Norðurlandamót Senior 2021

Norðurlandamót Senior er haldið að þessu sinni í Kaupmannahöfn í Danmörku og byrjar í dag 12. nóvember og sendur út laugardaginn 13. nóvember. Keppendur frá Íslandi eru þau Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Katla Björk Ketilsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Helena Rut Pétursdóttir, Árni Rúnar Baldursson og Daníel Róbertsson. Einar Ingi Jónssong og Ingi Gunnar Ólafsson sem þjálfarar, en einnig fáum við aðstoð íslandsvininum Tim Kring sem er danskur og búsettur í Kaupmannahöfn. En þjálfar Tim nokkra keppendur á Íslandi.

Horfðu á streymið HÉR

12. nóvember kl 18:10 á íslenskum tíma.

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir í botnstöðu í snörun

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (f. 1993) frá Lyftingafélaginu Hengli keppir í 59 kg flokki kvenna. Stella eins og hún er oftast kölluð steig fyrst á pall á Sumarmótinu 2020 og setti þá 75 kg í snörun og 90 kg í jafnhendingu en meiðist í kjölfarið en á seinasta móti sem hún keppti á náði hún 77 kg í snörun en fékk ógilda 93 kg í jafnhendingu en var þáð á Sumarmótinu í júní síðastliðin og hefur hún ekki keppt síðan og því forvitnilegt að sjá hvað fer upp hjá Stellu í dag.

Katla Björk Ketilsdóttir

Katla Björk Ketisldóttir á upphitunarsvæði á EM U23 2021

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000) frá UMFN – Massa hefur keppt frá því 2016 en keppti fyrst fyrir Íslandshönd það ár. Katla á best 83 kg í snörun, 99 kg í jafnhendingu og 182 kg í samanlögðum árangri frá því á á Evrópumeistaramóti U23 í september og heldur íslandsmeti í samanlögðu í U23 og Senior frá því móti. Katla á þó hærra á æfingu og því skemmtilegt að sjá hvað hún næst á mótinu í dag. Þess má geta að Katla stefnir á HM Senior í Usbekistan í desember með 4 öðrum íslenskum keppendum.

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk á palli á EM Senior 2021

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar keppir í 64 kg flokki kvenna. Amalía Ósk hefur keppt frá 2016 og keppti fyrst fyrir íslands hönd 2019 á Norðurlandamóti Senior það ár. Best á Amalía 81 kg í snörun á Smáþjóðleikunum 2021, 103 kg í jafnhendingu frá Sumarmótinu 2021 og 182 kg í samanlögðum árangri frá Smáþjóðleikunum 2021 í seinasta mánuði. Næsta mót Amalíu eftir NM er á HM Senior í Usbekistan með Kötlu og tveimur öðrum keppendum.

13. nóvember kl 10:00 á íslenskum tíma

Árni Rúnar Baldursson

Árni Rúnar Baldursson á NM 2020

Árni Rúnar Baldursson (f. 1995) hjá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 73 kg flokki karla. Árni Rúnar hefur keppt í lyftingum síðan 2014 og á best 117 kg í snörun frá 2019, 145 kg í jafnhendingu og 260 kg í samanlögðum árangri frá RIG 2020. Árni býr núna í Martin í Slóvakíu og verður skemmtilegt að vita hvað ferska loftið þar hefur gefið honum á pallinum.

13. nóvember kl 11:00 ca. á íslenskum tíma

Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló Fanndal Sturludóttir valin stigahæsta kona á Smáþjóðleikunum 2021

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) frá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 71 kg flokki kvenna. Eygló keppti á sínu fyrsta móti 2018 og var þá með 54 kg í snörun og 70 kg í jafnhendingu. Mikið vatn hefur nú runnið til sjávar og hefur Eygló nú reynt við 92 kg í snörun sem fór þó ekki upp á íslandsmeistaramóti Unglinga í október síðastliðin, en hefði það orðið að nýju norðurlandameti í juniorflokki (U20) stúlkna. Spennandi verður að vita hvort hún nái einnig 112 kg upp í jafnhendingu sem hún reyndi við á Smáþjóðleikunum í október. Sjáum til hvað setur á morgun, fylgstu með.

Helena Rut Pétursdóttir

Helena Rut Pétursdóttir (f. 1996) frá Lyftingafélaginu Hengli keppir í 71 kg flokki kvenna. Helena keppti fyrst í lyftingum 2018 á Landsmóti UMFÍ en lét síðan ekkert sjá sig fyrr en á Íslandsmeistaramóti Senior á þessu ári og nær þar strax C lágmörkum á NM Senior. Síðan keppti hún á Sumarmótinu í ár og á tveimur mótum í Danmörku til að ná B lágmörkum og gekk svona glimrandi vel og náði hún sínum markmiðum. Helena á best 76 í snörun, 99 í jafnhendingu og 175 í samanlögðum árangri. Verður skemmtilegt að sjá hvað hún nær á mótinu.

13. nóvember kl 13:00 ca. á íslenskum tíma

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson á EM Senior 2021

Daníel Róbertsson (f. 1991) frá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 81 kg flokki karla. Daníel hefur vanalega keppt í 89 kg flokk og á best þar 132 kg í snörun, 158 í jafnhendingu og 290 í samanlögðum árangri. En í 81 kg flokki á hann best 116 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu. Hvað fer Daníel hátt á morgun? Hvað giskar þú á?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s