Úlfhildur og Bergrós í 7 og 8 sæti

Eggert, Úlfhildur, Bergrós og Helga Hlín

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Bergrós Björnsdóttir hafa lokið keppni á heimsmeistaramóti youth í Mexico.
Bergrós keppti í -71kg B grúbbunni og átti hún glæsilegt mót, hún lyfti í snörun 75-78-81kg og í jafnhendingunni 95-100-x103. Með þessum glæsilega árangur hreppti Bergrós titlinum af Úlfhildi sem yngsta konan til að lyfta 100kg yfir höfuð. 81kg snörunin hennar bergrósar var nýtt Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri. 100kg jafnhendingin var svo bæting á Íslandsmetinu um 3kg. Með þessum glæsilega árangri lyfti hún því 181kg í samanlögðum árangri, sem var bæting um 4kg á Íslandsmeti í flokki 15 ára og yngri. Bergrós er fædd árið 2007 og hefur því nægan tíma fyrir ennþá meiri bætingar!

Úlfhildur keppti síðan í A grúbbuni og tók í snörun 80-84-x87kg. 87kg var tilraun að nýju Íslandsmeti í flokki 17 ára og yngri en gekk því miður ekki upp í þetta skiptið. Í jafnhendingunni byrjaði Úlfhildur mjög sterk, hún opnaði á 100kg sem er einungis 1kg undir hennar eigin Íslandsmeti. Hún lyfti því af miklu öryggi. Næst tók hún 103kg sem var því miður dæmt ógilt af kviðdóm. Úlhildur ákvað þá að reyna við 104kg í síðustu tilraun, sem hefði verið bæting á Íslandsmeti um 3kg, en því miður þá gekk það ekki eftir, og Úlfhildur klárar því mótið með 184kg í samanlægðum árangri. Úlfhilfur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verður spennandi að fylgjast með henni á komandi árum!

Úlfhildur með 100kg fyrir ofan höfuðm Mynd frá @iwfnet / @isac_morillas

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s