Bergrós Björnsdóttir og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppa á morgun fyrir hönd Íslands í Mexico og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Báðar keppa þær í -71kg flokki, en Bergrós keppir klukkan 10 að staðartíma í B-grúppu (15:00 á okkar tíma) og Úlfhildur klukkan 18 að staðartíma í A-grúppu (23:00 á okkar tíma)
Þetta er fyrsta heimsmeistaramót hjá Bergrósu en Úlfhildur hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum áður, HM youth í Sádí Arabíu í fyrra og HM junior í Grikklandi fyrir nokkrum vikum síðan.
Beint streymi má finna á youtube rás IWF í hlekknum hér að neðan.
https://www.youtube.com/c/InternationalWeightliftingFederation

