Saga Lyftinga á Íslandi

Grein í Morgunblaðinu á www.timarit.is

Fyrsta lyftingamót á Íslandi jan 1963 -fimmtugsafmæli framundan! þarna er ég 16ára rúm 60kg sjálfur og þyngdin 94kg (bara keppt í jafnhendu) þetta mót fór fram í gamla IR húsinu við Túngötu ,tveim mánuðum síðar var fyrsta opinbera mótið og var haldið í Tjarnarbíói þar lyfti ég 81kg í pressu (var afnumin 1972) snaraði 68.5kg og jafnhenti 100kg! get ekki annað séð enn að það væri toppárangur í drengjaflokki á nm drengja nú um mundir 😉
„Guðmundur Silver Sigurðsson“

Grein frá safnasvæði Akranes „Íþróttasafn Íslands“

LYFTINGAR (ólympískar lyftingar)

Lyftingasamband Íslands, LSÍ, stofnað 27.01.1973, iðkendur alls um 250.

Saga

Lyftingar eru tiltölulega ung íþrótt en eiga rætur aftur í öldum, því hvers konar aflraunir hafa tíðkast með öllum þjóðum. Upphaf lyftinga sem íþróttar er rakið til nokkurra landa, m.a. Rússlands, Frakklands og Þýskalands. Lengi framan af voru keppnisgreinar í lyftingum af ýmsu tagi, í fyrstu þríþrautinni t.d. steinvarp, þoljafnhöttun (það gilti að jafnhatta ákveðna þyngd sem oftast) og frjáls jafnhending. Síðar kom fimmtarþraut til sögu, en greinar hennar voru: Beggjahandasnörun, pressa, jafnhending og snörun og jafnhending með annarri hendi. Árið 1928 var tekin upp keppni í þríþraut (pressa, snörun og jafnhending) og hélt hún velli til 1972, er Alþjóðalyftingasambandið ákvað að fella pressu niður (vegna þess hversu erfitt var að úrskurða hana gilda eða ógilda) og þá um leið þríþraut, en taka upp tvíþraut í hennar stað.

Samtök og helstu mót

Alþjóðalyftingasambandið (FIH) var stofnað 1920 og Evrópusambandið 1969. HM í lyftingum hefur farið fram árlega frá 1898 og fyrsta EM var haldið 1896, sama ár og fyrstu Ólympíuleikar nútímans, þar sem lyftingar voru keppnisgrein, og hafa verið síðan.

Ísland

Aflraunir voru á stefnuskrá ÍSÍ þegar í upphafi en samt hófst iðkun lyftinga sem keppnisíþróttar ekki að marki fyrr en um 1965 með stofnun lyftingadeildar innan Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík. Stuttu síðar tók lyftingadeild til starfa innan KR og íþróttin breiddist út Keflavíkur, Vestmannaeyja og Akureyrar. Árið 1969 var fyrsta Reykjavíkurmótið, en fram til þess voru eingöngu haldin óopinber mót. 1971 var fyrsta Íslandsmótið.

 Fyrstu Íslendingarnir sem tóku þátt í keppni erlendis voru þeir Óskar Sigurpálsson og Guðmundur Sigurðsson, þátttakendur í Norðurlandameistaramótinu 1967, en báðir voru í röð fremstu lyftingamanna hérlendis. Óskar varð ennfremur fyrstur íslenskra lyftingamanna til þess að taka þátt í Ólympíuleikum og HM (1968 í Mexíkó). Auk Óskars og Guðmundar hafa Gústaf Agnarsson, Skúli Óskarsson og Friðrik Jósepsson unnið athyglisverð afrek í íþróttinni.

Fyrstu Íslandsmeistarar í lyftingum:

 Fluguvigt:                1970                Kári Elísson

Dvergvigt:                1970                Flosi Jónsson

Fjaðurvigt                 1970                Njáll Torfason

Léttvigt:                   1970-72           Rúnar Gíslason

Millivigt:                    1970                Friðrik Jósepsson

Léttþungavigt:         1970-71           Gunnar Alfreðsson

Milliþungavigt:         1970-1976       Guðmundur Sigurðsson

Þungavigt:               1970-71           Óskar Sigurpálsson

Yfirþungavigt:          1970-71           Björn Lárusson

Nánar um yfirlit yfir alþjóðlega viðburði á vef Alþjóða Lyftingasambandssins

The “Österreichischer Athleten Bund” (founded in December 1889) is officially recognised by the Imperial and Royal Governorship and became the first world’s national governing body for weightlifting

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s