í snörun og jafnaði árangurinn sinn í jafnhendingu með 90 kg, þá með 165 kg í samanlögðum árangri og 179,5 Sinclair stig.
 2. sæti Katharína Ósk Emilsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs. Katharína keppti á sínu fyrsta móti og náði 60 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og þá 128 kg í samanlögðum árangri og 138,8 sinclair stig.

Junior – U20 – Piltar

73 kg

 1. sæti Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) keppti fyrir hönd UMFSelfoss og setti 105 kg í snörun sem var nýtt íslandsmet í Junior flokki, setti hann einnig 116 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 221 kg í samanlögðum árangri sem var einnig nýtt íslandsmet í junior flokki og persónuleg bæting um 4 kg í samanlögðu. Þessi árangur skilaði Bjarka 286,1 Sinclair stigi sem var hækkun um 5,7 stig.

81 kg

 1. sæti Jósef Gabríel Magnússon (f. 2003) keppti í gær á sínu fyrsta móti og fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Náði hann 77 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 172 kg í samanlögðum árangri og 220,3 Sinclair stigum.

89 kg

 1. sæti Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Setti hann nýtt íslandsmet í flokknum í snörun með 121 kg, 141 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 262 kg samanlögðum árangri og 316,3 Sinclair stigum.
 2. sæti Jóhann Valur Jónsson (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar. Hann setti 95 kg í snörun, bætti hann jafnhendingu sína um 2 kg þegar hann tók 125 kg í jafnhendingu, sem skilaði honum 220 kg í samanlögðum árangri og 264,8 Sinclair stigum.

Youth – U17 – Meyjar

64 kg

 1. sæti Tinna María Stefnisdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur og náði 63 kg í snörun og setti nýtt íslandsmet í jafnhendingu í U17 með 76 kg og náði þar með 139 kg í samanlögðu sem er 1 kg frá núverandi íslandsmeti í flokknum og 181,3 Sinclair stig. Bætti hún besta samanlagða árangur sinn um 1 kg og 1,6 sinclair stig.
 2. sæti Bríet Anna Heiðarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Hengils og náði 58 kg í snörun sem var persónuleg bæting um 6 kg, 71 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 3 kg og náði þar með 129 kg í samanlögðum árangri sem var þá 9 kg bæting og 174,3 Sinclair stigum, sem var bæting um 13,4 stig. Með þessum árangri tryggði Bríet sér B lágmörk á NM Youth í Noregi í næsta mánuði en var það eitt markmiðið á ÍM í gær.
 3. sæti Helga Lind Torfadóttir (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur í gær á sínu fyrsta móti og náði 48 kg í snörun, 56 kg í jafnhendingu með 104 kg í samanlögðu og 139,1 Sinclair stig.

71 kg

 1. sæti Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og náði 82 kg í snörun og 98 kg í jafnhendingu og setti íslandsmet í báðum lyftum. Þessi árangur skilaði henni 180 kg í samanlögðum árangri sem er líka nýtt íslandsmet og 222,6 Sinclair stigum sem er stigahæsti árangur sem hefur náðst í U17 kvenna á Íslandi.
 2. sæti Salka Cécile Calmon (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og á sínu fyrsta móti. Salka náði 55 í snörun, 66 kg í jafnhendingu með 122 kg í samanlögðum árangri og 154,1 Sinclair stig.
 3. sæti Valdís María Sigurðardóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Valdís náði 52 kg í snörun, 60 kg í jafnhendingu og þá með 112 kg í samanlögðum árangri og 141,7 sinclair stig.

76 kg

 1. sæti Sólveig Þórðardóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Sólveig náði 64 kg í snörun og 74 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 1 kg í jafhendingu á móti. Með þessum árangri náði hún 138 kg í samanlögðu og 168,7 sinclair stigum.
 2. sæti Hildur Guðbjarnadóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Hildur náði 55 kg í snörun og 71 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 4 kg á móti. Þessi árangur skilaði henni 126 kg í samanlögðu og 153,9 Sinclair stigum sem var bæting um 9 stig.

+81 kg

 1. sæti Unnur Sjöfn Jónasdóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar. Setti hún 50 kg í snörun og 72 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 7 kg. Þessi árangur skilaði henni 122 kg í samanlögðum árangri og 136,9 Sinclair stigum sem var bæting um 9,5 stig.

Youth – U17 – Drengir

67 kg

 1. sæti Ari Tómas Hjálmarsson (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Ari setti 80 kg í snörun, 87 kg í jafnhendingu sem gaf honum 167 kg í samanlögðum árangri og 240,4 sinclair stig og með þeim árangri hefur náð C lágmörkum á Norðurlandamót Youth í Noregi í nóvember. Allur þessi árangur á hans fyrsta lyftingamóti.

73 kg

 1. sæti Höskuldur Máni Halldórsson (f. 2007) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Höskuldur var yngsti keppandi mótsins og keppti á sínu fyrsta móti. Setti hann íslandsmet í U15 í hverri lyftu sem endaði í 46 kg í snörun og 55 kg í jafnhendingu sem gaf honum 101 kg í samanlögðum árangri og 131,3 Sinclair stig.

81 kg

 1. sæti Þórbergur Ernir Hlynsson (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Setti hann 87 kg í snörun og 113 kg í jafnhendingu sem gaf honum 200 kg í samanlögðum árangri og 246,5 Sinclair stig og C lágmörk á Norðurlandamót Youth í næsta mánuði.
 2. sæti Bjarni Leifsson (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Bjarni náði 85 kg í snörun og 110 kg í jafnhendingu sem gaf honum 195 kg í samanlögðum árangri og 240,1 Sinclair stig og C lágmörk á Norðurlandamót Youth í næsta mánuði
 3. sæti Tómas Liljar Sigurjónsson (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Tómas náði 85 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 190 kg í samanlögðum árangri og 233,9 Sinclair stig.

89 kg

 1. sæti Aron Leó Jóhannesson (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Náði hann 65 kg í snörun og 82 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 147 kg í samanlögðum árangri og 177,4 Sinclair stigum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s