Uppfærðar reglur IWF teknar upp 5.Desember

Alþjóðalyftingasambandið hefur gefið út uppfærslu af reglubók sinni: IWF TCRR 2022

Hér má sjá yfirlit yfir hverjar helstu breytingar eru frá fyrri reglubók: https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2022/11/ANNEX-IWF-TCRR-MODIFICATIONS-AS-OF-05-DECEMBER-2022.pdf

Sérstaka athygli skal vekja á nýjum þyngdarflokkum sem verða á Ólympíuleikunum í París og eru ekki þeir sömu og voru í Tokyo.

Karlar:

-61kg, -73kg, -89kg, -102kg og +102kg

Konur:

-49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg

Sjá hér lifandi skjal með úrdrátti úr reglum IWF á íslensku sem Cat. 1 alþjóðadómarinn Erna Héðinsdóttir heldur utan um:

https://docs.google.com/document/d/1APza2MXKUJ3g6PACE-gICwZi-CukKUclduLex_o7uT0/edit

Fréttaflutningur af NM Unglinga

Mælum með eftirfarandi umfjöllun:

Íþróttavikan með Benna Bó (frá 26:44) : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/ithrottavikan-med-benna-bo/18-november-2022-einar-orn-jonsson-bragi-thordarson-hm-og-fleira/

Vísir: https://www.visir.is/g/20222338499d/gull-lyfta-og-gledi-is-lenska-nordur-landa-meistarans

MBL: https://www.mbl.is/sport/frettir/2022/11/16/mokudu_inn_medalium_a_nm/

EWF: https://ewf.sport/2022/11/19/competition-results-2022-nordic-youth-and-junior-championships/

Myndir frá mótinu má sjá á facebook síðu Voodoo Weightlifting: https://www.facebook.com/voodooweightlifting/

Tveir íslendingar hljóta Elite Pin Norðurlandasambandsins

Á norðurlandamóti unglinga sem haldið var síðastliðna helgi voru þrjár lyftingakonur heiðraðar með Elite Pin NWF (Nordic Weightlifting Federation) þar af tvær íslenskar.

Það voru Katla Björk Ketilsdóttir (f.2000) sem fékk merki númer 166 fyrir að lyfta samtals 194kg í -64kg flokki á Evrópumeistaramótinu í lyftingum sem fram fór í Tirana, Albaníu þann 31.Maí síðastliðinn.

Merki númer 168 fékk síðan Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) fyrir að lyfta samtals 205kg í -71kg flokki kvenna einnig á EM í Albaníu en hennar flokkur var 1.Júní síðastliðinn.

Frá vinstri, Katla Björk Ketilsdóttir, Aino Luostarinen frá Finnlandi og Eygló Fanndal Sturludóttir eftir afhendingu Elite Pin.

Elite Pin er hefur verið afhentur í yfir 50 ár og má sjá lista yfir þá sem hafa fengið hann hér.

Aðeins sjö íslendingar hafa fengið Elite Pin en þeir eru:

Nr. 30 afhent 1976: Gústaf Agnarsson (f.1952-d.2007) sá lyftingamaður sem lyft hefur mestri þyngd í snörun (170kg), jafnhendingu (210kg) og samanlögðu 375kg. Gústaf hóf oft keppni mjög hátt í snörun og féll því oft úr keppni á alþjóðlegum mótum.

Nr. 31 afhent 1976: Guðmundur Sigurðsson (f.1946) fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 (13.sæti) og Montreal 1976 (8.sæti) sem og ótal evrópu og heimsmeistaramótum.

Nr.83 afhent 1993-1995: Haraldur Ólafsson (f.1962). Þrátt fyrir að hafa fengið Elite Pin á árunum 1993-1995 nær Haraldur sýnum besta árangri á áttunda áratugnum. M.a. sinni hæstu Sinclair stigatölu þegar hann lyftu 127,5kg í snörun og 172,5kg í jafnhendingu í -75kg flokki á EM 1984 (15.sæti)

Nr. 140 afhent 2016: Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2016 þar sem hún lyftu 80kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samanlagt 183kg í -58kg flokki. Besti árangur Þuríðar til dagsins í dag var á HM 2017 þar sem hún endaði í 10.sæti og lyfti 86kg og 108kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna.

Nr. 144 afhent 2017: Andri Gunnarsson (f.1983). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2017 þar sem Andri snaraði 160kg og jafnhenti 195 í +105kg flokki karla. Það var jafnframt síðasta mót Andra.

Stefnt er að útgáfu 50 ára afmælisrits LSÍ árið 2023 þar sem farið verður yfir ýmis afrek íslendinga á lyftingapallinum og sá sem þetta ritar tekur því aðeins forskot á sæluna hér að neðan í smá sögulegri yfirferð um Gústaf Agnarsson.

Þrátt fyrir að báðir hafi þeir Gústaf og Guðmundur fengið Elite Pin 1976 voru þeir vel að honum komnir árin á undan, árangur Guðmundar á Ólympíuleikunum 145-187,5=332,5kg í -90kg flokki var besti árangur hans á erlendu móti á ferlinum. Gústaf lyfti 157,5-192,5=350kg á Íslandsmeistaramótinu í -110kg flokki þetta ár og reyndi við nýtt norðurlandamet í snörun 170,5kg sem hann sat undir.

Kafli úr ársskýrslu Lyftingasambandsins 1974 er svo hljóðandi sýnir vel hversu illa Gústaf gekk að ná árangri á stórmótum.

Norðurlandameistaramótið fór fram í Fredrikstad í Noregi, í endan á apríl s.l.. LSÍ sendi fimm þátttakendur og var Finnur Karlsson farastjóri. Keppendur voru þessir.Skúli Óskarsson sem keppti í millivigt og náði 5.sæti með 245kg. Friðrik Jósepsson sem keppti í milliþungavigt, en féll úr, eftir að hafa snarað 135kg. Guðmundur Sigurðsson keppti í milliþungavigt og náði 3.sæti með 320kg samanlagt. Gústaf Agnarsson sem keppti í þungavigt, en féll úr. Óskar Sigurpálsson sem keppti í þungavigt og náði 3.sæti með 310kg samanlagt. Má LSÍ vel við una, árangri ísl. keppendanna, því miðað við getu í öðrum ísl. íþróttagreinum var hann frábær.
Um mánaðarmótin maí-júní fór fram Evrópumeistaramótið í Verona á Ítalíu. Fyrir hönd Íslands kepptu þeir Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson. Varð Guðmundur áttundi í milliþungavigt með 322,5kg samanlagt. Gústaf keppti í þungavigt, en því miður féll hann úr.
Á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Manila á Filippseyjum kepptu þeir, Gústaf og Guðmundur fyrir hönd Íslands, en farastjóri var Finnur Karlsson. Var þessi ferð farinn LSÍ algjörlega að kostnaðarlausu. Þar náði Guðmundur 10. sæti í milliþungavigt með 320kg samtals en Gústaf féll úr, því miður.

Erling Johansen sem keppti þrisvar fyrir dani á ólympíuleikunum 1972,1976 og 1980 sagði mér skemmtilega sögu af Gústaf af heimsmeistaramótinu 1974 í Manila á Filipseyjum. Á Evrópumeistaramótinu fyrr á árinu hafði Gústaf þá aðeins 22 ára snarað 155kg í -110kg flokki en fallið úr keppni í jafnhendingu. Þrjár þyngstu lyftur á EM 1974 í snörun voru Valentin Hristov (Bulgaria) – 167.5kg, Jurgen Ciezki (A-þýskaland) 165kg og Valery Ustyuzhin (Sovét) (162.5kg). Þegar á heimsmeistaramótið var komið bað Gústaf hann Erling um að hjálpa sér í keppninni, þegar Erling spyr hann hvaða þyngd hann ætli að opna á segir Gústaf 160kg. Erling spyr hvort það sé nú ekki full vel ílagt, heimsmetið á þeim tíma var 177.5kg og engin hafði meldað svo þunga opnunarþyngd. En Gústaf var ekki haggað hann hafði reiknað út að 160kg myndu duga honum í bronsverðlaun á mótinu í snörun og hann ætlaði sér ekki minna afrek. Erling klóraði sér í hausnum og sagði bara gott og vel, ég skal hjálpa þér og þá hófst biðin. Í loka upphitunarlyftunni snýr Gústaf sig á vinstri ökkla og Erling þarf að teipa hann. Yuri Zaitzev sem keppti fyrir Sovétríkin árinu eldri en Gústaf klóraði sér í hausnum yfir því hvað þessi íslendingur væri að byrja í 160kg þegar hann var búinn með sýna opnunarlyftu 155kg. Jurgen Ciezki og Valery Ustyuzhin hækka báðir í 160kg í sinni opnunar lyftu líkt og Gústaf. Gústaf fer út á pall, nær ekki alveg að sitja undir stönginni, Ciezki og Ustyzhin klára sýna lyftur. Kaks frá Austur-Þýskalandi klikkar á 160kg í annari tilraun. Zaitzev fer í 160kg og fær lyftuna gilda 2-1 í sinni annari tilraun. Gústaf tekur sýna aðra tilraun, ekki góð og hann er kominn upp að vegg. Kaks fer í sýna þriðju tilraun og nær 160kg í henni. Gústaf fer í þriðja sinn í 160kg og nær loks að sitja undir stönginni en upp fór það ekki og ökklin fór víst alveg við þetta þann daginn og Gústaf lyfti ekki í jafnhendingunni. Eftir mótið fór hann til Álaborgar með Erling þar sem hann átti að keppa í Alborg cup en gat víst lítið beitt sér þar. Snörunin fór svo að Valery Ustyuzhin lyfti 167.5kg, Jurgen Ciezki 165kg en 160kg lyfta Yury Zaitsev dugði honum í bronsið í snörun. Zaitsev lést fyrir rétt um 1 og hálfum mánuði síðan 30.September 2022 og átti hann eftir að verða Ólympíumeistari 1976, Heimsmeistari 76, 78 og Evrópumeistari 1979. En Erling man vel eftir HM bronsinu sem aldrei varð fyrir Gústaf.

Svo skemmtilega vill til að þessi sería er til á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=0hMjAcERuW4

Gústaf í lokalyftunni: https://www.youtube.com

Úrslit: Norðurlandamót Unglinga 2022

Norðurlandamót unglinga í ólympískum lyftingum fór fram í lyftingahöllinni Miðgarði í Garðabæ um helgina. Keppt er í tveimur aldursflokkum 17 ára og yngri (e.Youth) og 18-20 ára (e. Junior) og náðu íslendingar níu sinnum á pall; fjórir norðurlandameistaratitlar, tvö silfur og þrjú brons. Yfir 130 erlendir gestir og keppendur komu til landins í tengslum við mótið.

Sjá ÚRSLIT/RESULTS

Lyftingasambandið vill þakka sérstaklega öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem komu að mótinu, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt!

Þeir eru:

Garðabær SI Raflagnir ehf.
GJ TravelVerkhönnun
LemonTHG Arkitektar
RafkaupRafholt
ÁberandiExton
Reitir FasteignafélagAskur – Brasserie
VH Veitingar (GKG)Rafmiðlun
Hótel ÍslandLyftingadeild Stjörnunnar
Styrktaraðilar Norðurlandamóts Unglinga í lyftingum

Árangur íslendinga á mótinu var eftirtektarverður og fékk íslenski þjóðsöngurinn að hljóma fjórum sinnum, sá norski sjö sinnum, Finnland fékk sex titla, danir fjóra líkt og Ísland og Færeyjar fögnuðu sínum fyrsta norðurlandameistaratitli unglinga þegar Niels Áki Mörk sigraði -67kg flokk 18-20 ára.

Niels Áki Mörk frá Færeyjum, ánægður með gullið! Ljósmynd:Alexander Ögren @alexsovietlifting

Árangur íslendinga var eftirfarandi.

Þórbergur Ernir Hlynsson sigraði -89kg flokk 17 ára og yngri þegar hann lyfti 104kg í snörun og 127kg í jafnhendingu. Þórbergur fékk 5/6 lyftum gildar og vann flokkinn með 5 kg mun en daninn William Christansen sem var annar lyfti öllum sínum lyftum.

Tindur Elíasen vann bronsverðlaun í -81kg flokki 17 ára og yngri þegar hann lyfti 216kg samanlagt, snörunin hans 101kg var nýtt íslandsmet í -89kg flokki 17 ára og yngri.

Brynjar Logi Halldórsson með 153kg í jafnhendingu. Ljósmynd: Edward Baker @voodooweightlifting

Brynjar Logi Halldórsson varð norðurlandameistari í -89kg flokki 20 ára og yngri eftir frábæra frammistöðu þar sem hann lyfti þyngst 137kg í snörun og 158kg í jafnhendingu, samanlagt 295kg. Allt voru það ný íslenskt unglingamet og snörunin og samanlagður árangur ný met í fullorðinsflokki. Brynjar var þriðji stigahæsti karl keppandi mótsins og átti hann góða tilraun við 163kg í lokatilraun við mikinn fögnuð viðstaddra sem hefði gefið honum 300kg í samanlögðum árangri. Í sama flokki fékk Jóhann Valur Jónsson brons þegar hann lyfti 238kg samanlagt.

Bjarki Breiðfjörð gerir sig tilbúinn fyrir lyftu. Edward Baker @voodooweightlifting

Bjarki Breiðfjörð átti frábært mót þegar hann snaraði 116kg í þriðju tilraun sem var 6kg bæting og jafnhenti 130kg í -81kg flokki karla 18-20 ára. Það tryggði honum norðurlandameistaratitilinn í fjölmennum flokki þar sem átta keppendur voru mættir til leiks. Samanlagður árangur Bjarka var 246kg, næstir á eftir honum voru daninn Espben Kjær og norðmaðurinn Kristen Royseth sem báðir lyftu 245kg svo mjög mjótt var á munum. Eyjólfur Andri Björnsson endaði áttundi í sama þyngdarflokk.

Birta Líf Þórarinsdóttir varð norðurlandameistari í -76kg flokki kvenna 18-20 ára og fylgdi eftir frábærum árangri á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru á Kýpur síðastliðna helgi. Birta lyfti mest 86kg í snörun og 107kg í jafnhendingu, samanlagt 193kg og fékk allar sex lyftur sínar gildar og allt bætingar.

Thelma Rún Guðjónsdóttir varð fjórða í -59kg flokki kvenna 18-20 ára og lyfti 127kg samanlagt.

Bríet Anna Heiðarsdóttir í snörun. Alexander Ögren @alexsovietlifting

Bríet Anna Heiðarsdóttir og Steinunn Soffía Hauksdóttir kepptu í -64kg flokki 17 ára og yngri. Bríet varð í 5.sæti þegar hún lyfti 6/6 gildum lyftum, best 64kg í snörun og 76kg í jafnhendingu samanlagt 140kg (bæting um 2kg). Steinunn varð í 6.sæti og lyfti hún 60kg í snörun og 70kg í jafnhendingu samanlagt 130kg sem bæði var bæting.

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir mætti sýnum helsta mótherja í lyftingum enn á ný, finnanum Janette Ylisoini í -71kg flokki 17 ára og yngri. Janette er evrópumeistari 17 ára og yngri þar sem Úlfhildur vann silfurverðlaun í Ágúst síðastliðnum í Póllandi. Einnig mættust þær í Mexikó á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri þar sem Janette var í öðru sæti en Úlfhildur í því sjöunda. Þær eru því með bestu lyftingakonum heims í sínum aldursflokk. Keppnin um helgina var jöfn því báðar snöruðu þær 85kg, Janette silgdi þó fram úr Úlfhildi með því að lyfta öllum sínum jafnhendingum og lyfti mest 107kg á meðan Úlfhildur lyfti 102kg. Silfur því niðurstaðan fyrir Úlfhildi en hún keppti síðustu helgi ástamt Birtu á Kýpur þar sem hún jafnhenti 106kg og tvíbætti íslandsmetin í flokki 17 ára og yngri.

Salka Cécile Calmon varð í 6.sæti í -76kg flokki kvenna 17 ára og yngri þegar hún lyfti 62kg í snörun og 72kg í jafnhendingu.

Guðrún Helga Sigurðardóttir fékk einnig silfurverðlaun í +81kg flokki 17 ára og yngri þegar hún lyfti 50kg í snörun og 67kg í jafnhendingu.

Arey Rakel Guðnadóttir fékk bronsverðlaun í fjölmennum -64kg flokki kvenna 18-20 ára þegar hún lyfti 71kg í snörun og 89kg í jafnhendingu samanlagt 160kg í harðri keppni um bronsverðlaun en næstu tveir keppendur á eftir henni lyftu báðir 158kg samanlagt. Thelma Mist Oddsdóttir varð sjöunda í sama þyngdarflokki.

Sólveig Þórðadóttir varð fjórða í -71kg flokki kvenna 18-20 ára þegar hún lyfti 134kg samanlagt. Þar sigraði Aino Luostarinen frá Finnlandi sem einnig varð stigahæst allra kvenna á mótinu.

Hægt er að sjá heildarúrslit frá mótinu í gagnagrunni lyftingasambandsins: https://results.lsi.is/meet/nordurlandamot-u20-og-u17-2022

Úrslit úr liðakeppni mótsins voru eftirfarandi þar sem sigurvegari fær 7 stig, annað sæti 5 stig svo koll af kolli. Sama stiga fyrirkomulag er notað í Liðabikar LSÍ.

Team Points, Women, Junior

#ClubPointsPoints Breakdown
1Norway327 + 7 + 5 + 5 + 4 + 4
2Finland307 + 7 + 5 + 5 + 4 + 2
3Iceland177 + 4 + 3 + 3
4Denmark65 + 1
5Sweden33

Team Points, Women, Youth

#ClubPointsPoints Breakdown
1Finland317 + 5 + 5 + 5 + 4 + 3 + 2
2Sweden267 + 7 + 5 + 4 + 3
3Denmark257 + 7 + 4 + 3 + 3 + 1
4Norway247 + 7 + 4 + 4 + 2
5Iceland145 + 5 + 2 + 1 + 1

Team Points, Men, Junior

#ClubPointsPoints Breakdown
1Sweden287 + 7 + 5 + 5 + 3 + 1
2Iceland187 + 7 + 4
3Finland177 + 5 + 3 + 2
4Denmark127 + 5
5Faroe Islands77
6Norway44

Team Points, Men, Youth

#ClubPointsPoints Breakdown
1Norway357 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4
2Sweden257 + 5 + 5 + 4 + 2 + 2
3Denmark197 + 5 + 4 + 3
4Finland187 + 7 + 3 + 1
5Iceland117 + 4

Nordic Junior and Youth : Competition Schedule

Saturday
Weigh In (at Hótel Ísland)
06:00-07:00Women Youth, Junior and Men Youth
Saturday
Competition
08:00-9:30Female Youth -55,-64
9:30-11:30Female Youth -59,-71
11:30-13:30Female Youth -76,-81,81+
13:30-15:30Female Junior -55,-59,-76
15:30-17:30Female Junior -64,-71
17:30-19:30Male Youth -55,-61,-67,-73
Sunday
Weigh In (at Hótel Ísland)
05:30-07:00Men Youth/Junior
Sunday
Competition
07:30-09:30Men Youth -81,-89,-96,-102
09:30-11:00Men Junior -61,-67,-73,-96,-102
11:00-13:00Men Junior -81,-89

Viðtal á Rúv

Eygló Fanndal og Helga Hlín varaformaður LSÍ mættu í síðdeigsútvarpið 2.Nóvember og töluðu um ólympískar lyftingar og sterkar íslenskar konur.

Hægt er að hlusta hér (byrjar á 47mín): https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/7h2id3

Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari unglinga í ólympískum lyftingum á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Durres í Albaníu á dögunum. Eygló Fanndal er fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í ólympískum lyftingum í 50 ára sögu Lyftingasamband Íslands. Áhugi á lyftingum hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár og hefur konum í sportinu fjölgað hratt. Til að ræða aukinn áhuga og árangur íslenskra kvenna í íþróttinni fáum við til okkar á eftir Evrópumeistararnn Eygló Fanndal ásamt Helgu Hlín Hákonardóttur Evrópumeistara 2020 og heimsmeistara 2022 í sínum aldurs og þyngdarflokki.

Entry List of Nordic Youth and Junior 2022 in Iceland

The Weightlifting Federation of Iceland is hosting the Nordic Youth and Junior championships 2022 during the weekend 12-13th of November.

Women Youth
Family nameGiven nameCountryCategoryBirth dateBest total
1MörckIda CarolineDenmark5530.11.2006143
2SavolainenIirisFinland5507.11.2006124
3JauhojärviMatildaFinland5529.01.2006118
4KoskelaFreyaSweden5920.09.2008147
5TiainenInkaFinland5908.09.2005150
6HervaMonaFinland5915.06.2006129
7NævdalSandraNorway5913.03.2005167
8VikströmNellieSweden6403.01.2007164
9VärnehultOliviaSweden6421.05.2006150
10HansenEmilie BögholmDenmark6410.01.2006139
11NielsenEmily LykkeDenmark6409.06.2006152
12KononenIitaFinland6430.03.2006155
13RautioKaisaFinland6415.04.2007152
14HeiðarsdóttirBríet AnnaIceland6425.10.2005138
15HauksdóttirSteinunn SoffíaIceland6402.11.2005121
16KöhlerFannySweden7113.03.2006154
17LythjeCelineDenmark7125.06.2005143
18BjörnMaja HeineDenmark7103.03.2006152
19YlisoiniJanetteFinland7106.04.2006198
20HormavirtaMinniFinland7108.09.2008160
21EndestadTrine H.Norway7119.09.2005139
22LitlandEdle EikNorway7125.04.2006154
23UnnarsdóttirÚlfhildur ArnaIceland7127.06.2005190
24BjörnsdóttirBergrósIceland7106.02.2007181
25HäggEmiliaSweden7610.06.2005156
26Timonen-NissiJennaFinland7625.10.2007128
27HeikkiläIinaFinland7620.10.2007127
28LarssenLinn ChristinaNorway7617.08.2005148
29HorneLea BerleNorway7607.07.2005198
30Hilmarsd. CalmonSalka CécileIceland7613.01.2006128
31HellerLeahSweden8129.10.2007154
32NielsenLaura Albrecht MöllerDenmark8101.08.2008152
33SigurðardóttirGuðrún HelgaIceland87+21.02.2006109
Women Junior
Family nameGiven nameCountryCategoryBirth dateBest total
1KörkköViiviFinland5512.06.2002144
2PostilaSaaraFinland5512.10.2006115
3LenvikRonjaNorway5507.04.2004166
4MuhrmanTildeSweden5903.08.2004170
5BjörnvikMaya BöllingDenmark5918.02.2003131
6VäisänenVilmaFinland5916.09.2002152
7ParhialaJessicaFinland5911.03.2003123
8GuðjónsdóttirThelma RúnIceland5912.06.2002121
9AnderssonJosefinSweden6415.01.2004159
10WiblingSiffDenmark6414.04.2003155
11BäckströmJannikeFinland6420.08.2003176
12KononenOliviaFinland6423.06.2004146
13LoenJulia JordangerNorway6428.02.2002194
14GuðnadóttirArey RakelIceland6413.02.2002161
15OddsdóttirThelma MistIceland6404.08.2002152
16LuostarinenAinoFinland7115.5.2003194
17JürgensonGertaFinland7119.05.2006157
18VittringEmmaNorway7113.12.2004160
19PedersenTineNorway7114.03.2004174
20ÞórðardóttirSólveigIceland7101.10.2004132
21ImmonenJenniFinland7624.07.2003177
22LoodtzTuvaNorway7610.04.2003164
23MundalMiaNorway7617.08.2002175
24ÞórarinsdóttirBirta LífIceland7615.10.2002155
25GuðbjarnadóttirHildurIceland7603.06.2004123
Men Youth
Family nameGiven nameCountryCategoryBirth dateBest total
1OllonenKaiFinland5523.06.2008134
2SveumEmil ViktorNorway5528.12.2006165
RESERVEPelinderCasperSweden6118.04.2007145
3JensenLuka TiagoDenmark6105.08.2005152
4NybergAlexander StængnæsDenmark6102.10.2005199
5EngzellMiloSweden6715.03.2006195
6SvorstölAkselNorway6724.07.2006188
7AuneRasmusNorway6713.01.2005228
8LangSimonSweden7320.12.2006205
9VergaraRomeoSweden7314.01.2006190
10OjalaVeikkoFinland7308.07.2006186
11RönnevikStefanNorway7304.03.2005204
12RöysethAlvolaiNorway7328.06.2006226
13LundinMelkerSweden8126.10.2005220
14KreutzWilliamSweden8106.03.2005204
RESERVEPerssonOliverSweden8118.02.2007200
15MadsenWilliam HichmannDenmark8115.10.2007202
16HautaniemiEetuFinland8111.06.2005236
17ViioJuliusFinland8113.01.2007180
18EliasenTindurIceland8108.01.2005205
19JónssonJón ÞorriIceland8120.04.2007150
20SchwerinJohannes BjörnDenmark8914.09.2005195
21ManderbackaMiroFinland8907.10.2005214
22ChristiansenWilliam A.Norway8920.09.2006215
23HlynssonÞórbergur ErnirIceland8912.04.2005223
24ÞorsteinssonAðalsteinnIceland8917.12.2005168
25AkujärviJonneFinland9616.02.2005232
26Wallman-EngströmFelixSweden10216.12.2005230
Men Junior
Family nameGiven nameCountryCategoryBirth dateBest total
1ViitasaariJoonaFinland6129.10.2004194
2MörkNiels ÁkiForoe Island6707.07.2002210
3LeongRichieSweden7323.07.2002220
RESERVEJonasonLiamSweden7313.01.2004220
4HansenGustav WangDenmark7316.07.2002265
5KokkoJuusoFinland7323.11.2004224
6JónssonViktorIceland7319.09.2004179
7PerssonLinusSweden8112.12.2004240
8WiklundNoahSweden8109.01.2003233
9FuglbjergEsben KjærDenmark8111.04.2003235
10KorpelaIlmariFinland8116.09.2003224
11RuohoOnniFinland8112.08.2004218
12RöysethKristen EspedalNorway8121.03.2004250
13BreiðfjörðBjarkiIceland8120.04.2003237
14BjörnssonEyjólfur AndriIceland8115.01.2004202
15BromanAlvinSweden8917.12.2002270
16HelinMarkusFinland8901.09.2002204
17HalldórssonBrynjar LogiIceland8901.06.2002286
18JónssonJóhann ValurIceland8927.11.2002241
19SundhVictorSweden9613.04.2002275
20SuoniemiKonstaFinland9610.06.2004294
21Vikingsson-SjöblomJoenSweden10202.05.2003320
22PietarinenSakariFinland10226.06.2003266

Árangur Eyglóar

Viðtal RÚV Í kvöldfréttum 23.Okt: https://www.ruv.is/frett/2022/10/23/draumurinn-er-ad-komast-a-olympiuleikana

Sjá erlenda umfjöllun um árangur Eyglóar: https://ewf.sport/2022/10/22/first-european-title-for-iceland-in-the-federations-50-years-history/

Upptaka af snörun (-71kg U23):https://www.youtube.com/watch?v=DJO2U6iuWTg

Upptaka af jafhendingu (-71kg U23): https://www.youtube.com/watch?v=w_GTbxU6KRU

Það er margt sem vert er að rýna í þegar skoðaður er árangur Eyglóar Fanndal á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri.

Samanburður á alþjóðlegan mælikvarða

Ólympíuleikarnir í París 2024 munu verða með 5 þyngdarflokka í kvennaflokki -49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg, þ.e. -71kg flokkurinn er ólympíuflokkur á síðustu leikum í Tokyo var -59kg og -76kg. Úrtökuferlinu verður gerð betri skil seinna en einstaklingsúrtökuferli fer fram yfir 18 mánaðatímabil sem hefst á Heimsmeistaramótinu í Kólembíu um miðjan Desember og lýkur 28.Apríl 2024.

ISAAC MORILLAS / @isaac_morillas

Árangur Eyglóar í -71kg flokki kvenna 217kg setur hana í 16. sæti á heimslista 2022, þar af eru Kólembía með 2 keppendur fyrir ofan hana og Bandaríkin tvo. Sex keppendur eru yngri en Eygló fæddir fyrir 2001 og 9 keppendur eldri.

Eina álfumótið sem er eftir á árinu er Afríku meistaramótið sem er í lok mánaðarins en Eygló hefði náð á pall á öllum stórmótum utan Pan-America meistaramótsins en efstu tvær manneskjurnar þar skipa einnig tvö efstu sætin á heimslista, 217kg hefðu dugað í 5.sæti þar.

African Championships (26.October) 2022

Asian Championship (12.October) 2022

 1. Qiuxia Yang (f.2002) (CHN) – 106-122-228kg
 2. Gulnabat Kadyrova (f.1994) (TKM) – 102-117-219kg
 3. Anuujin Ganzorig (MGL) (f.1998) – 99-116-215kg

XXII Commonwealth Games (30.Jul) (2022)

 1. Sarah Davies (f.1992) (ENG) 103-126-229kg
 2. Alexis Ashworth (f.1999) (CAN) 91-123-214kg
 3. Harjinder Kaur (f.1996) (IND) 93-119-212kg

Pan-American Championships (24.Júlí) 2022

 1. Angie Paola Palacios Dajomes (f.2000) (ECU) 113-134-247kg
 2. Mari Leivis Sanches (f.1991) (COL) 112-134-246kg
 3. Meredith Leigh Alwine (f.1998) (USA)102-132-234kg

Evrópumeistaramótið 2022 (28.Maí) 2022

 1. Patricia Strenius (f.1989) (SWE) 94-130-224kg
 2. Lisa Marie Schweizer (f.1995) (GER) 103-120-223kg
 3. Monika Marach (f.2004) (POL) 99-116-215kg

Samanburður við aðrar íslenskar lyftingakonur

Í samanburði við íslenskan árangur þá er þetta lang þyngsti samanlagði árangur íslensk keppanda yfir alla þyngdarflokka. Þyngsta snörun og þyngsta jafnhending.

Þuríður Erla Helgadóttir sem hefur verið okkar helsti keppandi Íslands síðustu 10 ár náði þó betri árangri á Sinclair stigum á HM 2017 þar sem hún endaði í 10.sæti með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna. Það gáfu henni 269 Sinclair stig en Eygló reiknast með 267 stig samkvæmt sömu formúlu.

Þuríður Erla Helgadóttir lyftir 86kg í snörun og 110kg í jafnhendingu á HM 2017

Samanburður við Norðurlöndin

Eins og sést hér að ofan er núverandi Evrópumeistari í -71kg flokki sænskur (Patricia Strenius) og á hún jafnframt norðurlandametin í fullorðinsflokki ásamt þeim sænsku. Íslensku metin eru nú hærri en þau Norsku, Dönsku og Finnsku.

GreinÞyngdLandNafnHvarHvenær
Snörun104Svíþjóð/NTFPatrica StreniusTashkent (UZB)13.12.2021
Jafnhending133Svíþjóð/NTFPatricia StreniusChiang Mai, (THA)07.01.2019
Total231Svíþjóð/NTFPatricia StreniusTashkent (UZB)13.12.2021
Snörun95NoregurRuth KasiryeTønsberg Kam.03.03.2019
Jafnhending116NoregurRuth KasiryeTønsberg Kam.10.04.2019
Total210NoregurRuth KasiryeTønsberg Kam.03.03.2019
Snörun95DanmörkLine Ravn GudeSenior DM13.05.2022
Jafnhending122DanmörkLine Ravn GudeNM Senior08.10.2022
Total215DanmörkLine Ravn GudeSenior DM13.05.2022
Snörun95FinnlandAnni VuohijokiRoRe09.07.2019
Jafnhending118FinnlandJanette YlisoiniBodonos09.03.2022
Total209FinnlandAnni VuohijokiRoRe09.07.2019
Snörun97ÍslandEygló Fanndal SturludóttirAlbania21.10.2022
Jafnhending120ÍslandEygló Fanndal SturludóttirAlbania21.10.2022
Total217ÍslandEygló Fanndal SturludóttirAlbania21.10.2022
Samanburður á landsmetum í -71kg flokki kvenna

Þróun á árangri Eyglóar

Á árinu 2022 hefur Eygló bætt sig um 5 kg í snörun og 10kg í jafnhendingu. Hennar besti árangur 2021 var á heimsmeistaramótinu 2021 en þar lyfti hún 92kg í snörun og 110kg í jafnhendingu sem gaf henni 20.sæti. 217kg hefði dugað henni í 11.sæti af 26 keppendum en hvert kíló byrjar að skipta gríðarlegu máli nálægt toppnum.

Eygló á HM 2021 í Uzbekistan
Öll lyftingamót sem Eygló hefur tekið þátt í frá fyrsta mótinu í Febrúar 2018. Tæp 100kg hafa bæst við samanlagðan árangur en líkamsþyngd haldist mjög jöfn.

Hún hefur keppt á 4 mótum 2022, 8 mótum 2021, 1 móti 2020 (Covid), 4 mótum 2019 og 2 mótum 2018. 2020 lyfti hún (74/95)169kg á Norðurlandameistaramóti unglinga og bætti sig því um 18kg í snörun og 15kg í jafnhendingu á árinu 2021.