Smáþjóðaleikar 2022

Keppni á Smáþjóðaleikunum í Kýpur er lokið.

Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel, og vorum við Íslendingar í harðri baráttu um gullið.
Ísland hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.

Úlfhildur varð í 2 sæti yfir stigahæstu konuna, Gerald Brimir einnig, ásamt því að bæði Íslenska karla og kvennaliðið höfnuðu bæði í 2. sæti í þeirri keppni.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir tók 80-83-86x í snörun og 100-104-106 í jafnhendingu, og voru bæði 104kg og 106kg bæting á hennar eigin Íslandsmeti í flokki u17.

Birta Líf kom einnig sterk inn í keppnina. Hún tók seríuna 77-81-85 og 100-103-105, með allar sínar lyftur gildar.

Daníel Róbertson tók 115kg í snörun, en meiddist í hnéi í annarri tilraun við 120kg. Daníel reyndi samt aftur við 120, sem gekk því miður ekki upp.
Daníel lét sig þó ekki vanta og gerði sitt af mörkum fyrir liðið, en hann opnaði á 110-120-127, allar lyftur gildar. Danni tók í raun bara „rúmenska“ kraftvendingu, með beinar fætur.

Gerald Brimir Einarsson tók seríuna 110-116-120 í snörun, og 150-156-161x í jafnhendingu. Var það bæting á hans besta árangri um 6kg. Gerald átti strangheiðarlega tilraun við 161kg en rétt missti jerkið, og var það tilraun til Íslandsmets.

Alex Daði var svo í síðustu grúbbuni. Keppnin hjá Alex Daða byrjaði ekki vel, en hann missti fyrstu tilraun við 110kg, en tók það í seinni tilraun. Í síðstu tilraun við snörun reyndi hann við 116 sem gekk ekki upp. Alex Daði á best 130kg í snörun á móti, svo þetta var töluvert undir væntingum hjá honum þar. Í jafnhendingunni mætti hann þó galvaskur til leiks, og opnaði í 150kg sem flaug upp. Hann bað um 163kg í annari tilraun, en rétt missti jerkið. Hann kom svo sterkur inn í síðustu tilraun og lyfti 163kg nokkuð auðveldlega, sem var nýtt Íslandsmet í -96kg flokki fullorðinna.

Ingi Gunnar Ólafsson hélt liðinu saman, en hann fór út sem landsliðsþjálfari. Erna Héðinsdóttir fór út sem Cat. 1 dómari, og Árni Rúnar Baldursson fór út til að þeyta Cat. 2 alþjóðlegt dómararéttindapróf.

Var mikil umgjörð um mótið, en Milan Mihajlovic, sem er General Secretary hjá Evrópska lyftingasambandinu, hélt námskeið um tæknileg atriði og reglur í lyftingum, Denise Offerman hélt Anti-doping námskeið, og Dr. Mike Irani, fyrrverandi forseti alþjóða lyftingasambandsins (IWF) hélt fyrirlestur um meiðsli og meðferðir við meiðslum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s