Elite pin x 2 á Evrópumeistaramótinu

Mótshluti okkar Íslendinga er lokið á Evrópumeistaramótinu í Tirana, Albaníu. Þær Katla Björk Ketilsdóttir og Eygló Fanndal Sturludóttir voru sér og löndum sínum til mikils sóma, en árangur þeirra var virkilega góður. Ferðin byrjaði þó með ákveðnum erfiðleikum, en British Airways lét Eygló og Inga Gunnar innrita handfarangurinn sinn með lofurðum um að hann myndi skila sér, og þeim gert vel grein fyrir því að um mikilvægan keppnisbúnað væri að ræða. British Airways lofaði að allt myndi skila sér. Það fór ekki svo, að Eygló og Ingi Gunnar enduðu töskulaus úti. Mamma hennar Eyglóar, hún Harpa Þorláksdóttir kom dóttur sinni til bjargar, og pantaði sér flug með engum fyrirvara og fór út með neyðarsendingu til hennar. Kunnum við henni miklar þakkir fyrir að standa svo þétt við bakið á dóttur sinni.

Landsliðshópurin á EM. Eygló, Katla og Ingi Gunnar þjálfari

Katla hóf keppni fyrst, og gekk hennar móthluti mjög vel, hún fékk allar lyftur gildur og setti um leið fjölmörg Íslandsmet. Hún opnaði örugg á 82kg í snörun, fór þaðan í nýtt Íslandsmet í annari tilraun, 86kg og tvíbætti metið í þriðju tilraun með 88kg. Í jafnhendingunni tók Katla 101kg, og var með þeirri lyftu búin að setja nýtt Íslandsmet í samanlögðu, og bætti það svo þegar að hún setti Íslandsmet bæði í jafnhendingu og samanlögði í lyftu númer 2 og 3, sem voru 104kg og loks 106kg. Katla setti alls, með þessum frábæra árangri hvorki meira né minna en 14x Íslandsmet, og nældi sér í Elite Pin norðurlandanna, og var því 6x Íslendingur til að hljóta þennan titil.

Katla á Heimsmeitaramóti 2021

Eygló var næst á pallinn og tók 89kg í fyrstu tilraun í snörun, sem gekk ekki upp, en lyftið því örugglega í annari tilraun. Í þriðju og síðustu bað Eygló um 94kg. Hún lyfti því, þurfti að hlaupa áfram til að bjarga henni, en entist ekki pallurinn og lyftan því dæmd ógilt. Frábær tilraun engu að síður og meira í tankinum. Í jafnhendingunni tók eygló og opnaði örugglega á Íslandsmeti, 112kg, tók einnig og tvíbætti metið með 116kg í annari tilraun. Eygló reyndi síðan við 120kg en það gekk ekki upp í þetta skiptið. Hún landaði þó Íslandsmeti í samanlögðum árangri með 205kg. Þess má til gamans geta að fyrrum þyngsti samanlagði árangur sem Íslenk kona hafði lyft, var 202kg, og var það Eygló sem hélt því. Hér bætir hún því þyngsta samanlagða árangur kvenna á Íslandi um hvorki meira né minna en 3kg, og fékk einnig Elite Pin norðurlandanna, og var því 7x Íslendingurinn til að hreppa það.

Eygló á Heimsmeistaramóti 2021

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s