Í gær lauk Íslandsmóti ungmenna 2023 sem Lyftingafélag Reykjavíkur hélt.
Keppt var í aldursflokkunum U15 – U17 – U20 og U23
Það var virkilega eftirtektarvert hversu fallegar lyftur yngstu iðkendurnir voru með í upphafi móts og greinilegt að þar er mikið efni í góða lyftara.
Heildarúrslit má finna á https://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-2023
Einnig má finna stórt safn af myndum frá keppninni á https://photos.app.goo.gl/XAKid8QrrZ61osQL9
Stigahæsta kona U15 var Hólmfríður Bjartmarsdóttir með 130 sinclair

Stigahæsta kona U17 var Guðrún Helga Sigurðurdóttir með 144,4 sinclair stig.
Hún setti einnig íslandsmet í jafnhendingu í U17 >81kg flokki með 79kg lyftu.

Stigahæsta kona U20 var Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 210,5 sinclair stig

Stigahæsta kona U23 var Guðný Björk Stefánsdóttir með 225,5 en fast á hæla hennar var Snædís Líf P. Dison með 225,4
Guðný Björk Stefánsdóttir setti einnig Íslandsmet í snörun í U23 76kg flokki þegar hún snaraði 90 kg í sinni þrijði snörun.

Engir karl keppendur voru í U15 og U 17
Stigahæsti karl U20 var Bjarki Breiðfjörð Björnsson með 305,0 sinclair stig

Stigahæsti karl U23 var Jóhann Valur Jónsson með 297,4 sinclair stig

Einnig er gaman að geta þess að Þorvaldur Hafsteinsson tók landsdómarapróf á mótinu.

Við þökkum öllum sem komu að mótinu. Lyfturum, dómurum, starfsfólki og Lyftingafélagi Reykjavíkur.