50 ár frá stofnun Lyftingasamband Íslands

Stofnfundur lyftingasamband Íslands var haldinn 27.Janúar 1973 og því 50 ár frá stofnun.

Við hvetjum áhugasama til að nálgast Morgunblaðið í dag þar sem farið er stuttlega yfir sögu sambandsins: https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1828098%2F%3Ft%3D952488181&page_name=grein&grein_id=1828098

Hér að neðan má hlaða niður ársskýrslu upphafsársins 1973

Úrslit úr Jólamótinu komin á netið

Hægt er að nálgast heildarúrslit hér: https://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2022-2022

Íslandsmeistaramóti Unglinga og íslandsmetum verða gerð frekari skil á næstu dögum en Birta Líf Þórarinsdóttir snaraði nýju meti (89kg) í fullorðinsflokki -76kg flokk sem og setti nýtt met í samanlögðum árangri 197kg. Fimm konur jafnhentu yfir 100kg.

Snörunin bætti einnig norðurlandamet unglinga (20 ára og yngri) um 1 kg sem Eygló Fanndal Sturludóttir átti en það met var sett fyrir ári síðan. Hér er hægt að sjá norðurlandametin: https://www.tyngdlyftning.com/NordiskaTF/Nordicrecords/Womenjunior/

Stigahæstu Konur

#NafnLiðKynL.Þ.SamtalsSinclair
1Úlfhildur Arna UnnarsdóttirSTJF64,00183,0237,6
2Birta Líf ÞórarinsdóttirLFRF74,40197,0235,6
3Íris Rut JónsdóttirMASF63,75178,0231,6
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir varð stigahæst kvenna en hún keppti í fyrsta sinn í -64kg flokki. Hún setti ný met í U17 og U20 ára í snörun, jafnhendingu og samanlögðu.

Stigahæstu Karlar

#NaFNLiðKynL.Þ.SamtalsSinclair
1Gerald Brimir EinarssonLFRM87,85282,0329,7
2Bjarki BreiðfjörðUFSM78,85255,0314,3
3Ari Tómas HjálmarssonLFRM80,05229,0280,1
Gerald Brimir Einarsson stigahæstur karla á Jólamótinu

Liðakeppni Jólamóts

#LiðStigStiga Útreikningur
1LFR597 + 7 + 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 5 + 4
2LFK237 + 5 + 4 + 3 + 3 + 1
3Stjarnan197 + 7 + 5
4UMFS77
5LFM77
6Hengill75 + 2
7Massi55

Dagskrá og Keppendalisti fyrir Jólamótið/Íslandsmót Unglinga

Mótið fer fram í Sporthúsinu

Dagskrá:

8:00-9:00 Vigtun (KK)

8:30-9:30 Vigtun (KVK)

10:00-11:20 Hópur 1 (KK -73 og -81kg flokkur)

11:30-12:40 Hópur 2 (KK -89, -96,-102 og -109kg flokkur)

12:45-14:15 Hópur 3 (KVK -59, -64 -71kg flokkur)

14:30-16:00 Hópur 4 (KVK -76, -81, -87kg flokkur)

HópurNafnF. ÁrFélagAldursflokkurÞyngdarflokkur
1Sigurður Eggertsson2006LFRU1773
1Viktor Jónsson2004LFRU2073
1Eyjólfur Andri Björnsson2004LFRU2081
1Bjarki Breiðfjörð Björnsson2003UMFSU2081
1Ari Tómas Hjálmarsson2005LFRU1781
1Eggert Georg Tómasson1996LFRKK81
1Breki2001LFKKK81
1Jósef Gabríel Magnússon2003LFRU2081
1Bjarki Hraundal1995LFKKK81
2Gerald Einarsson1998LFRKK89
2Þorvaldur Hafsteinsson2002LFRU2089
2Tindur Eliasen2005LFRU1789
2Þórbergur Ernir Hlynsson2005LFRU1789
2Eggert Ólafsson1997LFRKK96
2Sigurður Árnason1976LFMKK102
2Marel Bent Björgvinsson1995UMFSKK109
3Thelma Rún Guðjónsdóttir2002LFRU2059
3Rakel Ragnheiður Jónsdóttir1999LFKKVK59
3Bríet Anna Heiðarsdóttir2005HengillU1764
3Íris Rut Jónsdóttir1991MassiKVK64
3Arey Rakel Guðnadóttir2002LFRU2064
3Thelma Mist Oddsdóttir2002LFKU2064
3Hulda Finnbogadóttir2007LFKU1764
3Thelma Ósk Björgvinsdóttir2005LFKU2064
3Tinna Marín sigurðardóttir2000LFRKVK71
4Birta Líf Þórarinsdóttir2002LFRU2076
4Guðný Björk Stefánsdóttir2001LFKKVK76
4Úlfhildur Arna Unnarsdóttir2005StjarnanU1776
4Sólveig Þórðardóttir2004LFRU2076
4Rakel Hlynsdóttir1983HengillKVK81
4Erla Ágústsdóttir2001LFKKVK87
4Friðný Fjóla Jónsdóttir1997StjarnanKVK87
4Unnur Sjöfn Jónasdóttir2004StjarnanU2087

Eygló í 19.sæti á HM

Sjá frábæra umfjöllun MBL (15.Des) https://www.mbl.is/sport/frettir/2022/12/15/madur_verdur_alveg_sma_litill_i_ser/

Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í 19.sæti af 39 keppendum í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram í Bogota í Kólembíu um þessar mundir. Eygló var ekki langt frá sínu besta þegar hún lyfti 90kg og 94kg í snörun en klikkaði á 98kg í þriðju tilraun sem hefði verið bæting um 1kg. Í jafnhendingu opnaði hún á 115kg, fór síðan í 119kg sem er 1 kg frá íslandsmeti hennar og það fór upp. Í loka jafnhendingunni reyndi hún við 123kg en fékk ekki lyftuna gilda. Samanlagðu árangur hennar var því 213kg sem er 4kg frá Íslandsmeti hennar sem hún setti þegar hún varð Evrópumeistari 23 ára og yngri um miðjan Október síðastliðinn. Þjálfari Eyglóar, Ingi Gunnar Ólafsson benti á að þetta hefði farið í reynslubankann en Bogota er um 2600m yfir sjávarmáli og höfðu þau enga reynslu af þeim aðstæðum.

Eygló á Evrópumeistaramóti U23 með 120kg í jafnhendingu

Flokkurinn er einn af fimm þyngdarflokkum sem verða á ólympíuleikunum í París 2024 þar sem -64kg flokkurinn sem var í Tokyo fellur út og næsti flokkur því -59kg flokkurinn. Mótið var það fyrsta í úrtökukeppni fyrir leikana og skýrir það mikinn fjölda keppenda en Kínverjar, Bandaríkjamenn, Philipseyjingar og Japanir voru allir með 2 keppendur sem báðir enduðu ofar en Eygló. Úrtökukeppni fyrir París fer þannig fram að 10 efstu keppendur á heimslista í hverjum þyngdarflokk þar sem sex mót telja að loknu úrtökutímabilinu komast sjálfkrafa á leikana, mest einn frá hverju landi í hverjum þyngdarflokk og mest þrír keppendur frá hverju landi yfir alla þyngdarflokka. Hver heimsálfa (Asía, Pan-Ameríka, Eyjaálfa, Evrópa og Afríka) fá að senda stigahæsta keppenda sem ekki nær þessum top 10 árangri. Þjóðin sem hýsir næstu leika (Frakkland) fá 2 karla og 2 konur og svo eru 3 sæti á karla og 3 á konur í svokölluð Universality sæti oft talað um wildcard hér áður fyrr. Mest verða 12 keppendur í hverjum þyngdarflokk.

Rúmeninn Loredana-Elena Toma sigraði nokkuð óvænt flokkinn en hún er einn þeirra keppenda sem færir sig upp úr -64kg flokki kvenna. Hún lyfti öllum sínum snörunum og þar með 119kg sem var nýtt heimsmet og varð með því eini heimsmetahafi kvenna sem ekki kemur frá Asíu. Kínverjinn Tiantian Zeng varð önnur með 253kg í samanlögðum árangri og Ekvadorinn Engie Paola Palacios Dajomes varð þriðja með 252kg í samanlögðum árangri.

Af Evrópubúum var Frakkinn Marie Josephe Fegue áttunda með 241kg, Ítalinn Giulia Miserendino (lyfti áður í -64kg flokki) níunda með 233kg, Bretin Sarah Davies 14. með 223kg, Lisa Marie Schweizer frá Þýskalandi 16. með 220kg og síðan Eygló 19.

Heildarúrslit má sjá hér: https://iwf.sport/results/results-by-events/?event_id=562

Lyftingafólk ársins 2022

Val á lyftingafólki ársins fór fram í Desember, einnig velur sambandið ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Afhending farandbikara mun eiga sér stað á næstu vikum. Sérstaka athygli má vekja á gríðarlega góðum árangri ungmenna sambandsins á árinu 2021.Valið er samkvæmt 18. Grein í lögum LSÍ.

  1. Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

Besta Lyftingakonan

Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu Besta Lyftingakonan síðustu 7 árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71kg flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71kg flokki þegar hún lyfti 205kg samanlagt. Þriðja mótið hennar var Haustmót LSÍ þar sem hún snaraði glæsilegu íslandsmeti í -71kg flokki 97kg. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97kg í snörun og 120kg í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Þessum árangri hefur áður verið gerð betri skil í alþjóðlegum samanburði hér en Eygló bætti sinn besta árangur um 15kg á árinu 2022: https://lyftingar.wordpress.com/2022/10/23/arangur-eygloar/

Besti lyftingamaður

Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingamaður ársins. Besti árangur Brynjars kom á Norðurlandamóti unglinga þar sem hann varð norðurlandameistari 20 ára og yngri í -89kg flokki karla þegar hann snaraði 137kg og jafnhenti 158kg, samanlagt 295kg sem var nýtt íslandsmet í -89kg flokki karla og gaf honum 345 Sinclair stig. Brynjar varð í 19.sæti á HM 20 ára og yngri í -89kg flokk, í 9.sæti á EM 20 ára og yngri í -89kg flokk og stigahæstur karla á Haustmóti LSÍ. Líkt og Eygló hefur Brynjar verið að bæta sig mikið á árinu eða um 24kg í samanlögðum árangri. Brynjar hlýtur einnig nafnbótina ungmenni ársins í flokki Pilta (18-20 ára).

Ungmenni ársins

Stúlkur (18-20 ára)

Mynd: Voodo Weightlifting

Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur kom sterk inn á síðustu mánuðum ársins með frábærum árangri á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum og norðurlandamóti ungligna 20 ára og yngri. Á smáþjóðleikunum lyfti hún mest 85kg í snörun og 105kg í jafnhendingu en bætti svo um betur á Norðurlandameistaramóti unglinga sem haldið var viku seinna þegar hún snaraði aftur 85kg en jafnhenti 107kg og varð með því norðurlandameistari 20 ára og yngri í -76kg flokki kvenna.

Meyjar U17 (16-17 ára)

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) átti viðburðarríkt ár þar sem hún keppti á alls átta mótum, þar af sjö alþjóðlegum. Bestum árangri út frá Sinclair stigum náði hún á Haustmóti LSÍ þar sem hún lyfti 87kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samtals 190kg. Merkilegasta afrekið var samt sem áður silfurverðlaun á Evrópumeistaramótin 17 ára og yngri í Pólland sem hún endurtók á Norðurlandameistaramótinu 17 ára og yngri. Einnig á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Grikklandi (18.sæti) og á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexikó (7.sæti). Á smáþjóðleikunum í ólympískum lyfti Úlfhildur 106kg í jafnhendingu sem var nýtt með í flokki 17 ára og yngri.

Drengir U17 (16-17 ára)

Þórbergur Ernir Hlynson (f.2005) kórónaði gott bætingaár með því að verða norðurlandameistari unglinga 17 ára og yngri í -89kg flokki þegar hann snaraði 104kg og jafnhenti 127kg.

Meyjar U15 (15 ára og yngri)

Bergrós Björnsdóttir (f.2007) keppti á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexíkó og varð í áttunda sæti í -71kg flokki kvenna þegar hún lyfti 81kg í snörun og 100kg í jafnhendingu. Allt ný Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri en allar keppa þær í sama þyngdarflokki Bergrós, Úlfhildur og Eygló.

Drengir U15 (15 ára og yngri) Engin keppandi í þessum aldursflokki keppti á árinu

Helga Hlín Hákonardóttir í 2.sæti og Hrund Scheving 4. í Orlando

Helga Hlín og Hrund gerðu góða ferð til Orlando á Heimsmeistaramót Masters (öðlinga).

Helga keppti þar í -59kg flokki 50-54 ára kvenna og lyfti öllum sínum lyftum gildum best 55kg í snörun og 70 kg í jafnhendingu það gaf henni annað sætið í flokknum og var hún alveg við sinn besta árangur.

Hrund Scheving keppti síðan í fjölmennum (15 keppendur) -71kg flokki kvenna 40-44 ára, Hrund lyfti einnig öllum sínum lyftum og var aðeins 1kg frá bronsverðlaunum.

Eygló keppir á HM 11.Desember

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólembíu 5.-16. Desember.

Að þessu sinni eiga íslendingar einn keppenda Eygló Fanndal Sturludóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur sem keppir að þessu sinni í C-keppnishóp (grúppu) þann 11.Desember klukkan 21:30 að staðartíma eða 2:30 að íslenskum 12.Desember (LEIÐRÉTT). Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari fór með Eygló út.

270 konur frá 76 löndum eru skráðar til keppni og samtals 537 keppendur frá 93 löndum en mótið er það fyrsta í úrtökuferli fyrir Ólympíuleikana í París 2024.

Á heimsmeistaramótum í ólympískum lyftingum er keppt í 10 þyngdarflokkum í kvenna flokki og 10 í karlaflokki en á ólympíuleikunum í París 2024 er aðeins keppt í 5 þyngdarflokkum. Þetta endurspeglast í fjölda keppenda sem eru skráðir í hvern þyngdarflokk. Þjóð má senda mest 10 keppendur af hvoru kyni til keppni og mest 2 í hvern þyngdarflokk.

Þau lönd sem tefla fram fullu liði í kvennaflokki eru: Canada, Kína, Kólembía, Ekvador, Japan, Mexíkó og Bandaríkin.

Kvennaflokkar:

-45kg (15 keppendur)

-49kg ÓL (37 keppendur)

-55kg (21 keppandi)

-59kg ÓL (54 keppendur frá 43 löndum, hér var Þuríður Erla skráð til leiks en hún þurfti til miður að draga sig úr keppni vegna meiðsla en hún er ein þessara 54 keppenda).

-64kg (23 keppendur)

-71kg ÓL (39 keppendur frá 32 löndum, þetta er þyngdarflokkurinn hennar Eyglóar)

-76kg (20 keppendur)

-81kg ÓL (25 keppendur)

-87kg (17 keppendur)

+87kg ÓL (19 keppendur)

Þessir 39 keppendur í -71kg flokki er raðað niður í 4 keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á svokölluðu entry total sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu en þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217kg samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16.Október síðastliðinn en hún skráir 221kg í entry total. Eygló keppti í fyrsta sinn á Heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úzbekistan og lyfti þar 202kg sem var nýtt persónulegt met, hún hefur því bætt árangur sinn um 15kg á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.

Samkvæmt keppnisreglum IWF (Regla 6.6.5) þarf samanlögð byrjunarþyngd þ.e. í snörun og jafnhendingu að vera að hámarki 20kg undir þessu entry total. Það þýðir að Eygló má t.d. byrja með 80kg í snörun og 101kg í jafnhendingu. Guifang Liao frá Kína er með 260kg í entry total hæst allra keppenda í -71kg flokki kvenna og hún þarf því að byrja t.d. með 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu. Annað dæmi er Sarah Davies frá Bretlandi sem sigraði samveldisleikana 2022 með 229kg (103/126) og vann silfurverðlaun á HM 2021 í -71kg flokki þar sem hún lyfti 6/6 102/132=234kg póstar 242kg í entry total til að komast í A-keppnishóp og þar af leiðandi bestu sjónvarpsútsendingu frá mótinu. Hún mun þurfa að byrja með að lágmarki 222kg. Kínverjar hafa ekki keppt utan Asíu síðan fyrir Covid og aðeins í ár utan Kína. Þeir voru ekki meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu 2021, en þar vannst -71kg þyngdar flokkurinn á 235kg.

Keppendur er því skráðir mjög háir inn í A-keppnishóp og oft er telft mjög djarft á fyrsta úrtökumóti fyrir ólympíuleika því árangur þar getur skipt gríðarlegu máli fyrir því hvaða íþróttamenn fá styrki frá sínu landi til að halda áfram úrtökuferlinu. Alls þarf að keppa á sex alþjóðlegum stórmótum fram til 2024 og af þeim sex þurfa þrjú þeirra að vera eftirfarandi: HM2022, Álfukeppni (t.d. EM Senior) 2023, IWF Grand Prix 1 (2023), IWF Grand Prix 2 (2023), Álfukeppni (t.d. EM Senior) 2024. Meira má lesa um úrtökuferli París 2024 hér.

Uppfærðar reglur IWF teknar upp 5.Desember

Alþjóðalyftingasambandið hefur gefið út uppfærslu af reglubók sinni: IWF TCRR 2022

Hér má sjá yfirlit yfir hverjar helstu breytingar eru frá fyrri reglubók: https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2022/11/ANNEX-IWF-TCRR-MODIFICATIONS-AS-OF-05-DECEMBER-2022.pdf

Sérstaka athygli skal vekja á nýjum þyngdarflokkum sem verða á Ólympíuleikunum í París og eru ekki þeir sömu og voru í Tokyo.

Karlar:

-61kg, -73kg, -89kg, -102kg og +102kg

Konur:

-49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg

Sjá hér lifandi skjal með úrdrátti úr reglum IWF á íslensku sem Cat. 1 alþjóðadómarinn Erna Héðinsdóttir heldur utan um:

https://docs.google.com/document/d/1APza2MXKUJ3g6PACE-gICwZi-CukKUclduLex_o7uT0/edit

Fréttaflutningur af NM Unglinga

Mælum með eftirfarandi umfjöllun:

Íþróttavikan með Benna Bó (frá 26:44) : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/ithrottavikan-med-benna-bo/18-november-2022-einar-orn-jonsson-bragi-thordarson-hm-og-fleira/

Vísir: https://www.visir.is/g/20222338499d/gull-lyfta-og-gledi-is-lenska-nordur-landa-meistarans

MBL: https://www.mbl.is/sport/frettir/2022/11/16/mokudu_inn_medalium_a_nm/

EWF: https://ewf.sport/2022/11/19/competition-results-2022-nordic-youth-and-junior-championships/

Myndir frá mótinu má sjá á facebook síðu Voodoo Weightlifting: https://www.facebook.com/voodooweightlifting/

Tveir íslendingar hljóta Elite Pin Norðurlandasambandsins

Á norðurlandamóti unglinga sem haldið var síðastliðna helgi voru þrjár lyftingakonur heiðraðar með Elite Pin NWF (Nordic Weightlifting Federation) þar af tvær íslenskar.

Það voru Katla Björk Ketilsdóttir (f.2000) sem fékk merki númer 166 fyrir að lyfta samtals 194kg í -64kg flokki á Evrópumeistaramótinu í lyftingum sem fram fór í Tirana, Albaníu þann 31.Maí síðastliðinn.

Merki númer 168 fékk síðan Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) fyrir að lyfta samtals 205kg í -71kg flokki kvenna einnig á EM í Albaníu en hennar flokkur var 1.Júní síðastliðinn.

Frá vinstri, Katla Björk Ketilsdóttir, Aino Luostarinen frá Finnlandi og Eygló Fanndal Sturludóttir eftir afhendingu Elite Pin.

Elite Pin er hefur verið afhentur í yfir 50 ár og má sjá lista yfir þá sem hafa fengið hann hér.

Aðeins sjö íslendingar hafa fengið Elite Pin en þeir eru:

Nr. 30 afhent 1976: Gústaf Agnarsson (f.1952-d.2007) sá lyftingamaður sem lyft hefur mestri þyngd í snörun (170kg), jafnhendingu (210kg) og samanlögðu 375kg. Gústaf hóf oft keppni mjög hátt í snörun og féll því oft úr keppni á alþjóðlegum mótum.

Nr. 31 afhent 1976: Guðmundur Sigurðsson (f.1946) fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 (13.sæti) og Montreal 1976 (8.sæti) sem og ótal evrópu og heimsmeistaramótum.

Nr.83 afhent 1993-1995: Haraldur Ólafsson (f.1962). Þrátt fyrir að hafa fengið Elite Pin á árunum 1993-1995 nær Haraldur sýnum besta árangri á áttunda áratugnum. M.a. sinni hæstu Sinclair stigatölu þegar hann lyftu 127,5kg í snörun og 172,5kg í jafnhendingu í -75kg flokki á EM 1984 (15.sæti)

Nr. 140 afhent 2016: Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2016 þar sem hún lyftu 80kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samanlagt 183kg í -58kg flokki. Besti árangur Þuríðar til dagsins í dag var á HM 2017 þar sem hún endaði í 10.sæti og lyfti 86kg og 108kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna.

Nr. 144 afhent 2017: Andri Gunnarsson (f.1983). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2017 þar sem Andri snaraði 160kg og jafnhenti 195 í +105kg flokki karla. Það var jafnframt síðasta mót Andra.

Stefnt er að útgáfu 50 ára afmælisrits LSÍ árið 2023 þar sem farið verður yfir ýmis afrek íslendinga á lyftingapallinum og sá sem þetta ritar tekur því aðeins forskot á sæluna hér að neðan í smá sögulegri yfirferð um Gústaf Agnarsson.

Þrátt fyrir að báðir hafi þeir Gústaf og Guðmundur fengið Elite Pin 1976 voru þeir vel að honum komnir árin á undan, árangur Guðmundar á Ólympíuleikunum 145-187,5=332,5kg í -90kg flokki var besti árangur hans á erlendu móti á ferlinum. Gústaf lyfti 157,5-192,5=350kg á Íslandsmeistaramótinu í -110kg flokki þetta ár og reyndi við nýtt norðurlandamet í snörun 170,5kg sem hann sat undir.

Kafli úr ársskýrslu Lyftingasambandsins 1974 er svo hljóðandi sýnir vel hversu illa Gústaf gekk að ná árangri á stórmótum.

Norðurlandameistaramótið fór fram í Fredrikstad í Noregi, í endan á apríl s.l.. LSÍ sendi fimm þátttakendur og var Finnur Karlsson farastjóri. Keppendur voru þessir.Skúli Óskarsson sem keppti í millivigt og náði 5.sæti með 245kg. Friðrik Jósepsson sem keppti í milliþungavigt, en féll úr, eftir að hafa snarað 135kg. Guðmundur Sigurðsson keppti í milliþungavigt og náði 3.sæti með 320kg samanlagt. Gústaf Agnarsson sem keppti í þungavigt, en féll úr. Óskar Sigurpálsson sem keppti í þungavigt og náði 3.sæti með 310kg samanlagt. Má LSÍ vel við una, árangri ísl. keppendanna, því miðað við getu í öðrum ísl. íþróttagreinum var hann frábær.
Um mánaðarmótin maí-júní fór fram Evrópumeistaramótið í Verona á Ítalíu. Fyrir hönd Íslands kepptu þeir Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson. Varð Guðmundur áttundi í milliþungavigt með 322,5kg samanlagt. Gústaf keppti í þungavigt, en því miður féll hann úr.
Á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Manila á Filippseyjum kepptu þeir, Gústaf og Guðmundur fyrir hönd Íslands, en farastjóri var Finnur Karlsson. Var þessi ferð farinn LSÍ algjörlega að kostnaðarlausu. Þar náði Guðmundur 10. sæti í milliþungavigt með 320kg samtals en Gústaf féll úr, því miður.

Erling Johansen sem keppti þrisvar fyrir dani á ólympíuleikunum 1972,1976 og 1980 sagði mér skemmtilega sögu af Gústaf af heimsmeistaramótinu 1974 í Manila á Filipseyjum. Á Evrópumeistaramótinu fyrr á árinu hafði Gústaf þá aðeins 22 ára snarað 155kg í -110kg flokki en fallið úr keppni í jafnhendingu. Þrjár þyngstu lyftur á EM 1974 í snörun voru Valentin Hristov (Bulgaria) – 167.5kg, Jurgen Ciezki (A-þýskaland) 165kg og Valery Ustyuzhin (Sovét) (162.5kg). Þegar á heimsmeistaramótið var komið bað Gústaf hann Erling um að hjálpa sér í keppninni, þegar Erling spyr hann hvaða þyngd hann ætli að opna á segir Gústaf 160kg. Erling spyr hvort það sé nú ekki full vel ílagt, heimsmetið á þeim tíma var 177.5kg og engin hafði meldað svo þunga opnunarþyngd. En Gústaf var ekki haggað hann hafði reiknað út að 160kg myndu duga honum í bronsverðlaun á mótinu í snörun og hann ætlaði sér ekki minna afrek. Erling klóraði sér í hausnum og sagði bara gott og vel, ég skal hjálpa þér og þá hófst biðin. Í loka upphitunarlyftunni snýr Gústaf sig á vinstri ökkla og Erling þarf að teipa hann. Yuri Zaitzev sem keppti fyrir Sovétríkin árinu eldri en Gústaf klóraði sér í hausnum yfir því hvað þessi íslendingur væri að byrja í 160kg þegar hann var búinn með sýna opnunarlyftu 155kg. Jurgen Ciezki og Valery Ustyuzhin hækka báðir í 160kg í sinni opnunar lyftu líkt og Gústaf. Gústaf fer út á pall, nær ekki alveg að sitja undir stönginni, Ciezki og Ustyzhin klára sýna lyftur. Kaks frá Austur-Þýskalandi klikkar á 160kg í annari tilraun. Zaitzev fer í 160kg og fær lyftuna gilda 2-1 í sinni annari tilraun. Gústaf tekur sýna aðra tilraun, ekki góð og hann er kominn upp að vegg. Kaks fer í sýna þriðju tilraun og nær 160kg í henni. Gústaf fer í þriðja sinn í 160kg og nær loks að sitja undir stönginni en upp fór það ekki og ökklin fór víst alveg við þetta þann daginn og Gústaf lyfti ekki í jafnhendingunni. Eftir mótið fór hann til Álaborgar með Erling þar sem hann átti að keppa í Alborg cup en gat víst lítið beitt sér þar. Snörunin fór svo að Valery Ustyuzhin lyfti 167.5kg, Jurgen Ciezki 165kg en 160kg lyfta Yury Zaitsev dugði honum í bronsið í snörun. Zaitsev lést fyrir rétt um 1 og hálfum mánuði síðan 30.September 2022 og átti hann eftir að verða Ólympíumeistari 1976, Heimsmeistari 76, 78 og Evrópumeistari 1979. En Erling man vel eftir HM bronsinu sem aldrei varð fyrir Gústaf.

Svo skemmtilega vill til að þessi sería er til á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=0hMjAcERuW4

Gústaf í lokalyftunni: https://www.youtube.com