Eygló keppir á HM 11.Desember

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólembíu 5.-16. Desember.

Að þessu sinni eiga íslendingar einn keppenda Eygló Fanndal Sturludóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur sem keppir að þessu sinni í C-keppnishóp (grúppu) þann 11.Desember klukkan 21:30 að staðartíma eða 2:30 að íslenskum 12.Desember (LEIÐRÉTT). Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari fór með Eygló út.

270 konur frá 76 löndum eru skráðar til keppni og samtals 537 keppendur frá 93 löndum en mótið er það fyrsta í úrtökuferli fyrir Ólympíuleikana í París 2024.

Á heimsmeistaramótum í ólympískum lyftingum er keppt í 10 þyngdarflokkum í kvenna flokki og 10 í karlaflokki en á ólympíuleikunum í París 2024 er aðeins keppt í 5 þyngdarflokkum. Þetta endurspeglast í fjölda keppenda sem eru skráðir í hvern þyngdarflokk. Þjóð má senda mest 10 keppendur af hvoru kyni til keppni og mest 2 í hvern þyngdarflokk.

Þau lönd sem tefla fram fullu liði í kvennaflokki eru: Canada, Kína, Kólembía, Ekvador, Japan, Mexíkó og Bandaríkin.

Kvennaflokkar:

-45kg (15 keppendur)

-49kg ÓL (37 keppendur)

-55kg (21 keppandi)

-59kg ÓL (54 keppendur frá 43 löndum, hér var Þuríður Erla skráð til leiks en hún þurfti til miður að draga sig úr keppni vegna meiðsla en hún er ein þessara 54 keppenda).

-64kg (23 keppendur)

-71kg ÓL (39 keppendur frá 32 löndum, þetta er þyngdarflokkurinn hennar Eyglóar)

-76kg (20 keppendur)

-81kg ÓL (25 keppendur)

-87kg (17 keppendur)

+87kg ÓL (19 keppendur)

Þessir 39 keppendur í -71kg flokki er raðað niður í 4 keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á svokölluðu entry total sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu en þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217kg samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16.Október síðastliðinn en hún skráir 221kg í entry total. Eygló keppti í fyrsta sinn á Heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úzbekistan og lyfti þar 202kg sem var nýtt persónulegt met, hún hefur því bætt árangur sinn um 15kg á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.

Samkvæmt keppnisreglum IWF (Regla 6.6.5) þarf samanlögð byrjunarþyngd þ.e. í snörun og jafnhendingu að vera að hámarki 20kg undir þessu entry total. Það þýðir að Eygló má t.d. byrja með 80kg í snörun og 101kg í jafnhendingu. Guifang Liao frá Kína er með 260kg í entry total hæst allra keppenda í -71kg flokki kvenna og hún þarf því að byrja t.d. með 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu. Annað dæmi er Sarah Davies frá Bretlandi sem sigraði samveldisleikana 2022 með 229kg (103/126) og vann silfurverðlaun á HM 2021 í -71kg flokki þar sem hún lyfti 6/6 102/132=234kg póstar 242kg í entry total til að komast í A-keppnishóp og þar af leiðandi bestu sjónvarpsútsendingu frá mótinu. Hún mun þurfa að byrja með að lágmarki 222kg. Kínverjar hafa ekki keppt utan Asíu síðan fyrir Covid og aðeins í ár utan Kína. Þeir voru ekki meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu 2021, en þar vannst -71kg þyngdar flokkurinn á 235kg.

Keppendur er því skráðir mjög háir inn í A-keppnishóp og oft er telft mjög djarft á fyrsta úrtökumóti fyrir ólympíuleika því árangur þar getur skipt gríðarlegu máli fyrir því hvaða íþróttamenn fá styrki frá sínu landi til að halda áfram úrtökuferlinu. Alls þarf að keppa á sex alþjóðlegum stórmótum fram til 2024 og af þeim sex þurfa þrjú þeirra að vera eftirfarandi: HM2022, Álfukeppni (t.d. EM Senior) 2023, IWF Grand Prix 1 (2023), IWF Grand Prix 2 (2023), Álfukeppni (t.d. EM Senior) 2024. Meira má lesa um úrtökuferli París 2024 hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s