Jólamót – Mótadagskrá og keppendalisti

A.T.H. BREYTT DAGSETNING NÚ SUNNUDAGINN 5. DESEMBER

Vegna mikillar þátttöku á Jólamótinu í ár þurftu LSÍ og mótshaldarar að færa mótið um sólahring og hafa það á sunnudeginum 5. desember svo allir ættu möguleika á því að taka þátt. Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem breytingarnar gæti ollið.
Við minnum á að Jólamótið sem og Sumar-og Haustmót LSÍ eru sinclairstiga mót og eru verðlaun veitt fyrir 3 hæstu sinclairstig í kvenna- og karlaflokki.
Mælum við með að allir skoði keppnisreglur fyrir mót en sérstaklega nýliðar. Þið getið skoðað íslenskaðan úrdrátt úr keppnisreglum HÉR
Mótinu verður streymt á TWITCH síðu sambandsins HÉR
Eins og staðan en núna sjáum við ekki fram á að geta haft áhorfendur, ef aðstæður breytast mun koma tilkynning um það á öllum miðlum LSÍ.

Keppendalisti

Kvennaflokkur

Hópur C 9:00

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Þórdís Jórunn TryggvadóttirLFG6480
Heiða Mist KristjansdóttirLFK59108
Valgerður Arna SigurþórsdóttirLFR71108
Steinunn Soffía HauksdóttirLFR64108
Helga lind TorfadóttirLFR64108
Thelma Rún GuðjónsdóttirLFR55110
Elísa Mist BenediktsdóttirHengill64116
Bríet Brá BjarnadóttirLFG71117
Thelma Mist OddsdóttirLFK64120
Indíana Lind GylfadóttirLFG+87167

Hópur B 14:00

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Alda Rut ÞorsteinsdóttirLFK87127
Salka Cécile CalmonLFR71127
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG87130
Bríet Anna HeiðarsdóttirHengill59134
Eydís Arna BirgisdóttirHengill64135
Erna Freydís TraustadóttirLFR64135
Sólveig ÞórðardóttirLFR71140
Anna G HalldorsdottirHengill81142
Snædís Líf Pálmarsdóttir DisonLFR64145
Tinna Marín SigurðardóttirLFR71153
Guðný Björk StefánsdóttirLFG76160

Hópur A 19:00

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Heiðrún Stella ÞorvaldsdóttirHengill59164
Erla ÁgústsdóttirLFK+87165
Anna Elísabet StarkLFK81165
Kristín Dóra SiguðardóttirLFM76171
Íris Rut JónsdóttirMassi64175
Guðbjörg ValdimarsdóttirHengill76176
Friðný Fjóla JónsdóttirHengill87182
Katla Björk KetilsdóttirMassi64184
Eygló Fanndal SturludóttirLFR76190
Hjördís Ósk ÓskarsdóttirLFG64195

Karlaflokkur

Hópur B 11:30

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Gísli Àrsæll SnorrasonLFM81120
Eyjólfur Andri BjörnssonLFR73165
Bjarki ÞórðarsonLFK89165
Tryggvi Freyr MagnússonUMFS73175
Jósef Gabríel MagnússonLFR81177
Hilmar stefánssonLFR89180
Bjarki Már FriðrikssonLFM96180
Árni Olsen JóhannessonLFG81190
Hjalti Gunnlaugur SkúlasonStjarnan96190
Karl Viðar PéturssonLFK89190

Hópur A 16:30

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Davíð Ingimar ÞórmundssonUMFS89200
Matthías Abel EinarssonHengill73200
Sævar Örn ValssonLFK89200
Friðrik Gunnar VignissonLFR102222
Sveinn Atli ÁrnasonLFM81230
Jóhann Valur JóhnssonLFG89230
Birkir Örn JonssonLFG89240
Kári WalterLFK96240
Alex Daði ReynissonLFG89255
Gerald EinarssonLFG89256
Ingimar JónssonLFG89260

Norðurlandamót Senior 2021

Norðurlandamót Senior er haldið að þessu sinni í Kaupmannahöfn í Danmörku og byrjar í dag 12. nóvember og sendur út laugardaginn 13. nóvember. Keppendur frá Íslandi eru þau Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Katla Björk Ketilsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Helena Rut Pétursdóttir, Árni Rúnar Baldursson og Daníel Róbertsson. Einar Ingi Jónssong og Ingi Gunnar Ólafsson sem þjálfarar, en einnig fáum við aðstoð íslandsvininum Tim Kring sem er danskur og búsettur í Kaupmannahöfn. En þjálfar Tim nokkra keppendur á Íslandi.

Horfðu á streymið HÉR

12. nóvember kl 18:10 á íslenskum tíma.

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir í botnstöðu í snörun

Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (f. 1993) frá Lyftingafélaginu Hengli keppir í 59 kg flokki kvenna. Stella eins og hún er oftast kölluð steig fyrst á pall á Sumarmótinu 2020 og setti þá 75 kg í snörun og 90 kg í jafnhendingu en meiðist í kjölfarið en á seinasta móti sem hún keppti á náði hún 77 kg í snörun en fékk ógilda 93 kg í jafnhendingu en var þáð á Sumarmótinu í júní síðastliðin og hefur hún ekki keppt síðan og því forvitnilegt að sjá hvað fer upp hjá Stellu í dag.

Katla Björk Ketilsdóttir

Katla Björk Ketisldóttir á upphitunarsvæði á EM U23 2021

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000) frá UMFN – Massa hefur keppt frá því 2016 en keppti fyrst fyrir Íslandshönd það ár. Katla á best 83 kg í snörun, 99 kg í jafnhendingu og 182 kg í samanlögðum árangri frá því á á Evrópumeistaramóti U23 í september og heldur íslandsmeti í samanlögðu í U23 og Senior frá því móti. Katla á þó hærra á æfingu og því skemmtilegt að sjá hvað hún næst á mótinu í dag. Þess má geta að Katla stefnir á HM Senior í Usbekistan í desember með 4 öðrum íslenskum keppendum.

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk á palli á EM Senior 2021

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar keppir í 64 kg flokki kvenna. Amalía Ósk hefur keppt frá 2016 og keppti fyrst fyrir íslands hönd 2019 á Norðurlandamóti Senior það ár. Best á Amalía 81 kg í snörun á Smáþjóðleikunum 2021, 103 kg í jafnhendingu frá Sumarmótinu 2021 og 182 kg í samanlögðum árangri frá Smáþjóðleikunum 2021 í seinasta mánuði. Næsta mót Amalíu eftir NM er á HM Senior í Usbekistan með Kötlu og tveimur öðrum keppendum.

13. nóvember kl 10:00 á íslenskum tíma

Árni Rúnar Baldursson

Árni Rúnar Baldursson á NM 2020

Árni Rúnar Baldursson (f. 1995) hjá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 73 kg flokki karla. Árni Rúnar hefur keppt í lyftingum síðan 2014 og á best 117 kg í snörun frá 2019, 145 kg í jafnhendingu og 260 kg í samanlögðum árangri frá RIG 2020. Árni býr núna í Martin í Slóvakíu og verður skemmtilegt að vita hvað ferska loftið þar hefur gefið honum á pallinum.

13. nóvember kl 11:00 ca. á íslenskum tíma

Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló Fanndal Sturludóttir valin stigahæsta kona á Smáþjóðleikunum 2021

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) frá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 71 kg flokki kvenna. Eygló keppti á sínu fyrsta móti 2018 og var þá með 54 kg í snörun og 70 kg í jafnhendingu. Mikið vatn hefur nú runnið til sjávar og hefur Eygló nú reynt við 92 kg í snörun sem fór þó ekki upp á íslandsmeistaramóti Unglinga í október síðastliðin, en hefði það orðið að nýju norðurlandameti í juniorflokki (U20) stúlkna. Spennandi verður að vita hvort hún nái einnig 112 kg upp í jafnhendingu sem hún reyndi við á Smáþjóðleikunum í október. Sjáum til hvað setur á morgun, fylgstu með.

Helena Rut Pétursdóttir

Helena Rut Pétursdóttir (f. 1996) frá Lyftingafélaginu Hengli keppir í 71 kg flokki kvenna. Helena keppti fyrst í lyftingum 2018 á Landsmóti UMFÍ en lét síðan ekkert sjá sig fyrr en á Íslandsmeistaramóti Senior á þessu ári og nær þar strax C lágmörkum á NM Senior. Síðan keppti hún á Sumarmótinu í ár og á tveimur mótum í Danmörku til að ná B lágmörkum og gekk svona glimrandi vel og náði hún sínum markmiðum. Helena á best 76 í snörun, 99 í jafnhendingu og 175 í samanlögðum árangri. Verður skemmtilegt að sjá hvað hún nær á mótinu.

13. nóvember kl 13:00 ca. á íslenskum tíma

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson á EM Senior 2021

Daníel Róbertsson (f. 1991) frá Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir í 81 kg flokki karla. Daníel hefur vanalega keppt í 89 kg flokk og á best þar 132 kg í snörun, 158 í jafnhendingu og 290 í samanlögðum árangri. En í 81 kg flokki á hann best 116 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu. Hvað fer Daníel hátt á morgun? Hvað giskar þú á?

Íslandsmeistaramót Unglina 2021 – Úrslit

Íslandsmeistaramót Unglinga var haldið laugardaginn 23. októbóber af Lyftingafélagi Reykjavíkur í húsnæði Crossfit Reykjavík að Faxafeni 12. Mótið gekk einstaklega vel og stóðu bæði starfsfólk sem og íþróttafólk sig með sóma. Unga íþróttafólkið okkar bætti sinn persónulegan árangur, náðu lágmörkum á mót erlendis og settu íslandsmetið á fætur öðru. Getur Ísland í heild sinni verið einstaklega stolt af ungafólki sínu í ólympíksum lyftingum eftir laugardaginn. Óskum við keppendum til hamingju með frábært mót. Styrkti True Fitness mótið með verðlaunum fyrir stigahæstu keppendur sem og hristibrúsa fyrir alla keppendur. Þökkum við þeim kærlega fyrir gjöfina.

Öll úrslit mótsins eru að finna á results.lsi.is

Stigahæsti árangur Junior (U20)

Stúlknaflokkur

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur og náði stigahæsta árangri stúlkna (U20) með 232,1 Sinclair stig. Eygló keppti í 71 kg flokki stúlkna og reyndi við nýtt íslandsmet í snörun, þá 92 kg sem fór ekki upp og tók hún ekki seinstu jafnhendinguna eftir 100 kg, en gaf það henni 187 kg í samanlögðum árangri sem er aðeins undir hennar besta en á hún best 197 kg sem hún setti á Evrópumeistaramóti Junior í september síðastliðin. Stefnir Eygló bæði á Norðurlandamót Senior í næsta mánuði og á Heimsmeistaramót Senior í desember og væri forvitnilegt að sjá hvort hún taki á öðru hvoru mótinu 92 kg í snörun og 112 í jafnhendingu en reyndi hún við þá lyftu á Smáþjóðleikunum seinustu helgi. Sá árangur myndi gefa henni 204 kg í samanlögðum árangri og yrði þá hæsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur tekið en stendur nú árangurinn í 201 kg.

Piltnaflokkur

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) keppti fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur og náði stigahæsta árangri pilta (U20) með 316,3 Sinclair stig. Brynjar keppti í 89 kg flokki pilta og tók 121 kg í snörun sem var nýtt íslandsmet í flokknum og 141 kg í jafnhendingu sem endaði í 262 kg í samanlögðu sem er besti samanlagði árangur sem Brynjar hefur náð á móti. Best á Brynjar 122 kg í snörun og 143 í jafnhendingu í 81 kg flokk. Einnig má nefna að Brynjar keppti með sýkingu í munni en þrátt fyrir það náði einnum besta samanlagða árangri sem hann hefur náð á móti!

Stigahæsti árangur Youth (U17)

Meyjaflokkur

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og náði lang besta árangri sem hún hefur nokkurntíman náð á móti. Úlfhildur keppti í 71 kg flokki Youth (U17) og setti hún nýtt íslandsmet í snörun með 82 kg í flokknum, nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 98 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 180 kg. Þessi árangur skilaði Úlfhildi 222,6 Sinclair stigum sem er lang stigahæsti árangur sem nokkur íslensk stelpa hefur náð í U17, en hækkaði hún hæsta stigaárangur sinn um 5.1 sinclair stig frá því á Heimsmeistaramóti U17 fyrr í mánuðinum. Úlfhildur hefur nú rúma 14 mánuði í að ná Norðurlandametunum í 71 kg flokki Youth en standa þau núna í 88 kg í snörun, 117 kg í jafnhendingu og 205 k í samanlögðu. Úlfhildur keppir næst á Norðurlandamóti Unglinga seinustu helgina í Nóvember og verður gaman að vita hversu hátt hún fer á því móti.

Drengjaflokkur

Þórbergur Ernir Hlynsson (f. 2005) var að keppa á sínu fyrsta móti í 81 kg flokki drengja (U17) fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur og náði 87 kg í snörun, 113 kg í jafnhendingu og þá með 200 kg í samanlögðum árangri sem skilaði honum 246,5 Sinclair stigum. Ótrúlega flottur árangur og hvað þá á fyrsta móti!

Árangur þyngdarflokkanna

Junior – U20 – Stúlkur

59 kg

 1. sæti Thelma Rún Guðjónsdóttir (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur í 59 kg flokki stúlkna. Keppti Thelma á sínu fyrsta móti og náði hún 48 kg í snörun, 58 kg í jafnhendingu og 110 kg í samanlögðum árangri. Þetta skilaði henni 156,3 Sinclair stigum.

71 kg

 1. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Náði hún 87 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 187 kg í samanlögðum árangri og 232,1 Sinclair stig.
 2. sæti Freyja Stefánsdóttir (f. 2003) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Keppti hún á sínu fyrsta móti og náði 58 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu með 126 kg í samanlögðum árangri og 160,1 Sinclair stig.

76 kg

 1. sæti Kristín Dóra Sigurðardóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Mosfellsbæjar. Skilaði hún af sér lang besta árangri til þessa með 75 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu sem var jafnframt nýtt íslandsmet í Junior (U20) og U23 og þá með 171 í samanlögðum árangri sem var einnig nýtt íslandsmet í Junior (U20) og U23, með 205,9 Sinclair stig. Heldur Kristín Dóra því 4 íslandsmetum eftir mótið. Þess má geta að Kristín Dóra er aðeins 4 kg frá því að eiga einnig íslandsmetið í snörun í báðum flokkum og skemmtilegt að sjá hvort og næli sér í það met áður en árið er búið.
 2. sæti Guðný Björk Stefánsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Garðabæjar. Guðný nældi sér einnig í sinn lang besta árangur til þessa með 75 kg í snörun, 85 kg í jafnhendingu, þá með 160 kg í samanlögðum árangri og 193,2 Sinclair stig. Hækkaði hún besta árangur sinn um 6 kg síðan á Haustmótinu í september.

+87 kg

 1. sæti Erla Ágústsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Kópavogs. Erla bætti snörun sína um 5 kg þegar hún náði 75 kg í snörun og jafnaði árangurinn sinn í jafnhendingu með 90 kg, þá með 165 kg í samanlögðum árangri og 179,5 Sinclair stig.
 2. sæti Katharína Ósk Emilsdóttir (f. 2001) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs. Katharína keppti á sínu fyrsta móti og náði 60 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og þá 128 kg í samanlögðum árangri og 138,8 sinclair stig.

Junior – U20 – Piltar

73 kg

 1. sæti Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) keppti fyrir hönd UMFSelfoss og setti 105 kg í snörun sem var nýtt íslandsmet í Junior flokki, setti hann einnig 116 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 221 kg í samanlögðum árangri sem var einnig nýtt íslandsmet í junior flokki og persónuleg bæting um 4 kg í samanlögðu. Þessi árangur skilaði Bjarka 286,1 Sinclair stigi sem var hækkun um 5,7 stig.

81 kg

 1. sæti Jósef Gabríel Magnússon (f. 2003) keppti í gær á sínu fyrsta móti og fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Náði hann 77 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 172 kg í samanlögðum árangri og 220,3 Sinclair stigum.

89 kg

 1. sæti Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Setti hann nýtt íslandsmet í flokknum í snörun með 121 kg, 141 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 262 kg samanlögðum árangri og 316,3 Sinclair stigum.
 2. sæti Jóhann Valur Jónsson (f. 2002) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar. Hann setti 95 kg í snörun, bætti hann jafnhendingu sína um 2 kg þegar hann tók 125 kg í jafnhendingu, sem skilaði honum 220 kg í samanlögðum árangri og 264,8 Sinclair stigum.

Youth – U17 – Meyjar

64 kg

 1. sæti Tinna María Stefnisdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur og náði 63 kg í snörun og setti nýtt íslandsmet í jafnhendingu í U17 með 76 kg og náði þar með 139 kg í samanlögðu sem er 1 kg frá núverandi íslandsmeti í flokknum og 181,3 Sinclair stig. Bætti hún besta samanlagða árangur sinn um 1 kg og 1,6 sinclair stig.
 2. sæti Bríet Anna Heiðarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Hengils og náði 58 kg í snörun sem var persónuleg bæting um 6 kg, 71 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 3 kg og náði þar með 129 kg í samanlögðum árangri sem var þá 9 kg bæting og 174,3 Sinclair stigum, sem var bæting um 13,4 stig. Með þessum árangri tryggði Bríet sér B lágmörk á NM Youth í Noregi í næsta mánuði en var það eitt markmiðið á ÍM í gær.
 3. sæti Helga Lind Torfadóttir (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur í gær á sínu fyrsta móti og náði 48 kg í snörun, 56 kg í jafnhendingu með 104 kg í samanlögðu og 139,1 Sinclair stig.

71 kg

 1. sæti Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og náði 82 kg í snörun og 98 kg í jafnhendingu og setti íslandsmet í báðum lyftum. Þessi árangur skilaði henni 180 kg í samanlögðum árangri sem er líka nýtt íslandsmet og 222,6 Sinclair stigum sem er stigahæsti árangur sem hefur náðst í U17 kvenna á Íslandi.
 2. sæti Salka Cécile Calmon (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur og á sínu fyrsta móti. Salka náði 55 í snörun, 66 kg í jafnhendingu með 122 kg í samanlögðum árangri og 154,1 Sinclair stig.
 3. sæti Valdís María Sigurðardóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Valdís náði 52 kg í snörun, 60 kg í jafnhendingu og þá með 112 kg í samanlögðum árangri og 141,7 sinclair stig.

76 kg

 1. sæti Sólveig Þórðardóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Sólveig náði 64 kg í snörun og 74 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 1 kg í jafhendingu á móti. Með þessum árangri náði hún 138 kg í samanlögðu og 168,7 sinclair stigum.
 2. sæti Hildur Guðbjarnadóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Hildur náði 55 kg í snörun og 71 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 4 kg á móti. Þessi árangur skilaði henni 126 kg í samanlögðu og 153,9 Sinclair stigum sem var bæting um 9 stig.

+81 kg

 1. sæti Unnur Sjöfn Jónasdóttir (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar. Setti hún 50 kg í snörun og 72 kg í jafnhendingu sem var persónuleg bæting um 7 kg. Þessi árangur skilaði henni 122 kg í samanlögðum árangri og 136,9 Sinclair stigum sem var bæting um 9,5 stig.

Youth – U17 – Drengir

67 kg

 1. sæti Ari Tómas Hjálmarsson (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Ari setti 80 kg í snörun, 87 kg í jafnhendingu sem gaf honum 167 kg í samanlögðum árangri og 240,4 sinclair stig og með þeim árangri hefur náð C lágmörkum á Norðurlandamót Youth í Noregi í nóvember. Allur þessi árangur á hans fyrsta lyftingamóti.

73 kg

 1. sæti Höskuldur Máni Halldórsson (f. 2007) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur. Höskuldur var yngsti keppandi mótsins og keppti á sínu fyrsta móti. Setti hann íslandsmet í U15 í hverri lyftu sem endaði í 46 kg í snörun og 55 kg í jafnhendingu sem gaf honum 101 kg í samanlögðum árangri og 131,3 Sinclair stig.

81 kg

 1. sæti Þórbergur Ernir Hlynsson (f. 2005) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Setti hann 87 kg í snörun og 113 kg í jafnhendingu sem gaf honum 200 kg í samanlögðum árangri og 246,5 Sinclair stig og C lágmörk á Norðurlandamót Youth í næsta mánuði.
 2. sæti Bjarni Leifsson (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Bjarni náði 85 kg í snörun og 110 kg í jafnhendingu sem gaf honum 195 kg í samanlögðum árangri og 240,1 Sinclair stig og C lágmörk á Norðurlandamót Youth í næsta mánuði
 3. sæti Tómas Liljar Sigurjónsson (f. 2004) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Tómas náði 85 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 190 kg í samanlögðum árangri og 233,9 Sinclair stig.

89 kg

 1. sæti Aron Leó Jóhannesson (f. 2006) keppti fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur á sínu fyrsta móti. Náði hann 65 kg í snörun og 82 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 147 kg í samanlögðum árangri og 177,4 Sinclair stigum.

Íslandsmeistaramót Unglinga 2021

A.T.H. Breytingar á þyngdarflokkum skulu berast á lsi@lsi.is fyrir kl 20:00 daginn fyrir mót, föstudaginn 22. október.

Keppandalisti

Meyjaflokkur – Youth – U17

NafnFélagÞyngdarflokkurTotal
Tinna María StefnisdóttirLFR64138
Bríet Anna HeiðarsdóttirHengill64133
Helga Lind TorfadóttirLFR64103
Steinunn Soffía HauksdóttirLFR64105
Valgerður Arna SigurþórsdóttirLFR71103
Salka Cécile CalmonLFR71120
Úlfhildur Arna UnnarsdóttirLFR71177
Valdís María SigurðardóttirLFR71114
Sólveig ÞórðardóttirLFR76140
Hildur GuðbjarnadóttirLFR76130
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG81+128

Stúlknaflokkur – Junior – U20

NafnFélagÞyngdarflokkurTotal
Thelma Rún GuðjónsdóttirLFR5990
Eygló Fanndal SturludóttirLFR71190
Freyja StefánsdóttirLFR71126
Guðný Björk StefánsdóttirLFG76154
Kristín Dóra SigurðardóttirLFM76161
Erla ÁgústsdóttirLFK+87160
Katharína Ósk EmilsdóttirLFK+87135

Dengja- og pitlnaflokkur – Youth og Junior – U17 og U20

Drengir og piltar keppa í sama hóp

Drengir – Youth – U17

NafnFélagÞyngdarflokkurTotal
Höskuldur Máni HalldórssonLFR73100
Eyjólfur Andri BjörnssonLFR81142
Tómas Liljar SigurjónssonLFR81175
Aron Leó JóhannessonLFR89135
Þórbergur Ernir HlynssonLFR81183
Tindur EliasenLFR81171
Bjarki ÞórðarsonLFK89165

Piltar – Junior – U20

NafnFélagÞyngdarflokkurTotal
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS73217
Jósef Gabríel MagnússonLFR73160
Brynjar Logi HalldórssonLFR89260
Johann Valur JónssonLFG89230

Evrópumeistaramót Masters 2021

f.v. Helga Hlín Hákonardóttir og Anna Guðrún Halldórsdóttir með medalíurnar eftir EM Masters

Anna Guðrún Halldórsdóttir Evrópumeistari í 81 kg flokki Masters 50

Anna Guðrún Halldórsdóttir með sigurverðlaunin á Evrópumeistaramóti Masters 2021

Anna Guðrún Halldórsdóttir (f. 1969) gerði sér lítið fyrir og nældi sér í 1. sæti á Evrópumeistaramóti Masters í Alkmaar í Hollandi í gær, 18. október. Ekki bara það heldur setti hún nýtt evrópu- og heimsmet í snörun í 81 kg flokki kvenna í Masters 50 flokknum með 62 kg og jafnaði heimsmetið í jafnhendingu með 80 kg en bætti þar með evrópumetið í hennar aldurs og þyngdarflokki um 2 kg! Þetta skilaði henni 142 í samanlögðu sem fór 4 kg ofar en seinasta evrópumet og 2 kg ofar en heimsmetið í samanlögðum árangri.
Þrjú evrópumet og tvö heimsmet á fyrsta alþjóðlegamótinu erlendis, allar lyftur gildar 6/6! Til hamingju Anna Guðrún með þennan framúrskarandi árangur,

Anna Guðrún á alls ekki langan lyftingaferil en tók hún þátt á fyrsta mótinu sínu á Haustmóti LSÍ sem haldið var á Selfossi 2020 og náði þar 50 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og þá með 118 kg í samanlögðu. Þetta þýðir að Anna hefur hækkað samanlagðan árangur sinn á móti um 24 kg á einu ári sem er gífurlegur árangur.

Hér getið þið horft á mótshluta Önnu Guðrúnar

Helga Hlín Hákonardóttir
2. sæti í 59 kg flokki Masters 45

Helga Hlín Hákonardóttir með silfrið í 59 kg flokki Masters 45

Helga Hlín Hákonardóttir (f. 1972) lendir í því óláni að rífa upp báða lófa í upphitun á fyrir keppni sem leiddi til þess að vel þurfti að búa um lófana áður en hún fór upp á keppnispall þar sem það blæddi mikið. Hafði þetta mikil áhrif á gripið á stönginni og skilaði það sér í að Helga náði ekki eins góðum árangri og hún hafði hug á. Þrátt fyrir að Helga fór rólegra yfir þá náði árangurinn henni 2. sætinu í 59 kg flokki Masters 45 með 48 kg í snörun, 65 kg í jafnhendingu og þá 113 kg í samanlögðum árangri. Svo mögnuð er þessi kona! Vigtuð 57.7 kg skilaði þessi árangur Helgu Hlínar 156.62 sinclair stigum. Helga á mikið inni það er dagsljóst! Það verður skemmtilegt að sjá hana keppa næst ómeidda og sjá hvert sá árangur skilar henni. Til hamingju með frábært mót Helga Hlín! Þú hefur sko aldeilis bein í nefinu!

Hér getið þið horft á mótshluta Helgu Hlínar

Evrópumeistaramót Masters (Öldunga)

Keppnissvæði Evrópumeistaramóts Masters í Alkmaar í Hollandi

Það er svo sannarlega mikið að gera í íslenska lyftingaheiminum þessa dagana! En eru það Anna Guðrún Halldórsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir sem eru staddar í Alkmaar í Hollandi á Evrópumeistaramóti Öldunga en er þetta fyrsta stórmót þeirra beggja erlendis.

Þið getið horft á steymið á YouTube síðu Evrópusambands Masters HÉR

Helga Hlín Hákonardóttir keppir mánudaginn 18. okt kl: 13:30 á íslenskum tíma

Helga Hlín Hákonardóttir í upphitun og við hlið hennar stendur
maðurinn hennar og þjálfari Unnar Helgason

Helga Hlín Hákonardóttir (f. 1972) keppir í 59 kg flokki kvenna í Masters 45. Helga Hlín á best 54 kg í snörun, 71 kg í jafnhendingu og 125 kg í samanlögðum árangri. Helga Hlín þarf aðeins upp í evrópumetin en standa þau í 66 kg i snörun, 82 kg í jafnhendingu og 148 kg í samanlögðum árangri. Helga Hlín á þó frekar stuttan keppnisferil í lyftingum og hefur aðeins keppt á þremur mótum frá 2019 en seinast keppti hún í maí á þessu ári á World Masters Weightlifting Championships 2021 sem var keppni haldin yfir alnetið. Forvitnilegt verður að vita hversu átt Helga nær á mótinu í dag.

Anna Guðrún Halldórsdóttir keppir þriðjudaginn 18. okt kl: 10:30 á íslenskum tíma

Anna Guðrún Halldórsdóttir búin að skrá sig inn á EM Masters 2021

Anna Guðrún Halldórsdóttir (f. 1969) keppir í 81 kg flokki kvenna í Masters 50 og kemur frá Lyftingafélaginu Hengli í Hveragerði og keppti á sínu fyrsta móti 2020. Best á Anna Guðrún 59 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 131 kg í samanlögðum árangri. Eins er standa þá er evrópumetin í hennar aldurs og þyngdar flokki í 60 kg í snörun, 78 kg í jafnhendingu og 138 kg í samanlögðum árangri og á Anna Guðrún gott tækifæri á því að koma evrópumetunum í íslenskar hendur. Heimsmetin í hennar aldurs og þyngdarflokki standa í 61 kg í snörun, 80 kg í jafnhendingu og 140 kg í samanlögðu og er Anna heldur ekki svo langt frá þeim metum! Hlökkum við mikið til að sjá hvað býr í henni á þessu móti.

Úrslit Smáþjóðleikanna – 3. SÆTI!

e.f.v Daníel Róbertsson, Einar Ingi Jónsson, Árni Rúnar Baldursson og Ingi Gunnar Ólafsson
n.f.v. Eygló Fanndal Sturludóttir og Amalía Ósk Sigurðardóttir

Íslands átti svo sannarlega frábæran keppnisdag á Smáþjóðleikunum laugardaginn 16.okt! Smáþjóðleikarnir eru liðakeppni í Sinclair stigum en fyrir þá sem vita það ekki þá eru sinclair stig þau stig sem reiknast út frá samanlögðum árangri keppenda og líkamsþyngd hans. Í liðakeppnum eins og smáþjóðleikunum eru síðan öllum stigum landsliðsins tekin saman og ákvarðar sú tala hvar liðið endar á palli. Á Smáþjóðleikunum í ár endaði Ísland í 3. sæti og erum við hæst ánægð með okkar fólk! Til hamingju Ísland!

Eygló Fanndal Sturludóttir stigahæst kvenna á Smáþjóðleikum 2021

Afrek Smáþjóðleikana

Eygló Fanndal Sturludóttir setti nýtt íslandsmet í snörun í 71 kg flokki kvenna þá í Senior, U23 og U20 með 90 kg í snörun, einnig setti hún 106 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 196 kg samanlögðum árangri. Má einnig nefna á Eygló reyndi við 112 kg í jafnhendingu sem hefði skilað henni hæsta samanlagða árangri sem íslensk kona hefur tekið, en stöngin lenti illa á öxlunum í botnstöðunni og snérist því aðeins upp á líkaman og hún náði ekki stöðuleikanum til að ná stönginni upp en sást þó vel að Eygló á þessa lyftu vel inni og spurning hvort hún taki hana á Norðurlandamóti fullorðinna 12-14. nóvember næstkomandi. Þessi árangur skilaði Eygló hæsta sinclairstiga árangri kvenna á mótinu. Til hamingju með árangurinn Eygló!

Amalía Ósk Sigurðardóttir bætti árangur sinn í snörun um 1 kg og náði 81 kg í snörun og svo 101 kg í jafnhendingu sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðum árangri með 62,2 kg líkamsþyngd sem skilaði henni 240,4 Sinclair stigum og er þá Amalía komin með C lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember, til hamingju með árangurinn Amalía!

Árni Rúnar Baldursson bjargaði sér með ótrúlegustu lyftu sem pistlaskirfandi hefur séð. Enn þannig var það að hann hafði fengið ógildar fyrstu tvær lyfturnar og var þetta þriðja og seinasta tilraunin sem bjargaðist svona rosalega. Lang flottasta lyfta árins!

Smáþjóðleikar í San Marino 16. október

f.v. Ingi Gunnar Ólafsson, Einar Ingi Jónsson, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Daníel Róbertsson og Árni Rúnar Baldursson

Þá lagði landslið Íslands aftur af stað yfir landssteinana alla leið til San Marino sem er smáríki inní miðri Ítalíu. Flestir okkar keppenda flugu til Bologna í Ítalíu og tóku bílaleigubíl þaðan til San Marino en Árni Rúnar Baldursson var staddur í Martin í Slóvakíu og ákvað að keyra bara alla leiðina, tók ferðalagið hann hálfan sólahring. Frá Íslandi fóru keppendurnir Eygló Fanndal Sturludóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson. En er það landsliðsþjálfarinn sjálfur Ingi Gunnar Ólafsson sem rekur lestina.
Keppnin í Ólympískum lyftingum á smáþjóðleikunum sem haldin er ár hvert er Sinclair stiga liðakeppni sem þýðir að samanlögð sinclairstigatala hvers lands ákvarðar um hvar á pallinum landið lendir. Einnig eru gefin verðlaun fyrir hæstu sinclairstig í karla og kvennaflokki. Óskum við þeim öllum velgengnis á mótinu!

Þið getið fylgst með mótinu á Instagrami okkar HÉR

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) keppir í 64 kg flokki kvenna og á hún en séns á að vinna sér inn lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember. Amalía á best 80 kg í snörun, 103 kg í jafnhendingu og 181 kg í samanlögðum árangri á móti. Hún heldur nú 2 íslandsmetum en hefur sett önnur 9 á ferlinum og verður forvitnilegt að vita hversu hátt hún stefnir á mótinu en sagði hún sjálf frá á Instagram aðgangi sínum að markmiðin væru há! Fylgist með lyftunum á instagrami LSÍ.

Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló Fanndal Sturludóttir á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í september 2021

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppir í 71 kg flokki kvenna. Eygló hefur nú þegar náð B lágmörkum á heimsmeistaramót senior í desember sem hún náði á EM Junior í seinasta mánuði með 197kg í samanlögðum árangri sem er næst hæsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur sett á móti. Vantar henni einungis 5 kg til að toppa hæsta árangurinn sem Sara Sigmundsdóttir setti árið 2017 en voru það ekki meira né minna en 201kg í samanlögðu!

Árni Rúnar Baldursson

Árni Rúnar Baldursson á Norðurlandamóti Senior 2020

Árni Rúnar Baldursson (f. 1995) keppir í 73 kg flokki karla. Árni á best 117 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 260 kg í samanlögðum árangri og heldur hann íslandsmeti í snörun með 117 kg en hefur sett önnur 6 met. Árni hefur verið ótrúlega duglegur að æfa í Martin í Slóvakíu seinustu vikur og keppt þar í landi. Forvitnilegt verður að sjá hvort breyttar aðstæður gefi á pallinum á Smáþjóðleikunum.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson á upphitnarsvæði Evrópumeistaramóts Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppir í 73 kg flokki karla. Einar heldur 7 íslandsmetum en hefur sett önnur 135 metum í gegnum tíðina. Best á hann 123 kg í snörun, 152 kg jafnhendingu og 273 kg í samanlögðum árangri en var það fyrir þyngdarflokka breytingarnar 2018. Á árinu hefur Einar tekið 114 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 259 kg í samanlögðum árangri. Liggja nú íslandsmetin í 117 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu og 266 kg í samanlögðum árangri og pæling hvort Einar reyni við metin á mótinu.

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson á upphitunarsvæðinu á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Daníel Róbertsson (f. 1991) á best 132 kg í snörun, 158 kg í jafnhendingu og 290 kg í samanlögðum árangri í 89 kg flokki karla. Daníel hefur sett 8 íslandsmet í gegnum tíðina og hefur einnig verið kjörin lyftingamaður ársins. Á Smáþjóðleikunum keppir Daníel þó í 81 kg flokki karla en er það í annað sinn sem Daníel keppir í flokknum en seinast var það 2019 á Norðurlandamótinu það ár. Ætli Daníel ráði við íslandsmetin í 81 kg flokki á mótinu? Standa þau nú í 122 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu en hefur enginn náð lágmarkinu í samanlögðum árangri í flokknum til að setja nafn sitt þar við.