HM MASTERS 2022

Helga Hlín Hákonardóttir og Hrund Scheving eru fulltrúar Íslands á HM Masters 2022 sem haldið er í Orlando í Bandaríkjunum.

Helga Hlín keppir í kvöld klukkan 20:30 á rauða pallinun, og Hrund Scheving á Bláa pallinnum á þriðjudaginn klukkan 9.

það eru tvö streymi, eitt fyrir hvorn pall.

streymi er á youtube rásinni á linknum hér fyrir neðan.

https://m.youtube.com/@turtlelifter

Skráning er hafin á Jólamót LSÍ / Íslandsmeistaramót unglinga

Jólamótið og Íslandsmeistaramót unglinga verða haldin saman, af Lyftingafélagi Kópavogs í Sporthúsinu. Hér á ferð er kjörið tækifæri til að nýta auka kraftinn sem fæst í desmber til að lyfta þungt og hafa gaman!

Skráningarform má finna í linkum hér fyrir neðan, og er skráning opin til 11. desember.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfn-n54MFGd48Thyo1ystmGH88iJ6sMNGrx_GVPppvp247Ecg/viewform?usp=sf_link

Smáþjóðaleikar 2022

Keppni á Smáþjóðaleikunum í Kýpur er lokið.

Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel, og vorum við Íslendingar í harðri baráttu um gullið.
Ísland hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.

Úlfhildur varð í 2 sæti yfir stigahæstu konuna, Gerald Brimir einnig, ásamt því að bæði Íslenska karla og kvennaliðið höfnuðu bæði í 2. sæti í þeirri keppni.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir tók 80-83-86x í snörun og 100-104-106 í jafnhendingu, og voru bæði 104kg og 106kg bæting á hennar eigin Íslandsmeti í flokki u17.

Birta Líf kom einnig sterk inn í keppnina. Hún tók seríuna 77-81-85 og 100-103-105, með allar sínar lyftur gildar.

Daníel Róbertson tók 115kg í snörun, en meiddist í hnéi í annarri tilraun við 120kg. Daníel reyndi samt aftur við 120, sem gekk því miður ekki upp.
Daníel lét sig þó ekki vanta og gerði sitt af mörkum fyrir liðið, en hann opnaði á 110-120-127, allar lyftur gildar. Danni tók í raun bara „rúmenska“ kraftvendingu, með beinar fætur.

Gerald Brimir Einarsson tók seríuna 110-116-120 í snörun, og 150-156-161x í jafnhendingu. Var það bæting á hans besta árangri um 6kg. Gerald átti strangheiðarlega tilraun við 161kg en rétt missti jerkið, og var það tilraun til Íslandsmets.

Alex Daði var svo í síðustu grúbbuni. Keppnin hjá Alex Daða byrjaði ekki vel, en hann missti fyrstu tilraun við 110kg, en tók það í seinni tilraun. Í síðstu tilraun við snörun reyndi hann við 116 sem gekk ekki upp. Alex Daði á best 130kg í snörun á móti, svo þetta var töluvert undir væntingum hjá honum þar. Í jafnhendingunni mætti hann þó galvaskur til leiks, og opnaði í 150kg sem flaug upp. Hann bað um 163kg í annari tilraun, en rétt missti jerkið. Hann kom svo sterkur inn í síðustu tilraun og lyfti 163kg nokkuð auðveldlega, sem var nýtt Íslandsmet í -96kg flokki fullorðinna.

Ingi Gunnar Ólafsson hélt liðinu saman, en hann fór út sem landsliðsþjálfari. Erna Héðinsdóttir fór út sem Cat. 1 dómari, og Árni Rúnar Baldursson fór út til að þeyta Cat. 2 alþjóðlegt dómararéttindapróf.

Var mikil umgjörð um mótið, en Milan Mihajlovic, sem er General Secretary hjá Evrópska lyftingasambandinu, hélt námskeið um tæknileg atriði og reglur í lyftingum, Denise Offerman hélt Anti-doping námskeið, og Dr. Mike Irani, fyrrverandi forseti alþjóða lyftingasambandsins (IWF) hélt fyrirlestur um meiðsli og meðferðir við meiðslum.

Smáþjóðaleikar 2022

Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í ár í Limassol, Kýpur.
Smáþjóðaleikarnir eru liðakeppni, og eru 3 karlar og tvær konur sem keppa, og samanlögð Sinclair stig þeirra ráða úrslitum.
Allir íslensku keppendurnir keppa laugardaginn 5. nóvember.
KVK keppendur okkar eru þær Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir.
KK keppendur eru Alex Daði Reynisson, Daníel Róbertsson og Gerald Brimir Einarsson.
Eygló Fanndal Sturludóttir, Evrópumeistarinn okkar var skráður til keppni, en þurfti að draga sig til baka með mjög litlum fyrirvara. Landsliðsþjálfara var falið það verk að meta ástand mögulegs staðgengils, og með mikilli lukku fengum við Birtu Líf inn, innan við tveimur dögum frá upphafi ferðalags.

Linkur á live stream má finna á facebook síðu Lyftingasambandsins í Kýpur.

https://www.facebook.com/CyprusWeightliftingFederation

Fyrsti Íslenski Evrópumeistarinn

ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) hreppti í dag fyrstu gullmedalíur á Evrópumeistaramóti í lyftingum, frá upphafi. Ein gullmedalía dugði ekki heldur gerði hún gott betur og kemur heim með gull í öllum greinum. Snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Eygló bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur, en sú sem varð í 2. sæti var 12kg undir Eygló í samanlögðum árangri.Þess má geta að Eygló heldur nú öllum íslandsmetum í U20, U23 og Senior í 71 kg og 76 kg flokki kvenna. Einnig heldur hún norðurlandametum U20 í snörun bæði í 71 kg flokki og 76 kg flokki.

6/6 hjá Eygló
ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) átti einnig gott mót, en hann tvíbætti íslandsmetið í snörun, 132kg sem hann lyfti í annari tilraun og fór svo örugglega með 135kg í 3 og síðustu tilraun. Í jafnhendingunni náði hann 156kg sem er bæting á hans eigin íslandsmeti, og reyndi við 161kg í síðustu tilrauninni, sem gekk ekki upp í þetta skiptið. Brynjar hefur stefnt að því frá því í fyrra að ná 300 kg í samanlögðum árangri fyrir lok 2022 og á hann nú bara 9 kg eftir af því markmiði.

ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) keppti einnig, en fór einungis upp með opnunarlyftungar sínar, 83kg í snörun og 101kg í jafnhendingunni. Hún hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, og einungins 17 ára gömul. Við eigum eftir að sjá töluvert meira af henni í framtíðinni.

Úlfhildur situr undir 83kg

EM u20/u23

Evrópumeistaramót u20/u23 er að þessu sinni haldið í Durres í Albaníu.
Á Ísland 3 keppendur á mótinu.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppir á morgun klukkan 9 á Íslenskum tíma í -71kg B

Hollið hennar Úlfhildar

Brynjar Logi Halldórsson keppir svo í -89kg B á föstudaginn kl 8:30 að íslenskum tíma

Hollið hjá Brynjari

Og loks stígur Eygló Fanndal Sturludóttir á pallinn klukkan 14 að íslenskum tíma á föstudaginn.

Linkur á Live Stream kemur inn í fyrramálið

Haustmót LSÍ 2022

Eygló Fanndal Sturludóttir með 110kg
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Haustmót LSÍ var haldið af Worldfit í glæsilegu húsnæði þeirra í Kringlunni. Mótið gekk með eindæmum vel, og voru aðstæður til fyrirmyndar. Dagurinn gekk mjög vel, og voru sett 17 Íslandsmet.
Eygló Fanndal Sturludóttir sigraði keppnina kvennamegin, en hún snaraði 90-94-97kg og tvíbætti hún því Íslandsmetin í snörun í annari og þriðju tilraun. Í jafnhendingunni byrjaði Eygló á 110kg, en greip stönginna illa og féll í yfirlið. Hún var þó fljót að ná áttum og stóð upp, og sagðist ætla að gera þetta aftur. Það gerði hún og stöngin flaug gott sem áreynslulaust upp fyrir haus. Hún gerði svo gott betur og tók 112kg í síðustu tilraun og kláraði því mótið með 209kg í samanlögðum árangri, sem er þyngsti samanlagði árangur sem Íslensk kona hefur náð!

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 103kg
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir var í öðru sæti, og átti hún frábært mót. Hún snaraði 83kg í fyrstu tilraun, og tók svo 87kg Íslandsmet í annari tilraun og átti heiðarlega tilraun við að tvíbæta metið með 90kg í þriðju tilraun. Það gekk ekki upp í þetta skiptið en virðist stutt í að hún felli 90kg múrinn. Í jafnhendingunni opnaði Úlfhildur á 103kg lyftu, og gerði það glæsilega. Það var eina lyftan sem fór upp hjá henni þann daginn í jafnhendingunni og var það hvorki meira né minna en bæting á Íslandsmeti um 2kg. Hún átti tvær góðar tilraunir við 105kg en það gekk ekki upp. Úlfhildur kláraði því mótið með 190kg í samanlögðum árangi. Úlfhildur er fædd árið 2005, og er því 17 ára gömul!
Í þriðja sæti var svo Snædís Líf Pálmarsdóttir en hún kláraði mótið með 68kg í snörun og 87kg í jafnhendingu. Hún á stuttan lyftingaferil að baki, en hún keppti á sínu fyrsta móti á Sumarmóti LSÍ 2021, og eigum við því von á að sjá miklu meira af henni í framtíðinni!

Hjá körlum vann Brynjar Logi Halldórsson öruggan sigur. Hann kláraði mótið með 131kg í snörun og 155kg í jafhendingu, 286kg í samanlögðu og setti alls 6 Íslandsmet. Brynjar hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verður gaman að fylgjast með afrekum hans á komandi tímum.

Brynjar Logi Halldórsson fagnar Íslandsmeti
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Daníel Róbertsson var í öðru sæti með 120kg í snörun og 145kg í jafnhendingu. Daníel er þaulreyndur lyftingamaður, en bestu tölunum sínum, 132-158kg, náði hann árið 2020. Verður gaman að sjá hvort að Daníel toppi þær tölur á næstunni.
Í þriðja sæti var Bjarki Breiðfjörð en hann kláraði mótið með 110kg í snörun og 127kg í jafnhendingu. Bjarki er 19 ára gamall og virðist eiga töluvert mikið inni, og því mikið rými fyrir bætingar! Bjarki er maður sem vert er að fylgjast með á næstu árum!

Keppendalisti Haustmóts LSÍ

Keppendalisti og tímaáætlun.
Vigtun hefst klukkan 8 fyrir KK og 9 fyrir KVK í húsnæði WorldFit í Kringlunni.

KK 1 10:00
Eyjólfur Andri Björnsson        -81kg LFR 205kg
Marel Bent Bjórgvinsson        +109kg UMFS 200kg
Tindur Eliasen                           -81kg LFR 196kg
Jósef Gabríel Magnússon      -81kg LFR 190kg
Jón Smári Hansson                -73kg KA    180kg
Aðalsteinn Þorsteinsson        -89kg LFR 180kg
Breki snorrason                       -81kg LFR 150kg


KK 2 11:30
Brynjar Logi Halldórsson         -89kg LFR 271kg
Daníel Róbertsson                   -89kg LFR 260kg
Kári Walter                                -96kg LFK 247kg
Jóhann Valur Jónsson            -89kg LFG 241kg
Bjarki Breiðfjörð Björnsson    -81kg UMFS 240kg
Bjarni Leifs Kjartansson          -81kg LFR 230kg
Þórbergur Ernir Hlynsson        -89kg LFR 220kg


KVK 1 13:00
Thelma Rún Guðjónsdóttir    – 59kg  LFR       127kg
Salka Cécile                          -71kg   LFR    125kg
Steinunn Soffía Hauksdóttir  -64kg   LFR       122kg
Helga Hlín Hákonardóttir        -59kg  LFR      122kg
Sædís Friðriksdóttir                -76kg   LFK     115kg
Guðlaug Li Smáradóttir          -64kg   LFK     112kg
Guðrún Helga Sigurðardóttir +87kg  LFR      110kg
Vigdís María Geirsdóttir         +87kg  LFK      103kg


KVK 2 15:00
Eygló Fanndal Sturludóttir     -71kg   LFR     205kg
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir     -71kg  LFR     181kg
Guðný Björk Stefánsdóttir     -76kg   LFG     170kg
Tinna Marín Sigurðardóttir    -71kg   LFR      153kg
Snædís Líf Pálmarsdottir       -64kg   LFR     150kg
Thelma Mist Oddsdóttir         -64kg   LFK      145kg
Bríet Anna Heiðarsdóttir        -64kg Hengill 135kg
Hildur Guðbjarnadóttir            -76kg  LFR      130kg
Sólveig Þórðardóttir                -76kg  LFR      130kg

Dómaranámskeið

Dómaranámkseið í Ólympískum lyftingum 9. – 10. september 2022

Skráning á:
https://forms.gle/9FU3qqbh7E63sGDn9

Bóklegur hluti og sýnikennsla fer fram að
Katrínartúni 4, föstudaginn 9. september

16:00 – 17:00 Fyrirlestur 1
Pása
17:15 – 18:15 Fyrirlestur 2
Pása
18:30 – 19:30 sýnikennsla/verklegt

Matarhlé – veitingar á staðnum

20:00 – 21:00 Próf

Þátttakendur dæma á haustmótinu sem haldið er 10. – 11. september
í World Class Kringlunni og hefst kl. 10:00

Námsefnið er umfangsmikið og á fyrirlestrunum verður skautað yfir það helsta og tækifæri til að spyrja spurninga. Það er því mikilvægt að þið komið vel undirbúin.

Námsefnið er  IWF  TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS 2020

https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2020/01/IWF_TCRR_2020.pdf4

Prófið og svör á prófi er að finna á netinu og það er mín ráðlegging til ykkar að þið skimið yfir bókina (eða lesið spjaldanna á milli) gerið prófið og flettið upp því sem þið eruð óviss á.

Prófið:

Svör:

Gæti kannski hljómað eins og svindl… en staðreyndin er að ef þið kunnið prófið og það sem á því er þá eruð þið komin með þekkingu á því sem skiptir máli.

Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku, en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá, en er líka gagnlegt fyrir ykkur.

Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa í vasanum á keppnisdag til að rifja upp… helst fyrir hvert mót.

https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing

Þið megið endilega biðja um aðgang að þessari síðu og nota hana til að spyrja spurninga ef einhverjar eru.

Ef þið viljið virkilega hella ykkur í þetta þá eru til video á youtube sem hægt er að horfa á:

Gangi ykkur sem allra best og verið ófeimin að spyrja ef það er eitthvað óljóst.

Kv,

Erna Héðinsdóttir
ernahed@gmail.com