About Lárus Páll

Lárus Páll Pálsson

Námskeið í Skyndihjálp

Lyftingasamband Íslands verður með námskeið í skyndihjálp næstkomandi laugardag 07.09.2013 í sal ÍSÍ að Engjaveg 6 í Reykjavík.
Skyndihjálp er nauðsynleg þekking öllum sem vinna að íþróttastarfi og oft hafa rétt viðbrögð bjargað mannslífum.
Námskeiðið er byggt upp eins og hefðbundin skyndihjálparnámskeið, en einnig verður farið yfir Íþróttaslys og meiðsl sem eru algeng hjá Íþróttamönnum og í Lyftingasölum.
Að loknu námskeiði er hægt að fá skírteini útgefið af Rauða Kross Íslands.
Það veit enginn hvar næsta slys verður, en það er öruggt að það verður einhverstaðar.
Ert þú tilbúinn?

Ef þið hafið áhuga sendið email á lsi@lsi.is.

Kostnaður er 5.000 kr.
Aðilar sem eru skráðir í Lyftingasambandið greiða einungis 2.500.

Úrslit á Norðurlandameistaramóti á Akureyri 2013

Norðurlandameistaramót í Ólympískum lyftingum var haldið á Akureyri þann 17. ágúst síðastliðinn.

Ísland vann í Liðakeppni Karla en Danmörk vann í Liðakeppni kvenna.

Keppendur fyrir Íslands hönd í karlaflokki voru Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon.

Í kvennaflokki kepptu Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

Árangur Íslendingana var mjög góður og fékk Darri Már Magnússon gullverðlaun í -56 kg. fl. og setti þrjú ný íslandsmet í drengja og unglingaflokki. Hrannar Guðmundsson, átti í harðri keppni við Mikko Kuusto (FIN) í  77 kg. fl., en beið í lægri hlut á 100gr. þyndarmun á líkamsþyngd á keppnisdegi þar sem báðir lyftu 263 kg. í samanlögðu. Hrannar setti 3 ný Íslandsmet, 117 kg. í snörun, 146 kg. í janfhendingu og 263 kg. í samanlögðu eins og áður sagði. Róbert Eyþórsson hlaut silfurverðlaun í 69. kg. fl og Árni Björn Kristjánsson sömuleiðis í -105 kg. fl. en Árni Freyr Stefánsson lauk ekki keppni í þeim þyngdarflokki. Gísli Kristjánsson fékk bronsverðlaun í +105 kg. fl.. Svanhildur Vigfúsdóttir fékk bronsverðlaun -58 kg. fl. kvenna.

Per Hordnes (NOR) var stigahæstur karla yfir alla þyngdarflokka. Hann keppti í -94 kg. fl. og lyfti þar 143 kg í snörun og 180 kg í jafnhendingu og var með 323 kg. í samanlögðu.

Ruth Kasirye (NOR) var stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka. Hún keppti í -63 kg. fl. og lyfti þar 96 kg í snörun og 117 kg í jafnhendingu og var með 213 kg. í samanlögðu.

Ármann var í öðru sæti í félagsliðakeppni karla en Norska félagið Tambarskjelvar IL sigraði. Danska félagið IK 99 sigraði í félagsliðakeppni kvenna en Ármann var þar í þriðja sæti.

Á Norðurlandameistaramótum er keppt í hinum hefðbundu 8 þyngdarflokkum hjá körlum en keppt er sérstaklega í 3 þyndarflokkum í stað hinna hefðbundna 7 þyngdarflokka hjá konum.

Eftirfarandi eru sigurvegarar í þyndarflokkum karla;

+105 kg. Ragnar Öhman (140/192/332)

-105 kg. Mikkel Andersen (145/165/310)

-94 kg. Per Hordnes (143/180/323)

-85 kg. Jarleif Amdal (135/160/329)

-77 kg. Mikko Kuusisto (115/148/263)

-69 kg. Jantsen Overas (108/127/235)

-62 kg. Arto Lahdekorpi (86/102/188)

-56 kg. Darri Már Magnússon (40/45/85)

Eftirfarandi eru sigurvegarar í kvennaflokkunum;

+ 69 kg. Madeleine Ahlner (70/94/164)

63-69 kg. Ruth Kasirye (96/117/213)

-63 kg. Christina Ejstrup (63/77/140)

Önnur úrslit mótsins má sjá á eftirfarandi skrá;

Nordic Senior 2013 Result 1 group

Nordic Senior 2013 Result 2 group

Nordic Senior 2013 Result 3 group

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi síðum (©Sævar Geir Sigurjónsson).

https://www.facebook.com/kraftlyftingafelag.akureyrar/photos_stream

http://www.sport.is/ithrottir/2013/08/19/hrikalega-tekid-a-thvi-a-akureyri-myndaveisla/

7 nýir dómarar á Norðurlandi

2013-06-22 15.08.30

Frá hægri; Ivan Mendez, Kristján H. Buch, David Nyombo, Fríða Björk, Grétar Skúli, Hulda B. Waage, Edda Ósk og Per Mattingsdal frá IWF.

Dómaranámskeið í Ólympískum lyftingum var haldið á Akureyri þann 22. júní síðastliðinn. 7 nýir dómarar luku prófi og óskar Lyftingasambandið þeim velfarnaðar í starfi.

Áhugi á Ólympískum lyftingum hefur verið stigvaxandi og hefur Norðurlandið ekki verið nein undantekning frá því undir styrkri handleiðslu Grétars Skúla formanns KFA.  Þess má geta að Norðurlandamót fullorðina í Ólympískum lyftingum verður haldið á Akureyri dagana 16-18. ágúst.

 

Dr. Tamás Aján endurkjörinn Forseti Alþjóða lyftingasambandsins IWF.

Tamas Ajan

138 þjóðir tóku þátt í kosningu um forystu Alþjóða lyftingasambandsins dagana 20-21 maí 2013 í Moskvu. Dr. Tamas Ajan var endurkjörinn forseti sambandssins til næstu 4 ára og Gjaldkeri- og aðalritari var kosinn Ma Wenguang. Fyrsti varaforseti var kosinn Nicu Vlad.

Að auki var kosið í Framkvæmdastjórn 5 varaforsetar og 8 meðstjórnendur. 10 voru kosnir í Dómara- og reglugerðanefnd. 10 voru kosnir í Þjálfunar- og rannsóknarnefnd og 10 voru kosnir í Læknanefndina.

Hér má sjá lista yfir þá sem voru kjörnir til þess að leiða Alþjóða lyftingasambandið til næstu 4 ára.

Dagskrá Íslandsmeistaramótsins 2013

Íslandsmeistaramótið í Ólympískum Lyftingum verður haldið í verslunarkjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri laugardaginn 13. apríl og hefst kl. 10.00.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi;

Kl. 10.00 Snörun Kvenna.

Kl. 10.50 Hlé.

Kl. 11.00 Jafnhending Kvenna

Kl. 14.00 Snörun Karla

Kl. 15.20 Hlé

Kl. 15.30 Jafnhending Karla

Hápunkturinn verður væntanlega eftirfarandi;

Keppnin verður mest spennandi í samanlagðri stigakeppni, Þar sem keppnin er á milli Önnu Huldar og Katrínar Tönju. Konur verða að keppa í snörun milli 10.00 og 11.00, en líklega byrja þær stöllur ekki fyrr en kl. 10.30.  Þær keppa svo aftur í Jafnhendingu milli 11.00 og 12.00

Gísli Kristjánsson er sterkasti einstaklingurinn í karlakeppninni en hann verður líklega að keppa í Snörun um 15.00 og Jafnhendingu kl. 16.30.

Við munum reyna að streama frá mótinu www.ustream.com/kfakureyri