Eygló með Nýtt Norðurlandamet Unglinga í Snörun á HM

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum fer fram í Tashkent í Úzbekistan dagana 7-17.Desember.

Fjórir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu og hafa þeir nú lokið keppni.

Íslenski hópurinn (f.v.): Ketill (aðstoðarmaður), Arnór, Amalía, Katla, Eygló og Ingi Gunnar (yfirþjálfari)

Fullkomin dagur

Hæst ber að nefna árangur Eyglóar Fanndal Sturludóttir sem gerði sér lítið fyrir og setti nýtt norðurlandamet unglinga (20 ára og yngri) í snörun þegar hún lyfti 92kg í síðustu tilraun. Hún átti einnig frábæra jafnhendingu þegar hún lyfti 110kg sem var bæting á hennar besta árangri um 2kg í jafnhendingu og 5kg í samanlögðum árangri. Hún fór með allar lyfturnar sínar í gegn í seríunni 84-88-92kg og 104-108-110kg í jafnhendingu.

Þessi árangur dugði henni í 20. Sæti í -71kg flokki kvenna. Besta lyftingakona norðurlanda hin Sænska Patricia Strenius vann brons í sama þyngdarflokk en áður hafði hún verið í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Tokyo fyrr á árinu.

Allar þessar lyftur hjá Eygló eru ný íslandsmet í -71kg flokki kvenna en einnig er samanlagður árangur hennar 202kg þyngsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur lyft yfir alla flokka. Áður hafði Ragnheiður Sara Sigmundsóttir lyft 201kg samanlagt á RIG 2017 með 110kg jafnhendingu og Freyja Mist Ólafsdóttir lyfti 92kg í snörun einnig árið 2017 sem var þá norðurlandamet unglinga í -90kg flokki.

Árangur Eyglóar er sá þriðji stigahæsti frá upphafi/1998 í kvennaflokki: https://results.lsi.is/rankingall/total/f

Þetta var síðasta mót Eyglóar í unglingaflokki en hún hefur keppt á 6 mótum síðustu 3 mánuði í 4 löndum og er því komin í kærkomið jólafrí.

Ný íslandsmet hjá Kötlu

Ísland átti 2 keppendur í -64kg flokki kvenna þær Kötlu Björk Ketilsdóttir og Amalíu Ósk Sigurðardóttur. Amalía hóf leik með því að snara 78kg en náði ekki að fá 82kg og 83kg gild. Katla byrjaði með 79kg í snörun, klikkaði svo á 85kg en tók það í þriðju tilraun sem var nýtt íslandsmet og bæting á meti Amalíu sem var 84kg sett á Norðurlandamóti fullorðinna fyrir mánuði síðan í Noregi.

Amalía féll hinsvegar úr leik í jafnhendingu þegar hún náði ekki að fá opnunarlyftuna 95kg gilda og reyndi við 101kg í þriðju tilraun. Katla opnaði á 98kg, fór síðan í 101kg sem var bæting á hennar eigin íslandsmeti í samanlögðum árangri um 2kg. Í þriðju tilraun reyndi hún við 103kg sem hafði verið jöfnun á íslandsmeti Amalíu í -64kg flokki kvenna en þau fóru ekki upp. Katla endaði í 15. Sæti í -64kg flokki kvenna.

Fyrsta stórmótið

Fyrsta stórmótið hjá Arnór Arnór Gauti Haraldsson keppti á sínu fyrsta stórmóti í lyftingum þegar hann vigtaðist léttur inn í -89kg flokk karla (83.4kg). Hann opnaði örugglega á 128kg, fór síðan í 132kg sem klikkaði og reyndi síðan við 137kg í þriðju tilraun sem hefði verið bæting um 1kg á hans eigin íslandsmeti 136kg sem hann setti á RIG í byrjun árs 2021. Í jafhendingu opnaði hann á 147kg sem hann fékk ekki gilda og fór því aftur í sömu þyngd sem hann kláraði. Hann sleppti síðan þriðju tilraun þar sem hann þurfti að lyfta á eftir sjálfum sér og mikil orka fór í að ná inn gildri jafnhendingu. Arnór endaði keppnina í 24.sæti í -89kg flokki karla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s