Keppendalisti Íslandsmeistaramóts ásamt frekari upplýsingum

Á laugardaginn næstkomandi, 18. mars fer fram Íslandsmeistaramót, sem haldið verður af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar í íþróttahúsinu að Varmá. Vigtun hefst stundvíslega klukkan 8 fyrir kk og 9 fyrir kvk.

KK 10:00
73 kgFélagEntry Total
Árni Rúnar BaldurssonLyftingafélag Reykjavíkur240
81 kgFélagEntry Total
Viktor JónssonLyftingafélag Reykjavíkur200
Jón Smári HanssonLyftingadeild KA205
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFSelfoss255
89 kgFélagEntry Total
Aron Kristinn ÁgústssonLyftingafélag Kópavogs190
Tindur EliasenLyftingafélag Reykjavíkur225
Sigurður Darri RafnssonLyftingafélag Reykjavíkur275
Gerald Brimir EinarssonLyftingafélag Reykjavíkur282
96 kgFélagEntry Total
Ari JónssonLyftingafélag Kópavogs190
102 kgFélagEntry Total
Blaine McConnellLyftingadeild KA280
Sigurður ÁrnasonLyftingafélag Mosfellsbæjar195
109 kgFélagEntry Total
Svanur Þór VilhjálmssonLyftingafélag Kópavogs240
KVK HÓPUR 1 12:30
59 kgFélagEntry Total
Natalía GunnlaugsdóttirLyftingafélag Kópavogs120
Helga Hlín HákonardóttirUMFStjarnan125
Thelma Rún GuðjónsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur132
Rakel Ragnheiður JónsdóttirLyftingafélag Kópavogs150
Amalía Ósk SigurðardóttirLyftingafélag Mosfellsbæjar160
64 kgFélagEntry Total
Heiða Mist KristjánsdóttirUMFStjarnan100
Bríet Anna HeiðarsdóttirLyftingafélagið Hengill140
Olga Ýr GeorgsdóttirUMFN Massi150
Snædís Líf P. DisonLyftingafélag Reykjavíkur155
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs160
Íris Rut JónsdóttirUMFN Massi180
KVK HÓPUR 2 15:00
71 kgFélagEntry Total
Árdís GrétarsdóttirLyftingafélag Mosfellsbæjar115
Lilja Lind HelgadottirLyftingafélag Kópavogs120
Úlfhildur Arna UnnarsdóttirUMFStjarnan180
Eygló Fanndal SturludóttirLyftingafélag Reykjavíkur210
76 kgFélagEntry Total
Guðný Björk StefánsdóttirLyftingafélag Kópavogs170
81 kgFélagEntry Total
Indíana Lind GylfadóttirUMFStjarnan150
87 kgFélagEntry Total
Friðný FjólaUMFStjarnan198
87+ kgFélagEntry Total
Ragna HelgadóttirLyftingafélag Kópavogs130
Unnur Sjöfn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs148
Erla ÁgústsdóttirLyftingafélag Kópavogs193

Streymi má finna á linkum hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=SbJnwJIoZgs

Keppendalisti RIG

Ísland
Alex Daði Reynisson
Brynjar Logi Halldórsson
Þuríður Erla Helgadóttir
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

Noregur
Kim Eirik Tollefsen
Daniel Ronnes
Melissa Schanche
Julia Jordanger

Danmörk
Louis Strøier
Thomas Strøier
Melina Barhagh
Mette Fasmila Pedersen

Finnland
Jesse Nykänen
Lassi Kemppainen
Emilia Tiainen
Heidi Kunelius

Færeyjar
Niels Áki Mørk
Pól Andreasen
Asta Egilstoft Nielsen
Maibrit Reynheim Petersen

Því miður dróg Svíþjóð sig úr keppni, annars hefðu öll norðurlöndin verið að senda lið.
Hvert lið hefur 2 karla og tvær konur, og svo er samanlögð stig þeirra sem gilda til úrslita.+
Mótið verður haldið sunnudaginn 29. janúar í Laugardalshöllinni, og hefst keppni klukkan 9.

LIVE STREAM
https://app.staylive.io/rigplay?fbclid=IwAR2TAQEavZOwFq60S2rlqiEYDZxFzy-bU7n6pzCYstdduslUr9y8Nge_e1E

Æfingabúðir í Halmstad, Svíþjóð

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir, Bjarki Breiðfjörð og Bríet Anna Heiðarsdóttir

Um helgina, 20-22.01.2023 fara fram æfingabúðir fyrir u20 íþróttamenn, haldið í höfuðstöðvum Eleiko í Halmstad, Svíþjóð. Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005), Bjarki Breiðfjörð (f. 2003), og Bríet Anna Heiðarsdóttir (f.2005) fóru sem íþróttamenn frá Íslandi.
Æfingabúðirnar eru skipulagðar af Íþróttamannaráði Norðurlandanna, í samráði við Norðurlandasambandið, og með styrk frá IWF (International Weightlifting Federation)

HM MASTERS 2022

Helga Hlín Hákonardóttir og Hrund Scheving eru fulltrúar Íslands á HM Masters 2022 sem haldið er í Orlando í Bandaríkjunum.

Helga Hlín keppir í kvöld klukkan 20:30 á rauða pallinun, og Hrund Scheving á Bláa pallinnum á þriðjudaginn klukkan 9.

það eru tvö streymi, eitt fyrir hvorn pall.

streymi er á youtube rásinni á linknum hér fyrir neðan.

https://m.youtube.com/@turtlelifter

Skráning er hafin á Jólamót LSÍ / Íslandsmeistaramót unglinga

Jólamótið og Íslandsmeistaramót unglinga verða haldin saman, af Lyftingafélagi Kópavogs í Sporthúsinu. Hér á ferð er kjörið tækifæri til að nýta auka kraftinn sem fæst í desmber til að lyfta þungt og hafa gaman!

Skráningarform má finna í linkum hér fyrir neðan, og er skráning opin til 11. desember.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfn-n54MFGd48Thyo1ystmGH88iJ6sMNGrx_GVPppvp247Ecg/viewform?usp=sf_link

Smáþjóðaleikar 2022

Keppni á Smáþjóðaleikunum í Kýpur er lokið.

Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel, og vorum við Íslendingar í harðri baráttu um gullið.
Ísland hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.

Úlfhildur varð í 2 sæti yfir stigahæstu konuna, Gerald Brimir einnig, ásamt því að bæði Íslenska karla og kvennaliðið höfnuðu bæði í 2. sæti í þeirri keppni.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir tók 80-83-86x í snörun og 100-104-106 í jafnhendingu, og voru bæði 104kg og 106kg bæting á hennar eigin Íslandsmeti í flokki u17.

Birta Líf kom einnig sterk inn í keppnina. Hún tók seríuna 77-81-85 og 100-103-105, með allar sínar lyftur gildar.

Daníel Róbertson tók 115kg í snörun, en meiddist í hnéi í annarri tilraun við 120kg. Daníel reyndi samt aftur við 120, sem gekk því miður ekki upp.
Daníel lét sig þó ekki vanta og gerði sitt af mörkum fyrir liðið, en hann opnaði á 110-120-127, allar lyftur gildar. Danni tók í raun bara „rúmenska“ kraftvendingu, með beinar fætur.

Gerald Brimir Einarsson tók seríuna 110-116-120 í snörun, og 150-156-161x í jafnhendingu. Var það bæting á hans besta árangri um 6kg. Gerald átti strangheiðarlega tilraun við 161kg en rétt missti jerkið, og var það tilraun til Íslandsmets.

Alex Daði var svo í síðustu grúbbuni. Keppnin hjá Alex Daða byrjaði ekki vel, en hann missti fyrstu tilraun við 110kg, en tók það í seinni tilraun. Í síðstu tilraun við snörun reyndi hann við 116 sem gekk ekki upp. Alex Daði á best 130kg í snörun á móti, svo þetta var töluvert undir væntingum hjá honum þar. Í jafnhendingunni mætti hann þó galvaskur til leiks, og opnaði í 150kg sem flaug upp. Hann bað um 163kg í annari tilraun, en rétt missti jerkið. Hann kom svo sterkur inn í síðustu tilraun og lyfti 163kg nokkuð auðveldlega, sem var nýtt Íslandsmet í -96kg flokki fullorðinna.

Ingi Gunnar Ólafsson hélt liðinu saman, en hann fór út sem landsliðsþjálfari. Erna Héðinsdóttir fór út sem Cat. 1 dómari, og Árni Rúnar Baldursson fór út til að þeyta Cat. 2 alþjóðlegt dómararéttindapróf.

Var mikil umgjörð um mótið, en Milan Mihajlovic, sem er General Secretary hjá Evrópska lyftingasambandinu, hélt námskeið um tæknileg atriði og reglur í lyftingum, Denise Offerman hélt Anti-doping námskeið, og Dr. Mike Irani, fyrrverandi forseti alþjóða lyftingasambandsins (IWF) hélt fyrirlestur um meiðsli og meðferðir við meiðslum.

Smáþjóðaleikar 2022

Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í ár í Limassol, Kýpur.
Smáþjóðaleikarnir eru liðakeppni, og eru 3 karlar og tvær konur sem keppa, og samanlögð Sinclair stig þeirra ráða úrslitum.
Allir íslensku keppendurnir keppa laugardaginn 5. nóvember.
KVK keppendur okkar eru þær Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir.
KK keppendur eru Alex Daði Reynisson, Daníel Róbertsson og Gerald Brimir Einarsson.
Eygló Fanndal Sturludóttir, Evrópumeistarinn okkar var skráður til keppni, en þurfti að draga sig til baka með mjög litlum fyrirvara. Landsliðsþjálfara var falið það verk að meta ástand mögulegs staðgengils, og með mikilli lukku fengum við Birtu Líf inn, innan við tveimur dögum frá upphafi ferðalags.

Linkur á live stream má finna á facebook síðu Lyftingasambandsins í Kýpur.

https://www.facebook.com/CyprusWeightliftingFederation

Fyrsti Íslenski Evrópumeistarinn

ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) hreppti í dag fyrstu gullmedalíur á Evrópumeistaramóti í lyftingum, frá upphafi. Ein gullmedalía dugði ekki heldur gerði hún gott betur og kemur heim með gull í öllum greinum. Snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Eygló bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur, en sú sem varð í 2. sæti var 12kg undir Eygló í samanlögðum árangri.Þess má geta að Eygló heldur nú öllum íslandsmetum í U20, U23 og Senior í 71 kg og 76 kg flokki kvenna. Einnig heldur hún norðurlandametum U20 í snörun bæði í 71 kg flokki og 76 kg flokki.

6/6 hjá Eygló
ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) átti einnig gott mót, en hann tvíbætti íslandsmetið í snörun, 132kg sem hann lyfti í annari tilraun og fór svo örugglega með 135kg í 3 og síðustu tilraun. Í jafnhendingunni náði hann 156kg sem er bæting á hans eigin íslandsmeti, og reyndi við 161kg í síðustu tilrauninni, sem gekk ekki upp í þetta skiptið. Brynjar hefur stefnt að því frá því í fyrra að ná 300 kg í samanlögðum árangri fyrir lok 2022 og á hann nú bara 9 kg eftir af því markmiði.

ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) keppti einnig, en fór einungis upp með opnunarlyftungar sínar, 83kg í snörun og 101kg í jafnhendingunni. Hún hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, og einungins 17 ára gömul. Við eigum eftir að sjá töluvert meira af henni í framtíðinni.

Úlfhildur situr undir 83kg

EM u20/u23

Evrópumeistaramót u20/u23 er að þessu sinni haldið í Durres í Albaníu.
Á Ísland 3 keppendur á mótinu.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppir á morgun klukkan 9 á Íslenskum tíma í -71kg B

Hollið hennar Úlfhildar

Brynjar Logi Halldórsson keppir svo í -89kg B á föstudaginn kl 8:30 að íslenskum tíma

Hollið hjá Brynjari

Og loks stígur Eygló Fanndal Sturludóttir á pallinn klukkan 14 að íslenskum tíma á föstudaginn.

Linkur á Live Stream kemur inn í fyrramálið