Lyftingafólk ársins 2022

Val á lyftingafólki ársins fór fram í Desember, einnig velur sambandið ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Afhending farandbikara mun eiga sér stað á næstu vikum. Sérstaka athygli má vekja á gríðarlega góðum árangri ungmenna sambandsins á árinu 2021.Valið er samkvæmt 18. Grein í lögum LSÍ.

  1. Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

Besta Lyftingakonan

Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu Besta Lyftingakonan síðustu 7 árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71kg flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71kg flokki þegar hún lyfti 205kg samanlagt. Þriðja mótið hennar var Haustmót LSÍ þar sem hún snaraði glæsilegu íslandsmeti í -71kg flokki 97kg. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97kg í snörun og 120kg í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Þessum árangri hefur áður verið gerð betri skil í alþjóðlegum samanburði hér en Eygló bætti sinn besta árangur um 15kg á árinu 2022: https://lyftingar.wordpress.com/2022/10/23/arangur-eygloar/

Besti lyftingamaður

Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingamaður ársins. Besti árangur Brynjars kom á Norðurlandamóti unglinga þar sem hann varð norðurlandameistari 20 ára og yngri í -89kg flokki karla þegar hann snaraði 137kg og jafnhenti 158kg, samanlagt 295kg sem var nýtt íslandsmet í -89kg flokki karla og gaf honum 345 Sinclair stig. Brynjar varð í 19.sæti á HM 20 ára og yngri í -89kg flokk, í 9.sæti á EM 20 ára og yngri í -89kg flokk og stigahæstur karla á Haustmóti LSÍ. Líkt og Eygló hefur Brynjar verið að bæta sig mikið á árinu eða um 24kg í samanlögðum árangri. Brynjar hlýtur einnig nafnbótina ungmenni ársins í flokki Pilta (18-20 ára).

Ungmenni ársins

Stúlkur (18-20 ára)

Mynd: Voodo Weightlifting

Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur kom sterk inn á síðustu mánuðum ársins með frábærum árangri á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum og norðurlandamóti ungligna 20 ára og yngri. Á smáþjóðleikunum lyfti hún mest 85kg í snörun og 105kg í jafnhendingu en bætti svo um betur á Norðurlandameistaramóti unglinga sem haldið var viku seinna þegar hún snaraði aftur 85kg en jafnhenti 107kg og varð með því norðurlandameistari 20 ára og yngri í -76kg flokki kvenna.

Meyjar U17 (16-17 ára)

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) átti viðburðarríkt ár þar sem hún keppti á alls átta mótum, þar af sjö alþjóðlegum. Bestum árangri út frá Sinclair stigum náði hún á Haustmóti LSÍ þar sem hún lyfti 87kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samtals 190kg. Merkilegasta afrekið var samt sem áður silfurverðlaun á Evrópumeistaramótin 17 ára og yngri í Pólland sem hún endurtók á Norðurlandameistaramótinu 17 ára og yngri. Einnig á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Grikklandi (18.sæti) og á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexikó (7.sæti). Á smáþjóðleikunum í ólympískum lyfti Úlfhildur 106kg í jafnhendingu sem var nýtt með í flokki 17 ára og yngri.

Drengir U17 (16-17 ára)

Þórbergur Ernir Hlynson (f.2005) kórónaði gott bætingaár með því að verða norðurlandameistari unglinga 17 ára og yngri í -89kg flokki þegar hann snaraði 104kg og jafnhenti 127kg.

Meyjar U15 (15 ára og yngri)

Bergrós Björnsdóttir (f.2007) keppti á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexíkó og varð í áttunda sæti í -71kg flokki kvenna þegar hún lyfti 81kg í snörun og 100kg í jafnhendingu. Allt ný Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri en allar keppa þær í sama þyngdarflokki Bergrós, Úlfhildur og Eygló.

Drengir U15 (15 ára og yngri) Engin keppandi í þessum aldursflokki keppti á árinu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s