Tvö ný lyftingafélög stofnuð

Tvö ný lyftingafélög hafa verið tekin inn í LSÍ og ÍSÍ.

Lyftingafélag Austurlands sem er staðsett í Crossfit Austur á Egilstöðum og héldu þau unglingalandsmóts hlutann í ólympískum lyftingum í sumar. Á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti Unglinga þá keppti fyrsti keppandi undir þeirra merkjum; Bjartur Berg Baldursson.

Lyftingafélag UMFS Selfoss hefur verið endurstofnað og er það til húsa í Sportstöðinni á Selfossi og eiga þeir enn eftir að senda sinn fyrsta keppanda á mót en Árni Steinarsson útskrifaðist sem dómari í Ágúst.

Advertisements

Úrslit frá Íslandsmóti Unglinga

Heildarúrslit:http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2017

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram í gær (9.September) í húsakynnum Lyftingafélags Reykjavíkur/Crossfit Reykjavík. Fjörutíu keppendur hófu keppni og voru fjöldi íslandsmeta í unglingaflokkum sett af báðum kynjum. Lyftingasambandið biður keppendur og dómara afsökunar á miklum seinkunum sem urðu á tímaseðli.

Stigahæstu keppendur voru eftirfarandi:
Konur 17 ára og yngri: Katla Ketilsdóttir UMFN 205,2 Sinclair stig 71kg í snörun og 82kg í jafnhendingu sem tryggði henni nýtt Íslandsmet samanlögðum árangri bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri í -63kg flokki.

Karlar 17 ára og yngri: Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 257 Sinclair stig 100kg í snörun og 120kg í jafnhendingu. Snörunin var Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri -94kg og bæting á eldra meti um 3kg sem var í eigu Veigars.

Konur 20 ára og yngri: Birna Aradóttir LFR 212,8 Sinclair stig, 75kg í snörun og 83kg í jafnhendingu. 75kg í snörun var nýtt íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og hún bætti einnig metið í samanlögðum árangri.

Karlar 20 ára og yngri: Arnór Gauti Haraldsson LFH 309,5 Sinclair stig. Arnór lyfti 122kg í snörun og 136kg í jafnhendingu. Hann labbaði í burtu með 8kg bætingu á samanlögðum árangri.

Fjöldamörg íslandsmet voru sett og þá sérstaklega í léttari flokkum. Hrafnhildur Arnardóttir (LFK) og Tinna María Stefnisdóttir (LFR) settu báðar mörg met í -48kg flokki 17 ára og yngri. Agnes Ísabella Guðmundsdóttir (LFH) og Úlfhildur Unnarsdóttir (LFG) sömuleiðis met í -53kg flokki 17 ára og yngri. Álfrún Tinna Guðnadóttir (LFR) bætti metin í -63kg flokki 15 ára og yngri og sömuleiðis Birta Líf Þórarinsdóttir (LFR) í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Hjá körlunum voru það Kristófer Guðmundsson (LFG) og Borgþór Jóhannson (LFG) sem skiptust á að bæta metin í -50kg flokk 17 ára og yngri. Einar Ísberg (Hengill) og Rökkvi Guðnason (LFR) settu báðir nokkur met í -56kg flokk 17 ára og yngri. Matthías Abel Einarsson (Hengill) bætti met í öllum unglingaflokkum í -62kg flokki.

Loks keppti Freyja Mist Ólafsdóttir LFR sem gestur og bætti sitt eigið íslandsmet í -90kg flokki kvenna þegar hún snaraði 92kg sem er jafnframt þyngsta snörun sem lyft hefur verið á Íslandi. Hún bætti líka metið í samanlögðum árangri með því að lyfta 104kg í jafnhendingu.

Íslandsmeistarar voru eftirfarandi:
17 ára og yngri KVK:
-48kg
Hrafnhildur Arnardóttir LFK 28+43=71kg
-53kg
Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH 38+45=83kg
-63kg
Katla Björk Ketilsdóttir UMFN 71+82=153kg
-69kg
Birta Líf Þórarinsdóttir LFR 50+65=115kg

17 ára og yngri KK:
-50kg
Kristófer Guðmundsson LFG 37+40=77kg
-56kg
Einar Ísberg Hengill 58+74=132kg
-62kg
Matthías Abel Einarsson Hengill 68+90=158kg
-69kg
Róbert Þór Guðmarsson LFH 70+95=165kg
-77kg
Brynjar Ari Magnússon LFH 80+100=180kg
-94kg
Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 100+120=220kg

20 ára og yngri KVK:
-63kg
Birna Aradóttir LFR 75+83=158kg
-69kg
Margrét Þórhildur Jóhannesdóttir LFK 66+80=146kg
-75kg
Vigdís Hind Gísladóttir Hengill 46+55=101kg
-90kg
Birta Hafþórsdóttir LFH 73+87=160kg

20 ára og yngri KK:
-69kg
Guðjón Alex Flosason Hengill 83+101=184kg
-77kg
Jón Kaldalóns Björnsson LFR 104+131=235kg
-85kg
Arnór Gauti Haraldsson LFH 122+136=258kg
-105kg
Sigurjón Guðnason LFR 104+127=231kg
+105kg
Ingvi Karl Jónsson Ármann 98+110=208kg

Viðauki við mótareglur

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn lyftingasambandsins samþykkt viðauka við mótareglur sem tekur til Unglingalandsmóts UMFÍ, Íslandsmeistaramóts Unglinga og innanfélagsmóta

Viðauki við mótareglur [*.pdf]

Viðauki við mótareglur LSÍ

1.gr Notkun stanga og opnunarþyngdir

Keppendur 15 ára og yngri mega á Unglingalandsmóti UMFÍ, Íslandsmeistaramóti Unglinga og á innanfélagsmótum nota eftirfarandi keppnisstangir kjósi þeir það:

15 ára og yngri KK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 21kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

15 ára og yngri KVK: 10kg tækni stöng, lágmarks opnunarþyngd 16kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

Aðrir keppendur þessara móta þurfa að nota eftirfarandi stangir
16-20 ára KK: 20kg karla keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 30kg (stöng, 2.5kg + lásar)

16-20 ára KVK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 25kg (stöng, 2.5kg + lásar)

Á öðrum mótum lyftingasambandsins gilda þær reglur að allir karlar nota 20kg stöng og allar konur 15kg stöng. Lágmarks opnunarþyngdir eru þá 30kg hjá körlum og 25kg á konum.

Á RIG, Íslandsmeistaramótinu og öðrum alþjóðlegum mótum er lágmarksopnunarþyngd 45kg hjá körlum (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar) og lágmarks opnunarþyngd hjá konum 40kg (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar).

Mælst er til þess að á Íslandsmeistaramóti Unglinga 2018 og síðar sé keppt í U20, U17 og U15.

2.gr Vigtun keppenda

Á mótum þar sem keppt er í þyngdarflokkum hljóta keppendur 15 ára og yngri keppnisrétt í þeim flokki sem þeir vigtast inn í, ef þeir eru of léttir fyrir skráðan flokk fara þeir niður um flokk og ef þeir eru of þungir fyrir skráðan flokk fara þeir upp um flokk.

16-20 ára þurfa að vigtast inn í þann flokk sem þeir eru skráðir í á mótum sem keppt er í þyngdarflokkum annars fyrirgera þeir rétti sínum til að keppa.

Samþykkt á stjórnarfundi 5.9.2017

Aníta Líf og Freyja Mist Norðurlandameistarar

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2017

Landslið Íslands lauk keppni á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í dag.

Ísland vann til tveggja gullverðlauna á mótinu þegar Aníta Líf Aradóttir (LFG) vann magnaðan sigur í -69kg flokki kvenna þegar hún lyfti 80kg í snörun og 109kg í jafnhendingu í lokatilraun eftir að hafa opnað á 100kg og misst 105kg í annari tilraun , hún lyfti því 1kg þyngra samanlagt en hin norska Marit Ardalsbakken. Frábær árangur (sjá lyftu hér að neðan). Lilja Lind Helgadóttir (LFG) varð í þriðja sæti í -69kg flokki kvenna og lyfti 75kg í snörun og 91kg í jafnhendingu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) vann -90kg þyngdarflokk kvenna, og setti í leiðinni nýtt íslandsmet í snörun 90kg og samanlögðum árangri 195kg eftir 105kg jafnhendingu. Þetta var jafnframt bæting á hennar besta stigaárangri um hálft stig.

Hjá körlunum vann Einar Ingi Jónsson (LFR) til bronsverðlauna í sterkum -77kg flokki karla þar sem hann vigtaðist léttur 72,45kg en Einar skipti nýlega um þyngdarflokk eftir að hafa keppt lengst af í -69kg flokk. Hann lyfti 116kg í snörun og rétt missti 120kg, hann fór með allar jafnhendingarnar í gegn og tvíbætti íslandsmetið fyrst með því að lyfta 146kg og síðan 151kg upp fyrir haus. Sjá myndband hér að neðan að nýjum metum Einars (þurfið að ýta til hægri). Þetta var jafnframt besti stigaárangur Einars 344,8 Sinclair stig.

Árni Rúnar Baldursson (Hengli) varð í 5.sæti í -77kg flokknum á sínu fyrsta móti fyrir landsliðið og bætti sig um 7kg með því að lyfta 112kg í snörun og 135kg í jafnhendingu.

Síðastur Íslendinganna að keppa var Ingólfur Þór Ævarsson sem keppti léttur í +105kg flokknum, hann opnaði á 125kg og rétt missti síðan 130kg og 135kg í snörun. Í jafnhendingu opnaði hann á 164kg og en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 171kg og endaði í 5.sæti í flokknum.

Danir unnu stigabikar karla eftir að vera jafnir að stigum við Norðmenn en með 6 keppendur í stað 7 hjá Norðmönnum. Heimamenn Svíar voru aðeins í 4.sæti  í karlaflokki eftir að hluti sænska liðsins dró sig úr keppni til að mótmæla samstarfsörðuleikum sem hafa verð milli íþróttamanna og stjórnar sænska sambandsins.

Liðakeppni Karlar

# Land Stig Útreikningar
1 Danmörk 34 7 + 7 + 7 + 7 + 4 + 2
2 Noregur 34 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 1
3 Finnland 24 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 3
4 Svíþjóð 15 5 + 5 + 5
5 Ísland 8 4 + 2 + 2

Svíar unnu samt sem áður kvenna bikarinn með 2 stigum á Norðmenn.

Liðakeppni Konur

# Land Stig Útreikningur
1 Svíþjóð 39 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 3 + 3
2 Noregur 37 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4
3 Finnland 18 7 + 5 + 4 + 2
4 Danmörk 17 5 + 4 + 4 + 3 + 1
5 Ísland 16 7 + 7 + 2

 

Tveir stigahæstu menn mótsins voru í fyrsta og öðru sæti í -77kg flokki karla, hinn danski Tim Kring (387 stig) bætti danska metið í snörun um 4kg þegar hann lyfti 140kg. Hann jafnhenti síðan 167kg og náði sínum besta árangri á ferlinum. Hinn norski Rogert Myrholt (377stig) átti líka frábæran dag þegar hann bætti norska metið í jafnhendingu með því að lyfta 171kg í jafnhendingu og bætti með því norska metið um 6kg og sitt eigið met um 10kg. En það dugði ekki til að vinna Tim því Roger snaraði 129kg.

Íslandsvinkonan Anni Vuhojoki bætti finnska metið í -63kg flokki kvenna um 3kg þegar hún jafnhenti 114kg. Hún varð önnur á stigum með 263,8 Sinclair stig á eftir hinni sænsku Angelicu Roos 272 Sinclair stig.

Not the best day but A good one anyway. Under 63 there was A huge competition between me, Swedish @angroos and Norwegian Ina Andersson. I snatched easy 87 but unfortunately I f***d up 90 and 91. But I finished my day with #NR in clean and jerk and here it is my 114 kilos. The old record was 111 made in Split. A good day at the office and now it is time to start preparing my self towards #roadtocalifornia2017 #lidlallstars #finnishweightlifting #painonnosto #weightliftingfamily #girlswholift #ladiesatthebar #barbellas #PR #rore #kilpasiskot #sportyfeel #zpcompression #zeropoint @zeropoint @lyftare @vilhoaholamd @lidlsuomi @sportyfeel @suhk_personal @unioulu @shockabsorberfinland @hanna_rantala @finsksisu.se @anttiakonniemi @viskamiiri @hhalme

A post shared by Anni Vuohijoki (@annivuohijoki) on

Unglingalandsmót UMFÍ: Úrslit

HEILDARÚRSLIT

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í dag á Egilstöðum í húsakynnum Crossfit Austur. Góð stemming var á mótinu og luku 19 keppendur keppni og margir voru að keppa á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum.

Þetta er þriðja árið í röð sem ólympískar lyftingar eru á meðal keppnisgreina á ungmennalandsmótinu og má því segja að greinin sé að festa sig í sessi.

Keppt var í tveimur aldursflokkum 11-14 ára og 15-18 ára karla og kvenna.

11-14 ára Karla

Brynjar Ari Magnússon var í nokkrum sérflokki enda lang reyndasti keppandi mótsins, hann snaraði 70kg og jafnhenti 80kg en jafnhendingin var persónuleg bæting á móti hjá honum um 3kg.

Bjartur Berg Baldursson átti flotta innkomu á sínu fyrsta móti með því að snara 37kg og jafnhenda 55kg.

Þriðji varð Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem vigtaðist rétt yfir 50kg, snaraði 27kg og jafnhenti 35kg.

Tryggvi Hrafn Reimarsson og Konráð Guðlaugsson settu báðir nokkur met í flokki -50kg 15 ára og yngri og 17 ára og yngri en engin met voru listuð í þeim þyngdarflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri.

11-14 ára KVK

Úrslit 11-14 ára KVK . 1. Steina Björg Ketilsdóttir – UMFN 2. Natalía Sól Jóhannesdóttir – UMSS 3. Andrea Maya Chirikadzi – UMSS

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Allir keppendur í flokknum voru að keppa á sýnu fyrsta móti og eru að stíga sín fystu skref í greininni.

Steina Björg Ketilsdóttir varð stigahæst, en hún er systir Kötlu Ketilsdóttir sem sigraði eldri flokkin (sjá að neðan). Natalía Sól Jóhannesdóttir og Andrea Maya Chirikadzi urðu í öðru og þriðja sæti.

15-18 ára KK

Úrslit 15-18ára KK. . 1. Jóel Páll Viðarsson – UFA 2. Kristinn Már Hjaltason – UÍA 3. Ófeigur Númi Halldórsson – UMSS

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Jóel Páll Viðarsson er á mikilli bætinga siglingu þessa daganna, hann snaraði 82kg og bætti sitt eigið met í flokki 15 ára og yngri um 1kg en einnig fór hann með 88kg upp en fékk ógilt á pressu í vinstri olnboga. Í jafnhendingu bætti hann sín eigin met þegar hann lyfti 96kg og 100kg í -94kg flokk.

Kristinn Már Hjaltason kom í humátt á eftir Jóel en hann keppti á sýnu fyrsta móti í ólympískum lyftingum, hann snaraði 67kg og jafnhenti 93kg og var aðeins 3 stigum frá Jóel.

Þriðji varð Ófeigur Númi Halldórsson sem keppti á sýnu fyrsta móti.

15-18 ára KVK

Úrslit 15-18 ára KVK. . 1. Katla Björk Ketilsdóttir – UMFN 2. Embla Rán Baldursdóttir – UÍA

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Katla Björk Ketilsdóttir fór með sigur af hólmi í þessum flokk, hún rétt slapp inn í -69kg flokk kvenna og setti met í snörun og samanlögðu í flokki 17 ára og yngri. Hún snaraði 70kg og jafnhenti 80kg.

Embla Rán Baldursdóttir sýndi góða takta þegar hún varð önnur með því að snara 35kg og jafnhenda 50kg á sýnu fyrsta móti.

NM Senior 2017

Landslið Íslands hefur verið valið í tengslum við Norðurlandamót Fullorðinna 2017 sem fram fer í Svíþjóð 1.-3. September. Ísland mun síðan halda Norðurlandamótið 2018 en það fór síðast fram hérlendis á Akureyri 2013.

Árni Rúnar og Emil Ragnar keppa þar á sýnu fyrsta móti fyrir landslið Íslands í ólympískum lyftingum.

Karlar:
Einar Ingi Jónsson (LFR) -77kg flokk
Árni Rúnar Baldursson (Hengill) -77kg flokk
Emil Ragnar Ægisson (UMFN) -85kg flokk
Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) +105kg flokk

Konur:
Aníta Líf Aradóttir (LFG) -69kg flokk
Lilja Lind Helgadóttir (LFG) -69kg flokk
Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) -90kg flokk

Þjálfarar:
Ingi Gunnar Ólafsson – varaformaður LSÍ
Hjördís Ósk Óskarsdóttir -framkvæmdastjóri LSÍ

Heildarkeppendalista má sjá hér að neðan:

NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Sonja Haapanen 48 kg 18.12.1989 W FIN M 140
Surya Sundqvist 48 kg 13.02.1994 W SWE M 147
Katrine Nim Bruhn 53 kg 29.12.1991 W DEN M 159
Sarah Hovden Øvsthus 53 kg 20.03.1994 W NOR M 170
Rebekka Tao Jakobsen 53 kg 12.09.1996 W NOR M 170
Anna Huzelius 53 kg 11.03.1989 W SWE M 146
Amanda Nowakovska Poulsen 58 kg 19.12.1992 W DEN M 164
Jenni Puoliväli 58 kg 26.06.1990 W FIN M 155
Zekiye Cemsoylu Nyland 58 kg 23.04.1990 W NOR M 180
Sol Anette Waaler 58 kg 14.08.1992 W NOR M 165
Line Holst 63 kg 21.06.1986 W DEN M 172
Anni Vuohijoki 63 kg 24.05.1988 W FIN M 200
Jenni Puputti 63 kg 28.06.1986 W FIN M 180
Ine Andersson 63 kg 17.08.1989 W NOR M 190
Emma Margrethe Hald 63 kg 01.01.1997 W NOR M 175
Angelica Roos 63 kg 15.04.1989 W SWE M 201
Jenny Adolfsson 63 kg 18.05.1982 W SWE M 180
Elin Lindström 63 kg 28.06.1983 W SWE R 170
Amanda Manfeld Simonsen 69 kg 18.06.1991 W DEN M 171
Riina Saksa 69 kg 15.10.1980 W FIN M 165
Anita Aradottir 69 kg 06.01.1988 W ISL M 190
Lilja  Lind Helgadottir 69 kg 31.08.1996 W ISL M 170
Marit Årdalsbakke 69 kg 11.05.1992 W NOR M 180
Patricia Strenius 69 kg 23.11.1989 W SWE M 227
Erica Green 69 kg 14.08.1993 W SWE M 184
Mette Pedersen 75 kg 03.12.1993 W DEN M 164
Hanna Kauhanen 75 kg 07.10.1990 W FIN M 185
Melissa Schanche 75 kg 01.01.1989 W NOR M 180
Ida Åkerlund 75 kg 20.08.1993 W SWE M 182
Louise Vennekilde 90 kg 03.01.1986 W DEN M 186
Freyja Mist Olafsdóttir 90 kg 11.11.1996 W ISL M 179
Paula Junhov Rindberg 90 kg 02.05.1988 W SWE M 200
Suvi Helin +90 kg 10.05.1985 W FIN M 200
NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Thor Dal Wellendorph 62 kg 20.07.1993 M DEN M 202
Jere Vento 69 kg 22.12.1989 M FIN M 245
Daniel Roness Strand 69 kg 14.04.1991 M NOR M 250
Eddie Berglund 69 kg 19.01.1995 M SWE M 239
Daniel Falk 69 kg 06.05.1994 M SWE M 242
Tim Kring 77 kg 16.09.1990 M DEN M 301
Klaus Eloranta 77 kg 26.07.1993 M FIN M 264
Einar Ingi Jonsson 77 kg 15.02.1996 M ISL M 261
Arni Runar Baldursson 77 kg 05.07.1995 M ISL M 240
Eskil Engelsjerd Andersen 77 kg 01.02.1999 M NOR M 270
Roger Behrmann Myrholt 77 kg 05.01.1995 M NOR M 270
Erik Jonsson 77 kg 11.02.1991 M SWE M 266
Tobias Spedtsberg 85 kg 15.12.1991 M DEN M 280
Anders Holm-Nielsen 85 kg 06.02.1992 M DEN M 273
Kristian Laapotti 85 kg 19.07.1992 M FIN M 265
Jere Johansson 85 kg 13.02.1987 M FIN M 280
Emil Ragnar Aegisson 85 kg 23.03.1994 M ISL M 264
Tomas Fjeldberg 85 kg 22.06.1985 M NOR M 275
Mats Olsen 85 kg 19.07.1995 M NOR M 270
Sebastian Fallman 85 kg 27.09.1992 M SWE M 295
Simon Darville 94 kg 26.06.1993 M DEN M 286
Magnus Brandt 94 kg 18.12.1996 M DEN M 290
Robert Pirkkiö 94 kg 25.06.1993 M FIN M 300
Håvard Grostad 94 kg 07.09.1988 M NOR M 300
Robert Berg 94 kg 16.02.1987 M SWE M 299
Kimmo Lehtikangas 105 kg 16.02.1992 M FIN M 325
Lauri Tuovinen 105 kg 22.07.1990 M FIN M 298
Sindre Rørstadbotnen 105 kg 21.11.1992 M NOR M 320
Stefan Ågren 105 kg 15.09.1988 M SWE M 341
Thomas Kronborg Larsen +105 kg 01.08.1989 M DEN M 313
Ingolfur Thor Aevarsson +105 kg 12.07.1991 M ISL M 300
Vebjørn Varlid +105 kg 08.07.1990 M NOR M 320
Hampus Lithén +105 kg 23.04.1992 M SWE M 340

Æfingabúðir EWF 17 ára og yngri í Lettlandi 2017

5 Íþróttamenn og 2 þjálfarar fara í æfingabúðir 17 ára og yngri í Lettlandi 14.-19. Ágúst. EWF greiðir fæði og uppihald og LSÍ styrkir hvern þáttakenda um 50þús krónur fyrir flugmiðum.

Karlar:
Veigar Ágúst Hafþórsson (f.2000) – LFH
Matthías Abel Einarsson (f.2000) – Hengill
Jóel Páll Viðarsson (f.2002) – KFA
Brynjar Ari Magnússon (f.2004) – LFH

Konur:
Hrafnhildur Finnbogadottir (f.2000) – LFK

Þjálfarar:
Magnús B. Þórðarson – LFH
Þorbergur Guðmundsson – KFA

Sumarmótið: Úrslit

Sumarmót LSÍ fór fram í húsakynnum og umsjón LFG/Crossfit XY, Laugardaginn 11.Júní. Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2017

39 keppendur hófu keppni frá 9 lyftingafélögum og féllu fjölmörg met í unglingaflokkum og margar keppnisbætingar. Þetta var fyrsta mót af þremur í Liðabikar LSÍ 2017 og er staðan eftir fyrsta mót eftirfarandi:

# Félag Stig Stig á Sumarmóti
1 LFH 45 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2 + 2 + 1
2 LFG 37 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4 + 2
3 LFR 35 7 + 7 + 7 + 4 + 3 + 3 + 2 + 2
4 LFK 20 7 + 5 + 5 + 3
5 UMFN 17 7 + 7 + 3
6 LFM 7 7
6 KFA 7 7
8 Ármann 5 5
9 Hengill 4 4

 

Í kvenna flokki sigraði Aníta Líf Aradóttir sem keppti í fyrsta sinn fyrir LFG á mótinu. Aníta átti frábært mót og lyfti 82kg í snörun (2kg bæting) og 108kg í jafnhendingu (8kg bæting !), með þessum árangri fer Aníta í 5.sæti á all-time Sinclair listanum yfir bestu lyftingakonur landsins með 241,7 stig. Hún mun án efa gera atlögu að Íslandsmeti Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttir 110kg í -69kg flokki kvenna á næstu mótum.

Önnur varð Viktoría Rós Guðmundsdóttir sem einnig hefur skipt um félag og keppir núna fyrir LFG. Viktoría keppir létt í -69kg flokki kvenna (64,95kg) og tók góðar bætingar í snörun 70kg (3kg bæting) og 96kg í jafnhendingu (4kg bæting). Þessi árangur gaf henni 213,6 Sinclair stig.

Þriðja sæti skipaði Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH sem fylgdi eftir góðum árangri frá meistaramóti UMSK og lyfti 72kg í snörun og 98kg í jafnhendingu (2kg bæting). Þetta gaf henni 204,6 Sinclair stig um einu og hálfu stigi betur en Katla Björk Ketilsdóttir UMFN sem snaraði glæsileg met í -63kg flokki bæði U17 og U20 ára kvenna. Fyrst 71kg og síðan 73kg sem var 3kg keppnisbæting hjá Kötlu.

Hjá Körlunum var það Einar Ingi Jónsson LFR sem náði bestum árangri hann snaraði 116kg (4kg bæting) og jafnhenti 145kg (2kg bæting) og þetta gaf honum hæsta Sinclair sem hann hefur náð 339,07 stig. og fór hann með því upp Björgvin Karl Guðmundsson á allt-time Sinclair lista karla  um 0,04 stig. Þetta voru einnig ný met í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri í -77kg flokki karla 23 ára og yngri.

Í öðru sæti varð Ingólfur Þór Ævarsson KFA sem snaraði glæsilega 135kg (8kg bæting) og jafnhenti 165kg (1kg bæting). Ingólfur átti góðar tilraunir við 140kg í snörun og tvær við 172kg í jafnhendingu en náði ekki að klára þær lyftur. Ingólfur er greinilega í miklum bætingum og mögulega fer Íslandsmet Gísla Kristjánsonar í -105kg flokki karla, 175kg frá árinu 2003 að komast í færi. Ingólfur vigtaðist 110,75kg inn í mótið og fékk 321,5 Sinclair stig.

Þriðji varð Emil Ragnar Ægisson UMFN sem átti góða endurkomu í nýjum þyngdarflokk eftir erfið meiðsl. Emil snaraði 117kg (4kg bæting) og jafnhenti 147kg (5kg bæting). Þessi árangur tryggði Emil 315,7 stig.

Íslandsmet sem sett voru á mótinu voru eftirfarandi:

Rökkvi Guðnason LFR setti met í öllum flokkum bæði karla og unglingaflokkum í -56kg flokki þegar hann snaraði best 50kg og jafnhenti 62kg. Rökkvi var einnig yngsti keppandi mótsins aðeins 12 ára (f.2005).

Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH setti met í öllum greinum í -53kg flokki 15 ára og yngri með 35kg í snörun og 40kg í jafnhendingu.

Katla Björk Ketilsdóttir UMFN snaraði ný met 70kg og 73kg í -63kg flokki kvenna U17 og U20 ára. Það gaf henni einnig met í samanlögðum árangri í sama flokk.

Brynjar Ari Magnússon LFH snaraði 68kg og 73kg sem voru ný met í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Veigar Ágúst Hafþórsson LFH bætti Íslandsmetið í -94kg flokki karla 17 ára og yngri um 1kg þegar hann snaraði 97kg.

Einar Ingi Jónsson LFR setti ný met í öllum greinum í -77kg flokki karla 23 ára og yngri eins og áður sagði.

 

 

Tímaseðill og Keppendalisti

Tímaseðill
7:00 – 8:00 Vigtun KVK (Allir flokkar)
8:00 – 9:00 Vigtun KK (Allir flokkar)
9:00 – 10:25 KVK – B hópur (11 keppendur)
10:30 – 12:25 KK – B hópur (13 keppendur)
12:30 – 13:50 KVK – A hópur (9 keppendur)
14:00 – 16:00 KK – A hópur (13 keppendur)

Verðlauna afhending allir flokkar að loknu móti

# Þyngdarflokkur Nafn Fæðingar ár Félag Hópur
1 -56 Rökkvi Hrafn Guðnason 2005 LFR B
2 -69 Baldur Daðason 2001 LFR B
3 -69 Ingvar Ólafsson 2001 LFR B
4 -69 Róbert Þór Guðmarsson 2001 LFH B
5 -69 Brynjar Ari Magnússon 2004 LFH B
6 -69 Breki Kjartansson 1995 LFR B
7 -77 Haraldur Holgeirsson 1998 LFG A
8 -77 Guðmundur Jökull Ármansson 1998 LFG B
9 -77 Matthías Björn Gíslason 2001 LFH B
10 -77 Axel Máni Hilmarsson 1999 LFR B
11 -77 Daníel Askur Ingólfsson 1997 LFH A
12 -77 Einar Ingi Jónsson 1996 LFR A
13 -85 Orri Bergmann Valtýsson 1996 LFH A
14 -85 Ragnar Ágúst Ragnarsson 1993 LFH A
15 -85 Emil Ragnar Ægisson. 1994 UMFN A
16 -85 Arnór Gauti Haraldsson 1998 LFH A
17 -94 Veigar Ágúst Hafþórsson 2000 LFH B
18 -85 Davíð Óskar Davíðsson 1992 LFG A
19 -85 Guðmundur Juanito Ólafsson 1997 UMFN A
20 -94 Hilmar Örn Jónsson 1994 LFG A
21 -105 Sigurjón Guðnason 1999 LFR B
22 -105 Þorsteinn Þórarinsson 1993 LFK A
23 105 Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA A
24 105 Ingvi Karl Jónsson 1998 Ármann B
# Þyngdarflokkur Nafn Félag Hópur
1 -48 Hrafnhildur Arnardóttir 2003 LFK B
2 -53 Agnes ísabella Gunnarsdóttir 2002 LFH B
3 -58 Sigríður Jónsdóttir 1992 LFK B
4 -58 Íris Ósk Jónsdóttir 1991 LFG A
5 -58 Sonja olafsdottir 1979 LFM A
6 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 2000 LFK B
7 -63 Katla Ketilsdóttir 2000 UMFN A
8 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir 2002 LFK B
9 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 2002 LFR B
10 -63 Inga Lóa Marinósdóttir 2001 LFR B
11 -69 Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG A
12 -69 Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir 1997 Ármann B
13 -69 Thelma Hrund Helgadóttir 1997 Hengill A
14 -69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 1991 LFG A
15 -69 Nicole Jakubczak 2001 LFH B
16 -75 Ásta Ólafsdóttir 1998 LFK B
17 -75 Álfrún Ýr Björnsdóttir 1995 LFH A
18 -75 Birta Hafþórsdóttir 1998 LFG A