ROMA WORLD CUP 2020

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í Roma World Cup á dögunum en var það 5 mótið sem telur til úrtöku fyrir Ólympíuleikana í ár, en það 6 og seinasta verður Evrópumeistaramótið í Apríl. Þuríður Erla er fremasta lyftingakona landsins, keppir í -59 kg flokki og tókum við smá viðtal við hana í framhaldi af mótinu.

Viðtal

Hvernig gekk í Róm?

Átti ekki minn besta dag í Róm því miður. Snaraði 80 kg í fyrstu tilraun. Tók svo 83 kg í seinni tilraun en missti lásinn. Í þriðju lyftu reyndi ég við 84 kg en missti hana aftur fyrir mig. Ég var óvenju þreytt í fótunum í upphitun fyrir jafnhendingu (e. Clean & Jerk), á góðum degi hefði ég byrjað í 100 kg en ég byrjaði í 97 kg tók svo 100 kg og failaði á cleaninu í 103 kg.

Hvert er næsta mót sem þú ætlar að taka þátt í?

Næsta lyftingamót er Evrópumeistaramótið í Ólympískum í Moskvu í Apríl. Það er gullmót og qualification mót fyrir Ólympíuleikana. Fyrir það tek ég þátt í nokkrum CrossFit mótum. Wodapalooza í Miami núna í febrúar sem er Sanctioned Event fyrir CrossFit Games. Stefnan er að ná eins háum stigum og ég get.

Hver var þín fyrsta keppni í ólympískum lyftingum?

Það var á móti sem kallaðist “Flolli” það var lítið mót sem byrjaði á lyftingamóti, ekki eins strangar reglur og eru með press out til dæmis. Keppnin endaði svo á einu CrossFit workouti. Þetta var 2010 þegar ég var nýbyrjuð í CrossFit og með fyrstu skiptunum sem ég prófaði snörun og jafnhendingu, ég gerði Power Snatch og Power Clean, held eg hafi samt gert Split Jerk frekar en Push Jerk.

Hvað var það við ólympískar lyftingar sem togaði í þig?

Það er mikilvægt að geta lyft þungt í CrossFit og lyftingar og ólympískar lyftingar eru stór hluti af CrossFit. Svo fannst mér bara gaman að keppa á lyftingamótum líka. Ólypmískar lyftingar eru svo ótrúlega tæknilega flóknar og það er það sem gerir þær svo geggjað skemmtilegar að mínu mati.

Hvað hugsarðu þegar þú ert kominn á pallinn?

Ekkert annað en að ég ætla að ná þessari lyftu. Kannski um 1-2 tæknileg atriði, eins og að muna að brace a mig í upphafstöðunni.

Hver er að þjálfa þig og hvernig ertu að æfa?

Árni Freyr Bjarnason gerir prógramið mitt núna síðan sumarið 2018. Ég æfi 2 sinnum á dag 5 sinnum í viku. Fyrri æfingin eru lyftingar/styrkur og seinni æfingin fimleikar og conditioning.

Þú keppir bæði í Crossfit og ólympískum, er erfitt að hagræða þessum íþróttum saman hvað varðar æfingar?

Það getur stundum verið smá púsl, hef samt aldrei leyft því að verða eitthvað vandamál.

Hver eru þín helstu markmið í framhaldinu?

Mín helstu markmið eru að ná lágmörkum á Heimsleikana og/eða Ólympíuleikana.

Hvaða ráð hefurðu til ungra lyftara sem eru að stíga sín fyrstu skref?

Að vera þolinmóð og góðir hlutir gerast hægt. Hugsa líka lengra fram í tímann með því að hugsa fyrirbyggjandi. Ekki byrja að vinna í liðleika og tækni eftir að þú meiðir þig.

Mótið í Róm er hægt að sjá hér fyrir neðan

Skráning á Íslandsmeistaramót 2020 er hafin!

Skráningarformið er HÉR

Úr mótareglum LSÍ

3.gr. Hlutgengi
Rétt til þátttöku á mótum LSÍ hafa allir meðlimir aðildarfélaga LSÍ sem eru skuldlausir við sín félög, LSÍ og rétt skráðir í Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Erlendir keppendur sem ekki hafa íslenska kennitölu þurfa að vera skráðir hjá sínu landssambandi og verða að fá leyfi hjá viðkomandi landssambandi til að fá að keppa á mótum hjá LSÍ.

4.gr. Framkoma og ábyrgð
Félög, keppendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu keppenda sinna og allra þeirra sem hlutverk hafa á vegum þess í tengslum við mótahald og keppni. Viðurlög við brotum á ofangreindum reglum eru ákveðin af aganefnd LSÍ og samþykkt af stjórn LSÍ.

Útslit RIG 2020

Reykjavíkurleikarnir voru opnir í 13. skipti 23.janúar síðastliðinn og þann sunnudaginn 26. janúar tóku Ólympískar Lyftingar þátt.
Keppnin rann ótrúlega vel með mikilli baráttu keppenda og var mótið ótrúlega skemmtilegt að horfa á. Áhorfendur voru ótrúlega duglega að kvetja fólkið okkar áfram og fór stolt og þakklæti stjórnenda fór yfir öll viðmiðunarmörk.

Sigurvegarar (e. Winners)

Konur (e. Women)

Í 1. sæti með 234,4 sinclair stig, Mille Sögaard.
Í 2. sæti með 231,0 sinclair stig, Birna Aradóttir.
Í 3. sæti með 222,4 sinclair stig, Katla Björk Ketilsdóttir

Karlar (e. men)

Í 1. sæti með 376,0 sinclair stig, Tim Kring.
Í 2. sæti með 354,8 sinclair stig, Bar Lewi.
Í 3. sæti með 342,3 sinclair stig, Einar Ingi Jónsson.

Íslandsmet

14 íslandsmet voru sett á mótinu.

Konur (e. women)

Birna Aradóttir er fædd 1999 og setti 2 met í -64 kg flokki með einni lyftu, þá eitt í U23 og eitt í almennum flokki (e. Senior) með 83 kg í snörun (e. Snatch).

Hrund Scheving er fædd 1978 og setti 5 met í öldungarflokki (e. Masters 40) í -71 kg flokki sem endaði í 73kg í snörun, 94 kg í jafnhendingu (e. Clean and Jerk) og 167 kg í samanlögðu (e. Total).

Karlar (e. men)

Daníel Róbertsson er fæddur 1991 og setti 2 met í -89 kg flokki í senior með 157 kg í jafnhendingu og 284 kg í samanlögðu.

Einar Ingi Jónsson er fæddur 1996 og setti 2 met samanlögðu í -73 kg flokki í senior sem endaði í 266 kg.

RIG 2020 – Keppendalisti

Stigahæðstu íslenskum keppendum í Ólympískum lyftingum er boðið á Reykjavíkurleika (RIG) sem verða haldnir í 13. sinn dagana 23.janúar til 3.febrúar.

Keppnin í Ólympískum lyftingum verður 26.janúar í frjálsíþróttasalnum í Laugardalshöll.
Stefnt er á að kvennaflokkur byrji klukkan 14:00 og karlaflokkur 15:30
Kostar 1.000 kr inn.

Konur (e. Women)

Íslenskir keppendur

Birna Aradóttir (1999) Stjarnan
Amalía Ósk Sigurðardóttir (1997) LFM
Birta Líf Þórarinsdóttir (2002) LFR
Katla Björk Ketilsdóttir (2000) Massi
Inga Arna Aradóttir (1995) Stjarnan
Alma Hrönn Káradóttir (1984) LFK
Helena Þórhallsdóttir (1990) LFG
Hrund Scheving (1978) LFK

Erlendir keppendur

Clara Jul () Danmörk
Mille Celina Søgaard () Danmörk

Karlar (e. men)

Íslenskir keppendur

Daníel Róbertsson (1991) LFK
Einar Ingi Jónsson (1996) LFR
Bjarmi Hreinsson (1992) LFR
Árni Rúnar Baldursson (1995) Stjarnan
Birkir Örn Jónsson (1995) LFG
Árni Freyr Bjarnason (1988) LFK
Ingimar Jónsson (1998) LFG
Davíð Óskar Davíðsson (1992) UMFS

Erlendir keppendur

Bar Lewi (1993) Ísrael
Tim Kring (1990) Danmörk

Ungmenni ársins 2019

Jólamót LSÍ 2019 er ekki inn í kosningu um lyftingakonu/karl ársins heldur fellur undir næsta ár eða 2020.

U20 (Junior)

Birna Aradóttir

Birna er fædd 1999 og lyftir fyrir hönd Lyftingadeild Stjörnunnar. Hún skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Evrópumeistaramót Unglinga og -23 ára sem haldið var í Búkarest í Rúmeníu með 230 stig og setti þar Íslandsmet í U20 og U23 í jafnhendingu 94kg og samanlögðu 175 kg í -64kg flokki sem hún bætti síðan á U20 met sitt Jólamóti LSÍ með 95kg og 176 kg í samanlögðu. Á Birna einnig íslandsmetið í snörun í U20, U23 og opnum flokk í -64 flokki og þá með 82 kg.

U20 (Junior)

Axel Máni Hilmarsson

Axel Máni er fæddur 1999 og lyftir fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Hann skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Norðurlandamóti Unglinga (Junior og Youth) sem haldið var í Sundsvall í Svíþjóð með 313,5. Setti hann þar 10 Íslandsmet sem endaði í 120 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu og 270 í samanlögðu. Bætti hann íslandsmet sitt á Jólamóti LSÍ með 151 kg.

U17 (Youth)

Birta Líf Þórarinsdóttir

Birta Líf er fædd 2002 og lyftir fyrir hönd Lyftingafélag Reykjavíkur. Hún skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Íslandsmeistaramóti unglinga 2019 með 220,05 stig. Þar setti hún 21 íslandsmet í -71 kg flokki þá í U17, U20 og U23 sem endaði í 80 kg í snörun, 97 kg í jafnhendingu og 177 kg í samanlögðu.

U17 (Youth)

Kári Norbu Halldóruson

Kári er fæddur 2003 og lyftir fyrir hönd Lyftingardeild Ármanns. Hann skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Íslandsmeistaramóti unglinga 2019 með 222,2 stig.
Setti hann 5 íslandsmet á Jólamótinu í seinasta mánuði í -102 kg flokki sem endaði í 100 kg í snörun, 125 kg í jafnhendingu og 225 kg í samanlögðu.

Lyftingafólk ársins 2019

Þann 14. desember síðastliðinn á Jólamóti LSÍ sem haldið var af Lyftingadeild Stjörnunnar voru gefið verðlaun fyrir Lyftingafólk ársins 2019.

Miðast er við árangur íþróttamanns/konu á liðnu ári og sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum.

Lyftingakona ársins 2019

Þuríður Erla Helgadóttir
Fædd 1991 og lyftir fyrir hönd Íslands allra helst þessa dagana. Hún skorðaði hæðst á Sinclair stigum á árinu á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Georgíu og setti þar Íslandsmet í báðum lyftum og samanlögðu í -59 kg flokki, þá 87 kg í snörun, 102 kg í jafnhendingu og 189 kg í samanlögðu.

Lyftingamaður ársins 2019

Daníel Róbertsson
Fæddur 1991 og lyftir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur. Hann skoraði hæðst á Sinclair stigum á árinu og þá Sumarmótinu með 338,09 stig í -89 kg flokki.
Setti hann þar íslandsmet í báðum lyftum og samanlögðu, þá 130 kg í snörun, 153 kg í jafnhendingu og 283 kg í samanlögðu.

Liðabikar

Í keppni um liðabikar vann Lyftingafélag Reykjavíkur með 115 stig!
Sjá HÉR á results síðu LSÍ. Tóku 11 lið þátt í keppninni en hér fyrir neðan sjáið þið fyrstu þrjú sætin.

TeamPoints
LFR115
LFK93
LFG69
Fyrstu þrjú sætin í liðabikarskeppni LSÍ

Sigurvegarar Jólamótsins!

Sigurvegarar Jólamóts LSÍ voru þau Árni Rúnar Baldursson og Birna Aradóttir

Viljum við byrja á því að þakka kærlega fyrir ótrúlega flott mót. Jólamótið að þessu sinni byrjaði það klukkan 9:00 laugardaginn 14. desember síðastliðinn og stóð í tæplega 10 klukkutíma, tóku 50 keppendur tóku þátt í mótinu og stóðu allir sig með prýði. Jólamót LSÍ eru almennt stærstu mót ársins en þar mæta margir nýliðar að hefja sín fyrstu skref í keppnisumhverfi Ólympískra lyftinga. Hlökkum við til að sjá þau aftur á komandi mótum.
Viljum við þakka öllum sjálfboðaliðum mótsins fyrir frábært samstarf en þá sérstaklega nýliðum okkar. Að standa heilt mót í hvaða hlutverki sem er sem sjálfboðaliði í fyrsta skipti er mikil eldskírn og eiga þau mikið heiður skilið fyrir alla vinnuna.
Jólamót LSÍ er Sinclair stiga mót og gefið er fyrir hæðstu stigin í karla og kvennaflokki.
Íslandsmetin sem sett voru á mótinu voru 116 talsins en nánar um þau er að sjá hér fyrir neðan.

A.T.H. ef einhver hefur myndir af þessu móti sem og öðrum mótum LSÍ má sá hinn sami endilega fá þær LSÍ, myndirnar yrðu síðan settar á vefsíðu LSÍ.

Kvennaflokkur

Frá vinstri: Alma Hrönn Káradóttir, Birna Aradóttir og Amalía Ósk Sigurðardóttir.


Birna Aradóttir sem er í -64 kg flokki tók 1. sætið með 81 kg í snörun og 95 í jafnhendingu og landaði 230.1 stigi 🥇
Amalía Ósk Sigurðardóttir sem er í -64 kg flokki náði 2. sæti með 76 kg í snörun og 96 kg í jafnhendingu og náði 225.7 stigum🥈
Alma Hrönn Káradóttir sem er í -71 kg flokki náði 3. sæti með 76 kg í snörun og 96 kg í jafnhendingu og náði 217.1 stigi 🥉

Karlaflokkur

Frá vinstri: Birkir Örn Jónsson, Árni Rúnar Baldursson og Arnór Gauti Haraldsson

Árni Rúnar Baldursson sem er í -73 kg flokki tók 1. sætið með 116 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu og landaði 330.3 stigum 🥇
Arnór Gauti Haraldsson sem er í -89 kg flokki náði 2. sæti með 131 kg í snörun og 145 kg í jafnhendingu og náði 329.2 stigum 🥈
Birkir Örn Jónsson sem er í -81 kg flokki náði 3. sæti með 113 kg í snörun og 150 kg í jafnhendingu og náði 320.9 stigum 🥉

Íslandsmet

Fjölmörg Íslandsmetin voru sett á Jólamótinu en voru þau 116 talsins og þarf af voru 86 met sett í Masters flokkum, 5 met sett í U15, 9 met sett í U17, önnur 5 í U20, 9 met sett í U23 og 2 met sett í Senior. Til að sjá öll metin sem sett voru getið þið farið á Results síðu LSÍ HÉR en hér fyrir neðan sjáið þið lokatölurnar.

Almennur flokkur (e. Senior)

Birkir Örn Jónsson í -81kg flokki setti 150 kg í jafnhendingu.
Arnór Gauti Haraldsson í -89 kg flokki tók 131 kg í snörun.

U15

Sólveig Þórðardóttir í -71 kg flokki setti 49 kg í snörun.
Brynjar Ari Magnússon í -89 kg flokki setti 110 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og
245 kg í samanlögðu.

U17 (e. Youth)

Brynjar Ari Magnússon í -89 kg flokki setti 110 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og
245 kg í samanlögðu.
Kári Norbu Halldóruson í -102 kg flokki setti 100 kg í snörun, 125 kg í jafnhendingu og
225 kg í samanlögðu.

U20 (e. Junior)

Birna Aradóttir í -64 kg flokki setti 95 kg í jafnhendingu og 176 kg í samanlögðu.
Axel Máni Hilmarsson í -89 kg flokki setti 118 kg í snörun, 151 kg í jafnhendingu og 269 kg í samanlögðu.

U23

Amalía Ósk Sigurðardóttir í -64 kg flokki setti 96 kg í jafnhendingu.
Birna Aradóttir í -64 kg flokki setti 176 kg í samanlögðu.
Arnór Gauti Haraldsson í -89 kg flokki setti 131 í snörun og 276 kg í samanlögðu.
Axel Máni Hilmarssson í -89 flokki setti 151 kg í jafnhendingu.

Öldungar 35 (e. Masters 35)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Alma Hrönn Káradóttir í -71 kg flokki setti 76 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu og 172 kg í samanlögðu.

Öldungar 40 (e. Masters 40)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Hrund Scheving í -71 kg flokki setti 65 kg í snörun, 93 kg í jafnhendingu og 158 kg í samanlögðu.
Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Öldungar 45 (e. Masters 45)

Helga Hlín Hákonardóttir í -59 kg flokki setti 48 kg í snörun, 64 kg í jafnhendingu og 112 kg í samanlögðu.
Sólveig Gísladóttir í -64 kg flokki setti 46 kg í snörun, 54 kg í jafnhendingu og 100 kg í samanlögðu.
Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Öldungar 50, 55, 60, 65 og 70 (e. Masters 50, 55, 60, 65 and 70)

Guðmundur Sigurðsson í -96 kg flokki setti 65 kg í snörun, 95 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu.

Evrópumót Unglinga í Ísrael

Evrópumót unglinga í ólympískum lyftingum (U17) var haldið í Ísrael á dögunum.
Yfir 500 keppendur voru skráðir á mótið og eitt stærsta sem hefur haldið í Ísrael.

Birta Líf Þórarinsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í -71 kílóa þyngdarflokki sem var
afar sterkur flokkur. Í honum keppti m.a. Aino Luostarinenn sem oft er kölluð finnska undrið. Var þetta fyrsta stórmót Birtu og tók það vel á taugarnar.
Norska liðið gerði sér lítið fyrir og mætti til að fylgjast með og kvetja Birtu sem hlýjaði Íslendingunum um hjartarætur. Sænska liðið tók einnig undir hvatninguna hjá Norskla liðinu og allt í einu var eins og Birta væri mætt á heimavöllinn sinn. Þetta var ómetanlegur stuðningur og Birta skilaði svo sannarlega sínu.

Birta tók 80 kg í snörun og 94 kg í jafnhendingu. Þetta skilaði henni 9. sæti sem er frábær árangur fyrir fyrsta stórmót. Beint eftir riðilinn var svo farið í að njóta sólarinnar og góða veðursins á meðan stormurinn reið yfir Ísland. Birta fer sátt frá borði, reynslunni ríkari og spennt að taka þátt í næsta móti.