
Helgina 11-12 febrúar fór fram fyrsti fundur íþróttamannanefndar norðurlandana, í Svíþjóð!
IWF styrkti verkefnið og sendi einn karl og eina konu frá hverju landi.
Við erum gríðarlega stolt að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni, en sennilega stoltari af því að Katla Björk Ketilsdóttir var kosin Chair (formaður) og mun því leiða hópinn í gegnum næstu verkefni, ásamt því að hafa atkvæðisrétt hjá Norðurlandasambandinu (NWF).