Úrslit af íslandsmótinu 2018

Íslandsmótið 2018 fór fram laugardaginn 17.Febrúar í íþróttahúsinu Varmá í umsjón Lyftingafélag Kópavogs og Lyftingafélags Mosfellsbæjar og var öll mótsumgjörð til fyrirmyndar.

Öll úrslit má sjá hér  http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2018

Birna Aradóttir (LFR) átti frábært mót og bætti íslandsmet í U20 bæði í snörun og jafnhendingu, en hún snaraði 80 kg og jafnhenti 90 kg og endaði hún mótið með  231 sinclair stig og varð stigahæst kvenna. Þess má geta að norðurlandametin í snörun í flokki 20 ára og yngri eru 78kg í -58kg flokk og 82kg í -63kg flokk. Birna lyfti því yfir metinu í -58kg flokk en hún vigtaðist um 59kg inn í mótið.

Bjarmi Hreinsson (LFR) varð stigahæstur karla þegar hann snaraði 131kg og jafnhenti síðan nýju íslandsmeti karla í -94kg flokk 161kg og á Bjarmi þá öll þrjú metin í flokknum en metið í snörun og samanlögðu setti hann á RIG í lok Janúar. Bjarmi reyndi við 140kg í snörun og 170kg í jafnhendingu í þriðju tilraununum sínum.

Lyftingafélag Kópavogs (LFK) varð íslandsmeistari liða, en í fyrsta sinn var afhentur bikar fyrir besta liðið.

Liðakeppni

# Félag Stig Niðurbrot stiga
1 LFK 47 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2
2 LFR 40 7 + 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 2
3 LFG 27 7 + 7 + 7 + 3 + 2 + 1
4 LFH 16 7 + 5 + 4
5 UMFN 13 5 + 4 + 4
6 Ármann 7 7
7 Hengill 3 3

Önnur met sem sett voru á mótinu voru öldungamet hjá Hrund Scheving í flokki 35-39 ára og 40-44ára en þyngsta jafnhendingin hennar var yfir heimsmeti í masters flokki 40-44ára en skráð met er 92.5kg.

Rökkvi Guðnason tvíbætti íslandsmetin í flokki -62kg karla 15 ára og yngri þegar hann snaraði 63kg og 66kg, hann jafnhenti síðan 80kg og 83kg.

Frábær umfjöllun stöðvar 2 um mótið: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVB73BC90A-9897-45C1-B275-37F0BAE3B3CD

Svipmyndir frá mótinu má sjá hér að neðan:

Karlaflokkarnir 🏋️‍♀️

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Gott comeback eftir meiðsli -> 🥈og bæting á móti. Sáttur✌🏼

A post shared by Daníel Ómar Guðmundsson (@danielgudmundsson) on

Advertisements

Íslandsmót: Skráningarlisti og Tímaseðill

Tímaseðill
8:00-9:00 Vigtun (KVK)
9:00-10:00 Vigtun (KK)
10:00-12:00 KVK (-48,-53,-58,-63) – 13 keppendur
12:05-13:45 KVK (-69,-75,-90kg) – 10 keppendur
13:45 Verðlaunaafhending KVK
14:00-16:30 KK (Allir flokkar) – 18 keppendur
16:30 Verðlaunaafhending KK

 

Þyngdarflokkur Nafn Félag
-48kg Ásrún Arna Sch Kristmundsdóttir LFK
-53kg Eir Andradóttir LFG
-53kg Hrafnhildur Arnardóttir LFK
-53kg Líney Dan Gunnarsdóttir LFK
-58kg Kristrún Ingunn S. Sveinsdóttir LFK
-63kg Álfrún Tinna Guðnadóttir LFR
-63kg Íris Rut Jónsdóttir UMFN
-63kg Birna Aradóttir LFR
-63kg Inga Arna Aradóttir LFR
-63kg Margrét Þórhildur Maríudóttir LFK
-63kg Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK
-63kg Hrafnhildur Finnbogadóttir LFK
-69kg Birta Líf Þórarinsdóttir LFR
-69kg Aþena Eir Jónsdóttir UMFN
-69kg Hrund Scheving LFK
-69kg Thelma Hrund Helgadóttir Hengill
-69kg Viktoría Rós LFG
-69kg Arna Eyþórsdóttir LFG
-75kg Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH
-75kg Kristín Jakobsdóttir Ármann
-75kg Eygló Fanndal Sturludóttir LFK
-75kg Sandra Pawlik LFK

 

Karlar
Þyngdarflokkur Nafn Félag
-62kg Matthías Abel Einarsson Hengill
-62kg Rökkva Hrafn Guðnason LFR
-69kg Guðbjartur Árni Björnsson LFK
-69kg Róbert Þór Guðmarsson LFH
-77kg Ingimar Jónsson LFG
-77kg Matthías Björn Gíslason LFH
-77kg Alexander Sólon Kjartansson LFH
-85kg Guðmundur Jökull Ármannsson LFG
-85kg Daníel Róbertsson LFK
-85kg Emil Ragnar Ægisson UMFN
-85kg Almar Kristmannsson LFG
-85kg Sveinn Atli Árnason LFK
-94kg Bjarmi Hreinsson LFR
-94kg Daníel Ómar Guðmundsson LFR
-94kg Veigar Ágústsson Hafþórsson LFH
-105kg Sigurjón Guðnason LFR
(+105kg) Ingólfur Þór Ævarsson KFA
(+105kg) Ingvi Karl Jónsson Ármann

 

RIG 2018: Úrslit

Heildarúrslit frá RIG 2018 má nálgast hér: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2018

Útsending RÚV: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/reykjavikurleikarnir-2018/20180128-1

Sjá umfjöllun mbl hér að neðan og í hlekknum: https://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2018/01/28/sex_islandsmet_i_olympiskum_lyftingum/

Sex Íslands­met voru sleg­in í Ólymp­ísk­um lyft­ing­um á WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games í Laug­ar­dals­höll í dag. Keppt var í svo­kallaðri Sincla­ir stiga­keppni þar sem lík­amsþyngd kepp­enda og heild­arþyngd sem þeir lyfta reikn­ast upp í ákveðinn stiga­fjölda.

Þuríður Erla Helga­dótt­ir (LFK) sýndi það og sannaði í dag að hún er besta lyft­inga­kona lands­ins. Hún lyfti 5 af 6 lyft­um og sigraði með því að snara 84kg og jafn­henta 101kg. Önnur var hin finnska Sa­ara Leskin­en sem lyfti sömu þyngd­um og Þuríður en hún var aðeins þyngri, Sa­ara átti góða til­raun við 109kg í loka­lyft­unni. Þriðja varð Aníta Líf Ara­dótt­ir (LFG). Birna Ara­dótt­ir (LFR) varð fjórða og setti ís­lands­met ung­linga 20 ára og yngri í jafn­end­ingu þegar hún lyfti 89kg í ann­arri til­raun.

Í karla­keppn­inni var keppn­in mjög hörð og nokk­ur ný Íslands­met féllu. Ein­ar Ingi Jóns­son (LFR) sigraði með því að snara nýju Íslands­meti, 119kg í ann­arri til­raun, og reyndi við bæt­ingu á meti í þriðju, 121kg, sem hann náði ekki. Hann lyfti síðan 145kg í opn­un­ar lyft­unni í jafn­hend­ingu en Ein­ar vigt­ast aðeins um 70kg. Hann reyndi tví­veg­is við bæt­ingu á ís­lands­met­inu 153kg og var ná­lægt því.

Í öðru sæti nokkuð óvænt var Bjarmi Hreins­son (LFR) sem varð hálf­gerður senuþjóf­ur móts­ins þegar hann tví­bætti Íslands­metið í snör­un í -94kg flokki karla, fyrst með 135kg og síðan 137kg. Hann var síðan mjög nærri því að falla úr keppni í jafn­hött­un þegar hann klikkaði á 155kg og 158kg áður en hann lyfti 158kg sem tryggði hon­um silfrið og nýtt Íslands­met í sam­an­lögðum ár­angri 295kg.

Þriðji varð Jere Johans­son frá Finn­landi sem lyfti þyngst 126kg í snör­un. Eft­ir að hafa opnað á 150kg í jafn­hött­un átti hann góða til­raun við 154kg sem kviðdóm­ur dæmdi af hon­um og notaði hann síðustu til­raun­ina til að reyna að sigra Ein­ar með því að lyfta 157kg sem hann náði ekki.

Birk­ir Örn Jóns­son jafn­henti 152kg sem var nýtt Íslands­met í -85kg flokki 23 ára og yngri en hann varð í 6.sæti.

 

RIG 2018: Keppendalist

RIG fer fram Sunnudaginn 28.Janúar frá 10-13 í Laugardalshöll.

Sýnt verður svo beint frá keppninni á RÚV í samantekt kl.14:50

Keppendalistinn er klár

Konur Félag/Land Snörun /Jafnhending
Þuríður Erla Helgadóttir 1991 ARM 86/108 @ -58kg
Saara Leskinen 1993 FIN 89/108 @ -63kg
Katla Björk Ketilsdóttir 2000 UMFN 77/88 @ -63kg
Neta Bronstein 1989 ISR 72/92 @ -63kg
Birna Aradóttir 1999 LFR 75/87 @ -63kg
Katrín Vilhjálmsdóttir 1986 KFA 66/90 @ -63kg
Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG 82/108 @ -69kg
Lilja Lind Helgadóttir 1996 LFG 80/103 @ -69kg
Rakel Hlynsdóttir 1993 Hengill 73/90 @ -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir 1993 LFH 72/98 @ -75kg
Karlar
Einar Ingi Jónsson 1996 LFR 118/152 @ -77kg
Yoav Sorek 1983 ISR 118/148 @ -77kg
Árni Rúnar Baldursson 1995 Hengill 112/135 @ -77kg
Birkir Örn Jónsson 1995 LFG 116/147 @ -85kg
Davíð Björnsson 1995 LFG 109/140 @ -85kg
Daníel Róbertsson 1991 LFK 120/145 @ -85kg
Jere Johansson 1987 FIN 126/156 @ -85kg
Árni Freyr Bjarnason 1988 LFK 126/157 @ -94kg
Bjarmi Hreinsson 1992 LFR 136/153 @ -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA 130/171 @ +105kg

Lyftingaþing 2018

Lyftingaþing 2018 verður haldið í húsakynnum ÍSÍ Laugardaginn 17.Mars milli 10-13.

Boð mun vera sent út til aðildafélaga á næstu dögum með frekari upplýsingum.

Tillögur að laga [1] og leikreglna [2] breytingum mega berast á asgeir@lsi.is eða lsi@lsi.is, einnig óskum við eftir því að einstaklingar gefi kost á sér í stjórn.

[1] https://lyftingar.wordpress.com/log-lsi/

[2] https://lyftingar.wordpress.com/motareglur-lsi/

 

Katla Björk með Norðurlandamet í snörun

Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) setti tvöfalt norðurlandamet í -58kg flokki 17 ára og yngri á Jólamótinu um nýliðna helgi. Katla snaraði 74kg í annari tilraun og 75kg í þriðju tilraun. Frábært hjá Kötlu sem átti fyrir metið í -63kg flokki.

Hin sænska Filippa Ferm keppti sama dag og Katla nokkrum klukkutímum seinna og lyfti einnig 74kg í snörun í sama þyngdar og aldursflokki en hún lyfti líka 88kg í jafnhendingu. Filippa fær því jafnhendingarmetið og metið í samanlögðu en Katla heldur metinu í snörun svo það marg borgaði sig að hafa hækkað um 1kg í loka tilraun.

Jólamótið: Úrslit

Úrslit úr Jólamótinu eru kominn í gagnagrunn sambandsins: http://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2017

Top 3 KVK:

# Nafn Lið Líkamsþ. Samtals Sinclair
1 Aníta Líf Aradóttir LFG F 67,40 186,0 234,4
2 Katla Björk Ketilsdóttir UFN F 57,10 156,0 217,7
3 Birna Aradóttir LFR F 61,10 156,0 208,4

Top 3 KK:

# Nafn Lið Líkamsþ. Samtals Sinclair
1 Einar Ingi Jónsson LFR M 71,95 270,0 350,1
2 Árni Freyr Bjarnason LFK M 90,60 283,0 326,4
3 Birkir Örn Jónsson LFG M 81,40 259,0 314,1

 

Liðabikarinn fór til LFG eftir nokkuð harða keppni við LFR en heildar úrslit reiknuð í gegnum gruninn koma á næstu dögum. Hér má nálgast útreikninga úr liðakeppni.

Samtals
LFR 116
LFG 138
LFK 75
UMFN 40
LFH 58
Hengill 56
Ármann 24
LFM 11
KFA 7
LFA 7
Sindri 3

Lyftingafólk ársins 2017

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2017 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Þuríður Erla átti frábært keppnisár sem hún kórónaði með því að ná 10.sæti í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri og fór með allar 6 keppnislyfturnar sínar í gegn.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar Erlu: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

Andri Gunnarsson (f. 1983) úr Lyftingafélagi Garðabæjar er lyftingakarl ársins 2017 en þetta er fjórða árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Hann varð Íslandsmeistari 2017 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 190kg í +105kg flokki karla sem bæði voru Íslandsmet. Hann bætti síðan um betur þegar hann snaraði 160kg og jafnhenti 195kg þegar hann varð í 17.sæti á Evrópumeistaramótinu sem haldi var í Krótatíu. Samanlagði árangur hans þar, 355kg, og stigaárangur er sá besti sem íslenskur karl hefur náð undanfarin 30 ár og náði hann með árangrinum svokölluðum Elit Pin (354kg) sem norðurlandasambandið afhendir en hann er fimmti íslenski einstaklingurinn til að hljóta nafnbótina.

Yfirlit yfir árangur Andra: http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson

Ungmenni ársins (kvennaflokkur)

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000), UMFN er ungmenni ársins í kvennaflokki. Katla Björk náði þeim frábæra árangri að verða 5. Í 63kg flokki á Evrópumeistaramóti Ungmenna (17 ára og yngri) sem fram fór í Kosovo. Katla Björk keppti einnig á Heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fór í Tælandi og endaði þar í 26.sæti í -58kg flokki. Þá varð Katla Björk Norðurlandameistari 17 ára og yngri í -63kg flokki. Þá varð hún Íslandsmeistari í -63kg flokki 17 ára og yngri og stigahæst stúlkna 17 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hennar á árinu var þegar hún snaraði nýju norðurlandameti í flokki 17 ára og yngri, 77kg og jafnhenti 88kg á EM ungmenna sem tryggðu henni 165kg samanlagt og 219,5 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Kötlu Bjarkar: http://results.lsi.is/lifter/katla-bjork-ketilsdottir

Ungmenni ársins (karlaflokkur)

Arnór Gauti Haraldsson (f. 1998), Lyftingafélagi Hafnarfjarðar er ungmenni ársins í karlaflokki. Arnór Gauti vann til silfurverðlauna í -85kg flokki á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Pori í Finnlandi en þar setti hann einnig Íslandsmet unglinga í snörun er hann lyfti 125kg. Þá varð Arnór Gauti Íslandsmeistari unglinga í -85kg flokki og stigahæstur drengja 20 ára og yngri á mótinu. Besti árangur hans á árinu var 125kg í snörun og 142kg í jafnhendingu á NM unglinga sem tryggðu honum 267kg samanlagt og 322,2 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Arnórs Gauta: http://results.lsi.is/lifter/arnor-gauti-haraldsson