
Íslandsmeistaramót U15, U17, U20, U23 í Ólympískum lyftingum verður haldið af Lyftingafélagi Reykjavíkur í húsnæði Crossfit Reykjavík, laugardaginn 20. maí 2023
Opnað hefur verið fyrir skráningu.
Skráningu lýkur 6. maí 2023
Sú nýbreytni var ákveðin af stjórn LSÍ að bæta aldurshópnum U23 inn í þetta mót í samræmi við mót Evrópska lyftingasambandsins.
Vert er að taka það fram að 23. maí er lokafrestur til þess að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót U20 og U23 sem fram fer í Bucarest, Rúmeníu 24. júlí – 3. ágúst.