Úrslit: Norðurlandamót Unglinga 2022

Norðurlandamót unglinga í ólympískum lyftingum fór fram í lyftingahöllinni Miðgarði í Garðabæ um helgina. Keppt er í tveimur aldursflokkum 17 ára og yngri (e.Youth) og 18-20 ára (e. Junior) og náðu íslendingar níu sinnum á pall; fjórir norðurlandameistaratitlar, tvö silfur og þrjú brons. Yfir 130 erlendir gestir og keppendur komu til landins í tengslum við mótið.

Sjá ÚRSLIT/RESULTS

Lyftingasambandið vill þakka sérstaklega öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem komu að mótinu, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt!

Þeir eru:

Garðabær SI Raflagnir ehf.
GJ TravelVerkhönnun
LemonTHG Arkitektar
RafkaupRafholt
ÁberandiExton
Reitir FasteignafélagAskur – Brasserie
VH Veitingar (GKG)Rafmiðlun
Hótel ÍslandLyftingadeild Stjörnunnar
Styrktaraðilar Norðurlandamóts Unglinga í lyftingum

Árangur íslendinga á mótinu var eftirtektarverður og fékk íslenski þjóðsöngurinn að hljóma fjórum sinnum, sá norski sjö sinnum, Finnland fékk sex titla, danir fjóra líkt og Ísland og Færeyjar fögnuðu sínum fyrsta norðurlandameistaratitli unglinga þegar Niels Áki Mörk sigraði -67kg flokk 18-20 ára.

Niels Áki Mörk frá Færeyjum, ánægður með gullið! Ljósmynd:Alexander Ögren @alexsovietlifting

Árangur íslendinga var eftirfarandi.

Þórbergur Ernir Hlynsson sigraði -89kg flokk 17 ára og yngri þegar hann lyfti 104kg í snörun og 127kg í jafnhendingu. Þórbergur fékk 5/6 lyftum gildar og vann flokkinn með 5 kg mun en daninn William Christansen sem var annar lyfti öllum sínum lyftum.

Tindur Elíasen vann bronsverðlaun í -81kg flokki 17 ára og yngri þegar hann lyfti 216kg samanlagt, snörunin hans 101kg var nýtt íslandsmet í -89kg flokki 17 ára og yngri.

Brynjar Logi Halldórsson með 153kg í jafnhendingu. Ljósmynd: Edward Baker @voodooweightlifting

Brynjar Logi Halldórsson varð norðurlandameistari í -89kg flokki 20 ára og yngri eftir frábæra frammistöðu þar sem hann lyfti þyngst 137kg í snörun og 158kg í jafnhendingu, samanlagt 295kg. Allt voru það ný íslenskt unglingamet og snörunin og samanlagður árangur ný met í fullorðinsflokki. Brynjar var þriðji stigahæsti karl keppandi mótsins og átti hann góða tilraun við 163kg í lokatilraun við mikinn fögnuð viðstaddra sem hefði gefið honum 300kg í samanlögðum árangri. Í sama flokki fékk Jóhann Valur Jónsson brons þegar hann lyfti 238kg samanlagt.

Bjarki Breiðfjörð gerir sig tilbúinn fyrir lyftu. Edward Baker @voodooweightlifting

Bjarki Breiðfjörð átti frábært mót þegar hann snaraði 116kg í þriðju tilraun sem var 6kg bæting og jafnhenti 130kg í -81kg flokki karla 18-20 ára. Það tryggði honum norðurlandameistaratitilinn í fjölmennum flokki þar sem átta keppendur voru mættir til leiks. Samanlagður árangur Bjarka var 246kg, næstir á eftir honum voru daninn Espben Kjær og norðmaðurinn Kristen Royseth sem báðir lyftu 245kg svo mjög mjótt var á munum. Eyjólfur Andri Björnsson endaði áttundi í sama þyngdarflokk.

Birta Líf Þórarinsdóttir varð norðurlandameistari í -76kg flokki kvenna 18-20 ára og fylgdi eftir frábærum árangri á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru á Kýpur síðastliðna helgi. Birta lyfti mest 86kg í snörun og 107kg í jafnhendingu, samanlagt 193kg og fékk allar sex lyftur sínar gildar og allt bætingar.

Thelma Rún Guðjónsdóttir varð fjórða í -59kg flokki kvenna 18-20 ára og lyfti 127kg samanlagt.

Bríet Anna Heiðarsdóttir í snörun. Alexander Ögren @alexsovietlifting

Bríet Anna Heiðarsdóttir og Steinunn Soffía Hauksdóttir kepptu í -64kg flokki 17 ára og yngri. Bríet varð í 5.sæti þegar hún lyfti 6/6 gildum lyftum, best 64kg í snörun og 76kg í jafnhendingu samanlagt 140kg (bæting um 2kg). Steinunn varð í 6.sæti og lyfti hún 60kg í snörun og 70kg í jafnhendingu samanlagt 130kg sem bæði var bæting.

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir mætti sýnum helsta mótherja í lyftingum enn á ný, finnanum Janette Ylisoini í -71kg flokki 17 ára og yngri. Janette er evrópumeistari 17 ára og yngri þar sem Úlfhildur vann silfurverðlaun í Ágúst síðastliðnum í Póllandi. Einnig mættust þær í Mexikó á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri þar sem Janette var í öðru sæti en Úlfhildur í því sjöunda. Þær eru því með bestu lyftingakonum heims í sínum aldursflokk. Keppnin um helgina var jöfn því báðar snöruðu þær 85kg, Janette silgdi þó fram úr Úlfhildi með því að lyfta öllum sínum jafnhendingum og lyfti mest 107kg á meðan Úlfhildur lyfti 102kg. Silfur því niðurstaðan fyrir Úlfhildi en hún keppti síðustu helgi ástamt Birtu á Kýpur þar sem hún jafnhenti 106kg og tvíbætti íslandsmetin í flokki 17 ára og yngri.

Salka Cécile Calmon varð í 6.sæti í -76kg flokki kvenna 17 ára og yngri þegar hún lyfti 62kg í snörun og 72kg í jafnhendingu.

Guðrún Helga Sigurðardóttir fékk einnig silfurverðlaun í +81kg flokki 17 ára og yngri þegar hún lyfti 50kg í snörun og 67kg í jafnhendingu.

Arey Rakel Guðnadóttir fékk bronsverðlaun í fjölmennum -64kg flokki kvenna 18-20 ára þegar hún lyfti 71kg í snörun og 89kg í jafnhendingu samanlagt 160kg í harðri keppni um bronsverðlaun en næstu tveir keppendur á eftir henni lyftu báðir 158kg samanlagt. Thelma Mist Oddsdóttir varð sjöunda í sama þyngdarflokki.

Sólveig Þórðadóttir varð fjórða í -71kg flokki kvenna 18-20 ára þegar hún lyfti 134kg samanlagt. Þar sigraði Aino Luostarinen frá Finnlandi sem einnig varð stigahæst allra kvenna á mótinu.

Hægt er að sjá heildarúrslit frá mótinu í gagnagrunni lyftingasambandsins: https://results.lsi.is/meet/nordurlandamot-u20-og-u17-2022

Úrslit úr liðakeppni mótsins voru eftirfarandi þar sem sigurvegari fær 7 stig, annað sæti 5 stig svo koll af kolli. Sama stiga fyrirkomulag er notað í Liðabikar LSÍ.

Team Points, Women, Junior

#ClubPointsPoints Breakdown
1Norway327 + 7 + 5 + 5 + 4 + 4
2Finland307 + 7 + 5 + 5 + 4 + 2
3Iceland177 + 4 + 3 + 3
4Denmark65 + 1
5Sweden33

Team Points, Women, Youth

#ClubPointsPoints Breakdown
1Finland317 + 5 + 5 + 5 + 4 + 3 + 2
2Sweden267 + 7 + 5 + 4 + 3
3Denmark257 + 7 + 4 + 3 + 3 + 1
4Norway247 + 7 + 4 + 4 + 2
5Iceland145 + 5 + 2 + 1 + 1

Team Points, Men, Junior

#ClubPointsPoints Breakdown
1Sweden287 + 7 + 5 + 5 + 3 + 1
2Iceland187 + 7 + 4
3Finland177 + 5 + 3 + 2
4Denmark127 + 5
5Faroe Islands77
6Norway44

Team Points, Men, Youth

#ClubPointsPoints Breakdown
1Norway357 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4
2Sweden257 + 5 + 5 + 4 + 2 + 2
3Denmark197 + 5 + 4 + 3
4Finland187 + 7 + 3 + 1
5Iceland117 + 4

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s