Árdís Grétarsdóttir endaði í 3. sæti í -64kg flokki 50-54 ára kvenna eftir harða keppni og æsispennandi tilraunir við bætingar á Evrópumeti sem hún setti í fyrstu jafnhendingu.

Hún opnaði með öruggri 50kg snörun, þyngdi því næst í 54kg sem fóru upp og endaði snörunina á að reyna við 56kg sem hún var hársbreidd frá að ná, en náði ekki að skella olnbogunum beint í lás og missti stöngina.
Hún var í 3. sæti eftir snörunina.

Í jafnhendingu byrjaði hún á 70kg lyftu, sem var Evrópumet í hennar flokki. Það stóð þó ekki lengi þar sem Mette Jespen frá Danmörku reyndi að bæta það í sinni fyrstu lyftu með 72kg tilraun sem ekki fór upp, en tók það svo í 2. tilraun. Okkar kona reyndi þá við 74kg en náði því miður ekki að halda lásnum og missti þá lyftu. Hún hækkaði þá í 75kg sem vildu ekki upp í dag. Mette tók svo þá þyngd og setti með því Evrópumet bæði í jafnhendingu og samanlögðu.
Norðurlöndin deildu svo verðlaunapallinum, Ísland í 3. Sæti, Svíþóð í 2. Sæti og Danmörk í því 1.

Glæsilegur árangur hjá Árdísi á hennar fyrsta stórmóti og aðeins öðru móti hennar í Ólympískum lyftingum.