Fyrstu medalíur Íslands á Evrópumeistaramóti

Úlfhildur á pallinum á EM U17 í Póllandi

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir átti vægast sagt frábæran keppnisdag í dag, þegar hún landaði 2. sæti á Evrópumeistaramóti U17 í Póllandi. Úlfhildur náði einungis fyrstu lyftunni gildri í snörun, 80kg, en náði ekki 84kg og 85kg gildum. Í jafnhendingunni tók Úlfhildur 97kg í fyrstu tilraun, náði ekki gildri lyftu í annari tilraun með 100kg, en kláraði síðustu lyftuna sína með 101kg gildri lyftu.
Úlfhildur hafnaði með þessum glæsilega árangri í 2. sæti á þessu stórmóti í -71kg flokk.
Hún fékk hvorki meira né minna en 3 silfur medalíur þar sem hún hafnaði í 2. sæti í öllum greinum, snörun, jafnhendingu og samanlögðu.
Minnstu hafi munað um að Úlfhildur hefði hafnað í fyrsta sæti þar sem sigurvegari flokksins, Finninn Anette Ylisoini þurfti að klippa af sér hárið til að ná vigt inn í flokkinn!
Úlfhildur er fædd 2005 og má því segja að rýmið fyrir bætingar og fleiri medalíur hjá henni sé töluvert mikið

Medalíurnar fara Úlfhildi alveg einstaklega vel og má búast við að fleiri bætist í safnið á næstu árum!

Erna Héðinsdóttir, Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson fór sem þjálfari á mótið og hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari.
Erna Héðinsdóttir er einnig á mótinu í stöðu dómara, en hún er með Cat 1 dómararéttindi og hefur verið að fara á nokkur stórmót og stefnir á fleiri.

Erna Héðinsdóttir að veita Úlfhildi medalíur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s