
Um helgina, 20-22.01.2023 fara fram æfingabúðir fyrir u20 íþróttamenn, haldið í höfuðstöðvum Eleiko í Halmstad, Svíþjóð. Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005), Bjarki Breiðfjörð (f. 2003), og Bríet Anna Heiðarsdóttir (f.2005) fóru sem íþróttamenn frá Íslandi.
Æfingabúðirnar eru skipulagðar af Íþróttamannaráði Norðurlandanna, í samráði við Norðurlandasambandið, og með styrk frá IWF (International Weightlifting Federation)