NM unglinga 16. og 17. nóvember

Norðurlandamót unglinga verður haldið um helgina í Sundsvall í Svíþjóð.
Keppt verður í flokki 20 ára og yngri og 17 ára og yngri (Youth og junior).
Á mótinu munu 86 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð keppast að en þarf af eru 14 keppendur frá Íslandi.
Óskum við ungafólkinu okkar velgengnis á mótinu.
Þið getið fylgst með mótinu í rauntíma HÉR

Laugardagur: 9:30 til 19:00
Sunnudagur: 9:30 til 12:30

Level 1 – þjálfarar! Til hamingju!

Um helgina sátu Erna Héðinsdóttir og Sigurður Darri Rafnsson Level 1 þjálfaranámskeið sem haldið var af Karoliina Lundahl á vegum Alþjóða lyftingasambandsins, IWF.

Til stendur að þau haldi áfram og taki Level 2 núna í nóvember og verður það í fyrsta sinn sem Level 2 námskeið verður haldið.
Við óskum þeim til hamingju með nýju réttindin og þekkinguna og vonum að hún eigi eftir að nýtast vel í starfi Lyftingasambandsins.
#iwf #Weightlifting

B Dómararéttindi!

Í dag, föstudag, tóku 13 einstaklingar próf til B dómararéttinda hjá Lyftingasambandi Íslands. Við fögnum þessari viðbót við dómarahópinn og hlökkum til að vinna með þeim á komandi mótum. Á morgun laugardag er Íslandsmót unglinga þar sem nýju dómararnir okkar munu koma sterkir inn.

Mótið fer fram í Crossfit Reykjavík og hefst kl. 13:00. Allir velkomnir.