Eygló í 19.sæti á HM

Sjá frábæra umfjöllun MBL (15.Des) https://www.mbl.is/sport/frettir/2022/12/15/madur_verdur_alveg_sma_litill_i_ser/

Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í 19.sæti af 39 keppendum í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram í Bogota í Kólembíu um þessar mundir. Eygló var ekki langt frá sínu besta þegar hún lyfti 90kg og 94kg í snörun en klikkaði á 98kg í þriðju tilraun sem hefði verið bæting um 1kg. Í jafnhendingu opnaði hún á 115kg, fór síðan í 119kg sem er 1 kg frá íslandsmeti hennar og það fór upp. Í loka jafnhendingunni reyndi hún við 123kg en fékk ekki lyftuna gilda. Samanlagðu árangur hennar var því 213kg sem er 4kg frá Íslandsmeti hennar sem hún setti þegar hún varð Evrópumeistari 23 ára og yngri um miðjan Október síðastliðinn. Þjálfari Eyglóar, Ingi Gunnar Ólafsson benti á að þetta hefði farið í reynslubankann en Bogota er um 2600m yfir sjávarmáli og höfðu þau enga reynslu af þeim aðstæðum.

Eygló á Evrópumeistaramóti U23 með 120kg í jafnhendingu

Flokkurinn er einn af fimm þyngdarflokkum sem verða á ólympíuleikunum í París 2024 þar sem -64kg flokkurinn sem var í Tokyo fellur út og næsti flokkur því -59kg flokkurinn. Mótið var það fyrsta í úrtökukeppni fyrir leikana og skýrir það mikinn fjölda keppenda en Kínverjar, Bandaríkjamenn, Philipseyjingar og Japanir voru allir með 2 keppendur sem báðir enduðu ofar en Eygló. Úrtökukeppni fyrir París fer þannig fram að 10 efstu keppendur á heimslista í hverjum þyngdarflokk þar sem sex mót telja að loknu úrtökutímabilinu komast sjálfkrafa á leikana, mest einn frá hverju landi í hverjum þyngdarflokk og mest þrír keppendur frá hverju landi yfir alla þyngdarflokka. Hver heimsálfa (Asía, Pan-Ameríka, Eyjaálfa, Evrópa og Afríka) fá að senda stigahæsta keppenda sem ekki nær þessum top 10 árangri. Þjóðin sem hýsir næstu leika (Frakkland) fá 2 karla og 2 konur og svo eru 3 sæti á karla og 3 á konur í svokölluð Universality sæti oft talað um wildcard hér áður fyrr. Mest verða 12 keppendur í hverjum þyngdarflokk.

Rúmeninn Loredana-Elena Toma sigraði nokkuð óvænt flokkinn en hún er einn þeirra keppenda sem færir sig upp úr -64kg flokki kvenna. Hún lyfti öllum sínum snörunum og þar með 119kg sem var nýtt heimsmet og varð með því eini heimsmetahafi kvenna sem ekki kemur frá Asíu. Kínverjinn Tiantian Zeng varð önnur með 253kg í samanlögðum árangri og Ekvadorinn Engie Paola Palacios Dajomes varð þriðja með 252kg í samanlögðum árangri.

Af Evrópubúum var Frakkinn Marie Josephe Fegue áttunda með 241kg, Ítalinn Giulia Miserendino (lyfti áður í -64kg flokki) níunda með 233kg, Bretin Sarah Davies 14. með 223kg, Lisa Marie Schweizer frá Þýskalandi 16. með 220kg og síðan Eygló 19.

Heildarúrslit má sjá hér: https://iwf.sport/results/results-by-events/?event_id=562

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s