Hrund sigraði í -71 kg þyngdarflokki, 45-49 ára nokkuð örugglega með 165kg samanlagðri þyngd 19kg meira Elaine Sims sem varð í örðu sæti.

Hún opnaði með 68kg fallegri snörun. Elaine Sims frá Bretlandi reyndi svo við 69kg í sinni þriðju og síðustu snörun, en það var tilraun til Evrópumets, en ekki vildi það upp í dag.
Hrund bað þá um 72kg á stöngina, en missti jafnvægið með stöngina og datt fram á hnén.

Hún tók hins vegar 72kg örugglega í þriðju og síðustu tilrauninni sinni og sigraði með því snörunar hluta flokksins auk þess sem 72kg eru nýtt Evrópumet og jöfnun á Heimsmeti í flokkinum hennar. Hrund fagnanði að sjálfsögðu eins og henni er einni lagið.

Í jafnhendingu tók Hrund nokkuð örugglega 85kg í fyrstu lyftu. Elaine Sims var þá ein önnur eftir í flokknum og reyndi við 86kg í sinni annarri lyftu en tókst ekki að fara undir jerkið. Því næst tók Hrund sína aðra lyftu, 90kg. Dómararnir gáfu henni eitt rautt og tvö hvít, en kviðdómur snéri dómnum við og gaf henni ógilda lyftu sökum “pess out”. Sims fór þá í 92kg sem ekki vildu upp frekar en 86kg. Hrund bað þá um 93kg sem hún negldi upp með stæl og setti með því Evrópumet í jafnhendingu og samanlögðu, en þetta er einnig jöfnun á heimsmeti í jafnhendingu og samanlögðu.

Íslendingar hafa þá lokið keppni á þessu Evrópumóti með frábærum árangri og við erum virkilega stolt af þessum keppendum.