About Lárus Páll

Lárus Páll Pálsson

Þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum

Logo LSÍPA-ELEIKO-LOGO-3Ewf logo 2

Lyftingasamband Íslands, Evrópska lyftingasambandið og Eleiko munu halda þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum helgina 16-18 janúar 2015 í tengslum við Reykjavíkurleikana. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Íslands að Engjavegi 6 í Reykjavík.

Kennarar verða Antonio Urso, forseti Evrópska lyftingasambandssins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskólann í Róm og Colin Buckley styrktarþjálfari sem á sæti í þjálfaranefnd Evrópska lyftingasambandssins.

Námskeiðið er þriggja daga námskeið bæði með verklegar og bóklegar æfingar og próf. Bæði verður farið yfir tækniæfingar í ólympískum lyftingum, almenna styrktarþjálfun afreksíþróttamanna með ólympískum lyftingum, styrktarkennslu og öryggi iðkenda við ólympískar lyftingar.

Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Eleiko og Evrópska lyftingasambandsins sem heitir “Weightlifting for Sports” og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennann styrk iðkenda sinna ásamt því að vera hluti af þjálfaramenntunaráætlun Evrópska Lyftingasambandssins.

Innifalið í námskeiðinu er hádegismatur og kaffi alla dagana, kennslubók í ólympískum lyftingum, kennsludiskur og usb lykill með öllu kennsluefninu.

Verðið á þessu námskeiði er 80.000 kr. en ef greitt er fyrir 18. desember er verðið 65.000 kr. Lyftingasambandið vill benda á styrki stéttarfélaga til þeirra sem starfa við þjálfun. Til dæmis þá geta félagsmenn hjá VR sótt um styrk fyrir 75% af námskeiðinu. Hægt er að ganga frá greiðslu inn á reikning Lyftingasambandssins 0311-26-2992, kt. 430275- 0119 og senda staðfestingarpóst á lsi@lsi.is. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25 einstaklingar.

Skráningar á þjálfaranámskeið óskast sendar á tölvupósti á lsi@lsi.is

Lyftingasamband Íslands hvetur öll aðildarfélög sín og önnur íþróttafélög til þess að senda þjálfara á þetta námskeið, til að auka þekkingu og menntun þjálfara á ólympískum lyftingum og kynna kosti þeirra við afreksþjálfun á Íslandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á ólympískum lyftingum. Lyftingadeild Ármanns mun halda grunnnámskeið sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref en vilja vera sem best undirbúnir og fá sem mest út úr námskeiðinu. Skráningar á grunnnámskeið óskast sendar á lyftingadeild@armennningar.is.

qb873en234tzastutick_normal

Haustmót LSÍ

Lilja Lind Helgadóttir

Eins og áður hefur verið auglýst verður Haustmót LSÍ haldið þann 4. Október n.k.

Keppnisstaður verður Sporthúsið Kópavogi.

Skráningar óskast sendar í heild frá Íþróttafélögum sem eru sambandsaðilar að LSÍ fyrir miðnætti (kl. 24.00)  fimmtudaginn 2. október á netfangið lsi@lsi.is.

Keppni hefst kl. 13.00 en vigtun hefst venju samkvæmt tvemur tímum fyrr og lýkur kl. 12.00.

Keppnisgjald er kr. 1.000 á hvern keppanda og óskast greitt um leið og skráning fer fram inn á reikningsnúmer 311-26-2992 kt. 430275-0119.

Lyftingafréttir

20130817_0947531

Fjölmargt er að gerast núna um þessar mundir í Lyftingaheiminum.

Um næstu helgi þann 23. nóvember verður haldið Lyftingaþing í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Sömu helgi er námskeið sem Lyftingafélag Garðabæjar heldur með Ma Jianping sem er Kínverskur þjálfari og mun sýna okkur hvernig Kínverjarnir eru að lyfta, en Kínverjar hafa náð gríðarlegum árangri í Ólympískum lyftingum og er síðasta heimsmeistaramót sem haldið var í Póllandi gott dæmi um það, þar sem þeir unnu 3 gullverðlaun og 1 silfurverðlaun í samanlögðu (Total) í Karlaflokkum og 3 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun og 2 bronsverðaun í samanlögðu (Total) í kvennaflokkum .

Þeir sem eru áhugasamir um þetta námskeið geta skráð sig á þessari vefsíðu: http://chineseweightlifting.com/

Norðan heiða er Akureyrarmót í Ólympískum lyfingum þann 30. Nóvember, áhugasamir geta skráð sig á þessari vefsíðu: http://kfa.is/news.php Í

Íþróttaakademía Keilis hefur verið mjög dugleg við að bjóða upp á frábær námskeið fyrir ólympískar lyftingar og almenna styrktarþjálfun. Nú um síðustu helgi kom Dietmar Wolf til landsins of fór yfir þjálfunarálag við lyftingar. Dietmar stundaði Ólympískar lyftingar áður en hann snéri sér að þjálfun í kraftlyftingum og hefur náð frábærum árangri. Von er á Dietmar aftur til landsins í byrjun nærsta árs og verður áhugavert að fylgjast með honum.

Nánir upplýsingar eru á heimasíðu Keilis.

Fjölmörg ný Lyftingafélög eru að koma upp nú um þessar mundir og vill Stjórn Lyftingasambandsins hvetja þá sem hafa áhuga á Ólympískum lyftingum að hafa samband við okkur til þess að við getum hjálpað til við stofnunina og/eða að finna lyftingafélag sem er nálægt þér til þess að þú getir byrjað.

Ef þú hefur áhuga á að stunda Ólympískar lyftingar, endilega hafðu samband við LSÍ með tölvupósti á lsi@lsi.is

Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands (2. boðun)

Reykjavík, 23.10.2013

Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sem er staðsett að Engjavegi 6, þann 23. nóvember 2013. Dagskrá hefst kl. 15.00

Tilkynna skal framboð til stjórnar og/eða málefni sem sambandsaðilar vilja að tekin verði fyrir á þinginu með tölvupósti á lsi@lsi.is fyrir föstudaginn 8. nóvember.

Dagskrá
1)    Þingsetning.
2)    Kosin kjörbréfanefnd 3ja manna.
3)    Kosning fyrsta og annars þingforseta og tveggja þingritara.
4)    Kosnar nefndir þingsins.
Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver.
5)    Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
6)    Gjaldkeri leggur fyrir endurskoða reikninga sambandsins til samþykktar.
7)    Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8)    Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær, sem fram hafa komið.
9)    Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar, svo og önnur mál er þingið vill ræða.
ÞINGHLÉ
10)    Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
11)    Ákveðið gjald æfifélaga
12)    Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og fulltrúa á Íþróttaþing.
a)        Formaður.
b)        1-2 úr fráfarandi stjórn.
c)        2-3 meðstjórnendur.
d)        3 varamenn.
e)        2 endurskoðendur,
f)        Fulltrúi Íþróttaþing.
13)    Kosnir 3 menn í lyftingadómstól og 3 til vara.
14)    Kosinn formaður dómaranefndar.
15)    Önnur mál.
16)    Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
17)    Þingslit.

Vinsamlega staðfestið þáttöku ykkar eins og að ofan greinir með tölvupósti á lsi@lsi.is.
Fyrir hönd Lyftingasambands Íslands
Stjórn Lyftingasambands Íslands

Lyftingaþingi Lyftingasamband Íslands frestað

Lyftingaþinginu sem átti að vera núna þann 20. október hefur verið frestað vegna ófullnægjandi boðunar til aðilarfélaga.

Stjórnin harmar þau óþægindi sem af þessu kunna að hljótast. Áhugasömum sem hafa áhuga á að starfa innan Lyftingasambandssins er bent á að almennur félagafundur verður haldin í staðinn í A-Sal ÍSÍ að Engjavegi 6, kl. 14.00 sama dag og hugsanlega verður horft á myndbrot frá Heimsmeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fer nú um helgina í Póllandi.

Stjórnin